Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 12:00 Nökkvi Þeyr þarf að fylgjast með sínum mönnum í KA af hliðarlínunni næstu vikurnar. vísir/auðunn Nökkvi Þeyr Þórisson, framherji KA, er ristarbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Dalvíkingurinn hafði spilað kvalinn í einhvern tíma áður en hann fór í myndatöku. Þar kom í ljós að hann er ristarbrotinn. „Það er ekki alveg vitað hvenær þetta gerðist. Ég var með verk í ristinni en spilaði í gegnum sársaukann. En hann jókst og jókst þannig ég ákvað að fara í myndatöku. Og þá kom í ljós að ég var fótbrotinn,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi í dag. Hann grunar að hann hafi brotnað í leiknum gegn Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar 20. maí en læknar telja að það gæti hafa gerst enn fyrr, jafnvel í janúar. Ef allt gengur að óskum vonast Nökkvi til að geta byrjað að æfa aftur eftir fjórar vikur. „Læknirinn vildi senda mig beint í aðgerð en þá væri tímabilinu lokið hjá mér. Hinn möguleikinn var að fara í göngugifs, vera í því í fjórar vikur og prófa svo til að sjá hvort ég væri enn með verk. Ef verkurinn er enn til staðar verð ég tvær vikur í viðbót í gifsi og prófa svo aftur. Og ef það gengur ekki fer ég í aðgerð,“ sagði Nökkvi. „Vonandi get ég spilað eftir þessar 4-6 vikur, klárað tímabilið og farið svo í aðgerð. Þeir vilja alltaf senda mig í aðgerð upp á öryggið.“ Nökkvi byrjaði tímabilið af krafti. Dalvíkingurinn skoraði í 3-1 tapinu fyrir ÍA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar og í bikarleiknum gegn Leikni R. skoraði hann tvö mörk og lagði upp tvö. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég bjóst ekkert við því að ég væri fótbrotinn þar sem ég var að spila. Þetta var áfall. Þetta kallast álagsbrot og það hefur eitthvað gefið sig,“ sagði Nökkvi. Hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er fótbrotinn. Tvíburabróðir hans, Þorri Mar, varð fyrir sömu meiðslum. „Þetta er nákvæmlega sama brot og bróðir minn er með, bara á hinum fætinum. Þetta er bara speglun. Við erum eineggja tvíburar þannig ég gat ekki verið minni maður,“ sagði Nökkvi hlæjandi að lokum. KA gerði 2-2 jafntefli við topplið Breiðabliks í gær. KA-menn eru í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig. Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Nökkvi Þeyr Þórisson, framherji KA, er ristarbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Dalvíkingurinn hafði spilað kvalinn í einhvern tíma áður en hann fór í myndatöku. Þar kom í ljós að hann er ristarbrotinn. „Það er ekki alveg vitað hvenær þetta gerðist. Ég var með verk í ristinni en spilaði í gegnum sársaukann. En hann jókst og jókst þannig ég ákvað að fara í myndatöku. Og þá kom í ljós að ég var fótbrotinn,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi í dag. Hann grunar að hann hafi brotnað í leiknum gegn Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar 20. maí en læknar telja að það gæti hafa gerst enn fyrr, jafnvel í janúar. Ef allt gengur að óskum vonast Nökkvi til að geta byrjað að æfa aftur eftir fjórar vikur. „Læknirinn vildi senda mig beint í aðgerð en þá væri tímabilinu lokið hjá mér. Hinn möguleikinn var að fara í göngugifs, vera í því í fjórar vikur og prófa svo til að sjá hvort ég væri enn með verk. Ef verkurinn er enn til staðar verð ég tvær vikur í viðbót í gifsi og prófa svo aftur. Og ef það gengur ekki fer ég í aðgerð,“ sagði Nökkvi. „Vonandi get ég spilað eftir þessar 4-6 vikur, klárað tímabilið og farið svo í aðgerð. Þeir vilja alltaf senda mig í aðgerð upp á öryggið.“ Nökkvi byrjaði tímabilið af krafti. Dalvíkingurinn skoraði í 3-1 tapinu fyrir ÍA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar og í bikarleiknum gegn Leikni R. skoraði hann tvö mörk og lagði upp tvö. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég bjóst ekkert við því að ég væri fótbrotinn þar sem ég var að spila. Þetta var áfall. Þetta kallast álagsbrot og það hefur eitthvað gefið sig,“ sagði Nökkvi. Hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er fótbrotinn. Tvíburabróðir hans, Þorri Mar, varð fyrir sömu meiðslum. „Þetta er nákvæmlega sama brot og bróðir minn er með, bara á hinum fætinum. Þetta er bara speglun. Við erum eineggja tvíburar þannig ég gat ekki verið minni maður,“ sagði Nökkvi hlæjandi að lokum. KA gerði 2-2 jafntefli við topplið Breiðabliks í gær. KA-menn eru í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig.
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00
Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45
Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti