Sólin skín áfram glatt á stóran hluta landsins Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2020 07:18 Spákort veðurstofunnar fyrir klukkan 15 eins og það leit út í morgun. Veðurstofan Veðurstofan spáir norðvestlægri átt á bilinu 3 til 8 metrar á sekúndu og virðist sem að sólin ætli áfram að skína glatt á stóran hluta landsins. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að stöku síðdegisskúrir muni láta á sér kræla á sunnanverðu landinu ef að líkum láti, en að öðru leyti sé ekki búist við úrkomu. Hitinn verði áþekkur því sem hann var í gær, nokkuð víða 13 til 18 stig yfir daginn, en svalara við norðurströndina þar sem loftið kemur beint af hafi. „Spáin fyrir morgundaginn er síðan svipuð og spáin í dag. Áttin áfram norðvestlæg, en eilítið ákveðnari vindur, á bilinu 5-10 m/s á morgun. Þokkalega bjart á landinu svona heilt yfir, þó má búast við heldur fleiri skýjum á lofti en í dag. Áfram líkur á stöku síðdegisskúrum á sunnanverðu landinu og hámarkshiti dagsins kringum 18 stigin.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og norðvestan 5-10 m/s. Víða bjartviðri, en líkur á stöku síðdegisskúrum sunnantil á landinu. Hiti 10 til 17 stig. Á fimmtudag: Norðvestan 5-10 og bjartviðri sunnan- og vestanlands, en 8-13 og dálítil rigning um landið norðaustanvert. Hiti frá 7 stigum norðaustanlands, upp í 18 stig á Suðausturlandi. Á föstudag: Vestlæg átt 3-10 og skýjað vestanlands, en léttir til um landið austanvert síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á laugardag: Suðvestan 5-10 og súld eða dálítil rigning á Suður- og Vesturlandi, en bjart norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Austurlandi. Á sunnudag og mánudag: Suðlæg eða breytileg átt. Skýjað og lítilsháttar væta sunnan heiða, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi með stöku skúrum síðdegis. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan og austan. Veður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Sjá meira
Veðurstofan spáir norðvestlægri átt á bilinu 3 til 8 metrar á sekúndu og virðist sem að sólin ætli áfram að skína glatt á stóran hluta landsins. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að stöku síðdegisskúrir muni láta á sér kræla á sunnanverðu landinu ef að líkum láti, en að öðru leyti sé ekki búist við úrkomu. Hitinn verði áþekkur því sem hann var í gær, nokkuð víða 13 til 18 stig yfir daginn, en svalara við norðurströndina þar sem loftið kemur beint af hafi. „Spáin fyrir morgundaginn er síðan svipuð og spáin í dag. Áttin áfram norðvestlæg, en eilítið ákveðnari vindur, á bilinu 5-10 m/s á morgun. Þokkalega bjart á landinu svona heilt yfir, þó má búast við heldur fleiri skýjum á lofti en í dag. Áfram líkur á stöku síðdegisskúrum á sunnanverðu landinu og hámarkshiti dagsins kringum 18 stigin.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og norðvestan 5-10 m/s. Víða bjartviðri, en líkur á stöku síðdegisskúrum sunnantil á landinu. Hiti 10 til 17 stig. Á fimmtudag: Norðvestan 5-10 og bjartviðri sunnan- og vestanlands, en 8-13 og dálítil rigning um landið norðaustanvert. Hiti frá 7 stigum norðaustanlands, upp í 18 stig á Suðausturlandi. Á föstudag: Vestlæg átt 3-10 og skýjað vestanlands, en léttir til um landið austanvert síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á laugardag: Suðvestan 5-10 og súld eða dálítil rigning á Suður- og Vesturlandi, en bjart norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Austurlandi. Á sunnudag og mánudag: Suðlæg eða breytileg átt. Skýjað og lítilsháttar væta sunnan heiða, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi með stöku skúrum síðdegis. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan og austan.
Veður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Sjá meira