Bandaríkin íhuga að banna TikTok Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 09:04 TikTok hefur á skömmum tíma orðið eitt vinsælasta smáforrit heims. Vísir/getty Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. Þetta staðfesti utanríkisráðherrann Mike Pompeo í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News í gærkvöldi. „Varðandi kínversk smáforrit í símum fólks, ég get fullvissað þig um það að Bandaríkin munu einnig fara rétt með þetta, Laura,“ sagði Pompeo og ávarpaði þar stjórnanda þáttarins, Lauru Ingraham. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á forsetanum [Donald Trump] en þetta er eitthvað sem við erum að skoða.“ Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.vísir/getty Þá kvað hann stjórnvöld taka málið „mjög alvarlega“ og varaði Bandaríkjamenn við því að hala appinu niður í síma sína. Það ætti fólk aðeins að gera „ef þið viljið að persónuuupplýsingar um ykkur rati í hendur kínverska kommúnistaflokksins.“ TikTok hefur orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims á skömmum tíma og státar af tæpum milljarði notenda, þar af er stór hluti Bandaríkjamenn. Móðurfyrirtæki TikTok er hið kínverska ByteDance og þykir ekki til fyrirmyndar í persónuverndar- og netöryggismálum. ByteDance hefur hins vegar neitað því staðfastlega að fyrirtækið deili persónuupplýsingum notenda með kínverskum stjórnvöldum. Þá mun TikTok fljótlega þurfa frá að hverfa í öðrum heimshornum. Forritið hættir innan skamms að vera aðgengilegt í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, sökum hertra öryggislaga sem þar var komið á að tilstuðlan kínverskra stjórnvalda. Indversk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í síðustu viku að banna ætti TikTok og önnur kínversk smáforrit þar sem þau væru „ógn við fullveldi og heilindi“ Indlands. Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Kína Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. Þetta staðfesti utanríkisráðherrann Mike Pompeo í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News í gærkvöldi. „Varðandi kínversk smáforrit í símum fólks, ég get fullvissað þig um það að Bandaríkin munu einnig fara rétt með þetta, Laura,“ sagði Pompeo og ávarpaði þar stjórnanda þáttarins, Lauru Ingraham. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á forsetanum [Donald Trump] en þetta er eitthvað sem við erum að skoða.“ Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.vísir/getty Þá kvað hann stjórnvöld taka málið „mjög alvarlega“ og varaði Bandaríkjamenn við því að hala appinu niður í síma sína. Það ætti fólk aðeins að gera „ef þið viljið að persónuuupplýsingar um ykkur rati í hendur kínverska kommúnistaflokksins.“ TikTok hefur orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims á skömmum tíma og státar af tæpum milljarði notenda, þar af er stór hluti Bandaríkjamenn. Móðurfyrirtæki TikTok er hið kínverska ByteDance og þykir ekki til fyrirmyndar í persónuverndar- og netöryggismálum. ByteDance hefur hins vegar neitað því staðfastlega að fyrirtækið deili persónuupplýsingum notenda með kínverskum stjórnvöldum. Þá mun TikTok fljótlega þurfa frá að hverfa í öðrum heimshornum. Forritið hættir innan skamms að vera aðgengilegt í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, sökum hertra öryggislaga sem þar var komið á að tilstuðlan kínverskra stjórnvalda. Indversk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í síðustu viku að banna ætti TikTok og önnur kínversk smáforrit þar sem þau væru „ógn við fullveldi og heilindi“ Indlands.
Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Kína Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira