Ræður fólkið eða flokkurinn? Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 7. júlí 2020 08:00 Það ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi metnað til að einkavæða opinbera innviði. Það er heldur ekkert sérstaklega óvænt að „fordæmalausar aðstæður“ skulu vera notaðar til þess að svala þessum metnaði. Eigum við að segja að þetta sé eftir bókinni þegar kemur að flokknum. Þetta er í eðli hans. Um sístætt eðli má einnig lesa í dæmisögunni um skjaldbökuna og sporðdrekann. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð gat sporðdrekinn ekki annað en stungið skjaldbökuna þegar að bakkanum kom, eftir að hafa þegið ferð yfir sundið á baki skjaldbökunnar. Það er í eðli hans. Sýndarlýðræði bæjarstjórans Það sem er rislítið í þessu öllu er að kannast ekki við þennan metnað, já eða boða ekki þessa hugmyndafræði, í samtali við kjósendur. Í aðdraganda kosninga þykist flokkurinn standa fyrir velferð, gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð. Sem er auðvitað ekki skrítið; eftir þessu er ítrekað kallað af hálfu kjósenda. Svo. Það þarf að láta til skrarar skríða þegar meirihlutanum er náð. Eða eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði ræddi í morgunútvarpi Rásar 2, föstudaginn 2. júlí og gæti útlagst svona: við erum með meirihluta, við náum því fram sem við viljum. Þarna lýsir bæjarstjórinn þeirri sannfæringu sinni að samráð við bæjarfulltrúa hafi ekki verið nauðsynlegt í aðdraganda þess að Kvika banki var fenginn til að halda utan um einkavæðingu eignarhluta Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn var búinn að telja sig öruggan með puttunum. Samtal við bæjarbúa er óþarft, samtal við bæjarfulltrúa er óþarft – það eina sem þarf er einfaldur meirihluti til að staðfesta það sem löngu er búið að ákveða. Einhverjum gæti hér flogið í hug orðið sýndarlýðræði. Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á viðtalið. Það er merkilegt að hlusta á bæjarstjórann lýsa því einlægt og umbúðalaust þegar hún fékk óvænta hugmynd í miðju COVID – kannski væri bara sniðugt að selja. Svo var farið af stað. Einhvern veginn er þessi lýsing bæjarstjórans hin fullkomna játning á lýðræðisfúski. Bæjarstjóri er leiðtogi allra bæjarbúa Í einfaldri framsetningu er málið svona: einkavæðing eignarhlutar bæjarbúa í HS Veitum er stórpólítískt hagsmunamál allra Hafnfirðinga sem fékk enga umræðu í aðdraganda kosninga. Því hafa kjörnir fulltrúar hvorki umboð né upplýsta umræðu frá íbúum Hafnarfjarðar til að selja hlutinn. Það er þarna sem bæjarstjóri Sjálfstæðismanna misnotar lýðræðið í stað þess að virða það og virkja. Kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði er rödd fólksins í Hafnarfirði, framkvæmir vilja þess og ber fram upplýsta og vel ígrundaða framtíðarsýn kjósenda. Komi upp mál á kjörtímabilinu sem enga umræðu fékk í aðdraganda kosninga, og er eins umdeilt og fyrirhuguð einkavæðing HS Veitna, er það siðferðisleg skylda stjórnenda að spyrja bæjarbúa álits áður en ákvörðun er tekin. Sveitarfélög eru samsett af fólki – ekki stjórnmálaflokkum. Í því ljósi skal skoða þá grundvallarreglu að bæjarstjóri er ekki flokksfyrirliði sem vann innanfélagsmót. Bæjarstjóri er leiðtogi allra íbúa sveitarfélagsins. Hafnfirðingum er bent á að nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut bæjarbúa í HS Veitum. Höfundur er áhugamaður um íbúalýðræði í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Hafnarfjörður Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi metnað til að einkavæða opinbera innviði. Það er heldur ekkert sérstaklega óvænt að „fordæmalausar aðstæður“ skulu vera notaðar til þess að svala þessum metnaði. Eigum við að segja að þetta sé eftir bókinni þegar kemur að flokknum. Þetta er í eðli hans. Um sístætt eðli má einnig lesa í dæmisögunni um skjaldbökuna og sporðdrekann. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð gat sporðdrekinn ekki annað en stungið skjaldbökuna þegar að bakkanum kom, eftir að hafa þegið ferð yfir sundið á baki skjaldbökunnar. Það er í eðli hans. Sýndarlýðræði bæjarstjórans Það sem er rislítið í þessu öllu er að kannast ekki við þennan metnað, já eða boða ekki þessa hugmyndafræði, í samtali við kjósendur. Í aðdraganda kosninga þykist flokkurinn standa fyrir velferð, gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð. Sem er auðvitað ekki skrítið; eftir þessu er ítrekað kallað af hálfu kjósenda. Svo. Það þarf að láta til skrarar skríða þegar meirihlutanum er náð. Eða eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði ræddi í morgunútvarpi Rásar 2, föstudaginn 2. júlí og gæti útlagst svona: við erum með meirihluta, við náum því fram sem við viljum. Þarna lýsir bæjarstjórinn þeirri sannfæringu sinni að samráð við bæjarfulltrúa hafi ekki verið nauðsynlegt í aðdraganda þess að Kvika banki var fenginn til að halda utan um einkavæðingu eignarhluta Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn var búinn að telja sig öruggan með puttunum. Samtal við bæjarbúa er óþarft, samtal við bæjarfulltrúa er óþarft – það eina sem þarf er einfaldur meirihluti til að staðfesta það sem löngu er búið að ákveða. Einhverjum gæti hér flogið í hug orðið sýndarlýðræði. Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á viðtalið. Það er merkilegt að hlusta á bæjarstjórann lýsa því einlægt og umbúðalaust þegar hún fékk óvænta hugmynd í miðju COVID – kannski væri bara sniðugt að selja. Svo var farið af stað. Einhvern veginn er þessi lýsing bæjarstjórans hin fullkomna játning á lýðræðisfúski. Bæjarstjóri er leiðtogi allra bæjarbúa Í einfaldri framsetningu er málið svona: einkavæðing eignarhlutar bæjarbúa í HS Veitum er stórpólítískt hagsmunamál allra Hafnfirðinga sem fékk enga umræðu í aðdraganda kosninga. Því hafa kjörnir fulltrúar hvorki umboð né upplýsta umræðu frá íbúum Hafnarfjarðar til að selja hlutinn. Það er þarna sem bæjarstjóri Sjálfstæðismanna misnotar lýðræðið í stað þess að virða það og virkja. Kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði er rödd fólksins í Hafnarfirði, framkvæmir vilja þess og ber fram upplýsta og vel ígrundaða framtíðarsýn kjósenda. Komi upp mál á kjörtímabilinu sem enga umræðu fékk í aðdraganda kosninga, og er eins umdeilt og fyrirhuguð einkavæðing HS Veitna, er það siðferðisleg skylda stjórnenda að spyrja bæjarbúa álits áður en ákvörðun er tekin. Sveitarfélög eru samsett af fólki – ekki stjórnmálaflokkum. Í því ljósi skal skoða þá grundvallarreglu að bæjarstjóri er ekki flokksfyrirliði sem vann innanfélagsmót. Bæjarstjóri er leiðtogi allra íbúa sveitarfélagsins. Hafnfirðingum er bent á að nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut bæjarbúa í HS Veitum. Höfundur er áhugamaður um íbúalýðræði í Hafnarfirði.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun