Sex tíma aðgerð við að ná öngli úr maga Brútusar Kormáks Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 23:45 Brútus Kormákur er bara sex mánaða en hann fékk að fara með eiganda sínum Kolbeini Helga Kristjánssyni í veiðiferð um helgina, komst þar í öngul sem hann í hvolpaskap gleypti í sig með skelfilegum afleiðingum. Myndir úr einkasafni „Já, þetta var skellur. Ég vil minna hundaeigendur á að fylgjast vel með hundunum sínum þegar þeir eru við veiðar,“ segir Kolbeinn Helgi Kristjánsson í samtali við Vísi. Gleypti öngul með skelfilegum afleiðingum Brútus Kormákur, hundur hans af tegundinni Labrador, fékk að fara með í veiðiferð ásamt eiganda sínum Kolbeini Helga og félögum hans í veiðifélaginu Skaufi og Næs en þeir voru á Arnarvatnsheiði, í þar sem heitir Arnarvatni litla, þegar Brútus Kormákur, sem er bara sex mánaða, gerði sér lítið fyrir og gleypti öngul. Hér getur að líta röntgenmynd af maga hundsins. Eins og Kolbeinn Helgi skilur þetta var öngullinn neðst í vélinda og aðeins niður í maga, þar uppi við rifbein og þindina. Þannig að afar snúið var að ná önglinum úr dýrinu. Það kostað bráðaaðgerð í kjölfarið og var mjög tvísýnt um að hundurinn hefði það af að sögn Kolbeins Helga. Í hann var hringt meðan Brútus Kormákur var í aðgerð og sagt að hann gæti allt eins búið sig undir það að hundurinn myndi ekki hafa það af. Þá hafði Brútus Kormákur verið tvo tíma á skurðarborðinu. „Það runnu þakklætistár þegar við fengum að vita að hann hefði lifað aðgerðina af,“ segir Kolbeinn Helgi sem er dýralæknunum afar þakklátur. Þetta var á laugardaginn sem Brútus Kormákur komst í öngulinn. Kolbeinn Helgi hafði verið við veiðar í fjóra tíma, og fór strax í bæinn þegar þetta kom upp. Hann hafði þá gert ágæta veiði, fengið fimm fiska – bleikjur og urriða. Fljótlega eftir að heim var komið var farið með Brútus Kormák til dýralæknis. Betra að tryggja dýrin því aðgerðir eru dýrar „Sem betur fer náði Tóta dýralæknir í Mosó að bjarga greyinu eftir að hafa kallað út 3 dýralækna og redda þessu. Hún sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta aðgerð sem hún hefur lent í á sínu ferli og erum við ákaflega þakklát fyrir að þau hafi fórnað sér í 6 tíma brútal aðgerð á sunnudagskvöldi. Miklar hetjur að bjarga einum kærum fjölskyldumeðlim,“ segir Kolbeinn Helgi en hann setti jafnframt frásögn sína inn á Fb-hópinn Veiðidellan er frábær, mönnum til áminningar. Brútus Kormákur ánægður með lífið á bakkanum. Því miður fór hann sér að voða og gleypti öngul í öllum fögnuðinum.mynd úr einkasafni. „Held það sé gott að minna fólk á að tryggja dýrin líka því þetta kostaði 500 þúsund. TM fær hrós fyrir að hringja 10 mínútum eftir að þeir fengu tölvupóst og græja þetta. Ágætt að minna á þetta því ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta getur verið stórt mál og ég hef ekki séð neina umræðu um þetta. Segir sig sjálfsagt sjálft en manni finnst einhvern veginn eðlilegt að hafa hundinn lausan á bakkanum með sér og býst ekki við því að það séu svona miklar hættur á bakkanum,“ segir Kolbeinn Helgi að endingu. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Já, þetta var skellur. Ég vil minna hundaeigendur á að fylgjast vel með hundunum sínum þegar þeir eru við veiðar,“ segir Kolbeinn Helgi Kristjánsson í samtali við Vísi. Gleypti öngul með skelfilegum afleiðingum Brútus Kormákur, hundur hans af tegundinni Labrador, fékk að fara með í veiðiferð ásamt eiganda sínum Kolbeini Helga og félögum hans í veiðifélaginu Skaufi og Næs en þeir voru á Arnarvatnsheiði, í þar sem heitir Arnarvatni litla, þegar Brútus Kormákur, sem er bara sex mánaða, gerði sér lítið fyrir og gleypti öngul. Hér getur að líta röntgenmynd af maga hundsins. Eins og Kolbeinn Helgi skilur þetta var öngullinn neðst í vélinda og aðeins niður í maga, þar uppi við rifbein og þindina. Þannig að afar snúið var að ná önglinum úr dýrinu. Það kostað bráðaaðgerð í kjölfarið og var mjög tvísýnt um að hundurinn hefði það af að sögn Kolbeins Helga. Í hann var hringt meðan Brútus Kormákur var í aðgerð og sagt að hann gæti allt eins búið sig undir það að hundurinn myndi ekki hafa það af. Þá hafði Brútus Kormákur verið tvo tíma á skurðarborðinu. „Það runnu þakklætistár þegar við fengum að vita að hann hefði lifað aðgerðina af,“ segir Kolbeinn Helgi sem er dýralæknunum afar þakklátur. Þetta var á laugardaginn sem Brútus Kormákur komst í öngulinn. Kolbeinn Helgi hafði verið við veiðar í fjóra tíma, og fór strax í bæinn þegar þetta kom upp. Hann hafði þá gert ágæta veiði, fengið fimm fiska – bleikjur og urriða. Fljótlega eftir að heim var komið var farið með Brútus Kormák til dýralæknis. Betra að tryggja dýrin því aðgerðir eru dýrar „Sem betur fer náði Tóta dýralæknir í Mosó að bjarga greyinu eftir að hafa kallað út 3 dýralækna og redda þessu. Hún sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta aðgerð sem hún hefur lent í á sínu ferli og erum við ákaflega þakklát fyrir að þau hafi fórnað sér í 6 tíma brútal aðgerð á sunnudagskvöldi. Miklar hetjur að bjarga einum kærum fjölskyldumeðlim,“ segir Kolbeinn Helgi en hann setti jafnframt frásögn sína inn á Fb-hópinn Veiðidellan er frábær, mönnum til áminningar. Brútus Kormákur ánægður með lífið á bakkanum. Því miður fór hann sér að voða og gleypti öngul í öllum fögnuðinum.mynd úr einkasafni. „Held það sé gott að minna fólk á að tryggja dýrin líka því þetta kostaði 500 þúsund. TM fær hrós fyrir að hringja 10 mínútum eftir að þeir fengu tölvupóst og græja þetta. Ágætt að minna á þetta því ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta getur verið stórt mál og ég hef ekki séð neina umræðu um þetta. Segir sig sjálfsagt sjálft en manni finnst einhvern veginn eðlilegt að hafa hundinn lausan á bakkanum með sér og býst ekki við því að það séu svona miklar hættur á bakkanum,“ segir Kolbeinn Helgi að endingu.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent