Bandaríska leikkonan Kristian Alfonso hefur tilkynnt að hún sé nú hætt að leika í sápuóperunni Days of Our Lives eftir 37 ár á skjánum.
Alfonso er ein helsta stjarna þáttanna en hún birtist fyrst í hlutverki Hope Williams Brady í þáttunum árið 1983. Hope starfar sem lögregla í Salem og var lengi kvænt Bo.
Í færslu á Instagram segir Alfonso að það hafi verið mikill heiður að áhorfendur hafi boðið henni inn á heimili sitt í þessa rúmu þrjá áratugi. „Nú er hins vegar tími fyrir mig til að skrifa næsta kafla.“
Framleiðsla á þáttunum var stöðvuð í mars vegna heimsfaraldursins, en til stendur að hefja hana að nýju fyrsta dag septembermánaðar.
Alfonso segist hins vegar ekki munu snúa aftur þegar tökur á þáttunum hefjast aftur. „Ég var við tökur á mínum síðasta þætti fyrir nokkrum mánuðum,“ segir Alfonso, en þættirnir eru jafnan teknir upp vel fyrir sýningardag.
Framleiðslu á sápuóperunni Days of Our Lives hófst árið 1965.