Hugsaði „Ég er dauð, ég er dauð“ þegar kletturinn hrundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 11:00 Margrét Rósa Kristjánsdóttir forðaði sér naumlega undan grjóthruni í Esjunni um helgina. Vísir/Gulli Göngugarpurinn Margrét Rósa Kristjánsdóttir hrósar happi að vera á lífi eftir að kletturinn sem féll úr Esjunni um helgina þeyttist naumlega framhjá henni. Hún segist hafa haldið að hún væri að upplifa sín síðustu augnablik og biðlar til þeirra sem ganga á Esjuna að vera vakandi fyrir möguleikanum á því að grjót getur hrunið úr hlíðum fjallsins, yfir gönguleiðir, án mikils fyrirvara. Um helgina var greint frá því að tvær konur sem voru á göngu í Esjunni hafi forðað sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. Sú kona er Margrét sem ræddi lífsreynsluna í viðtali í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Bítið - Hélt hún myndi deyja þegar kletturinn stefndi á hana Skriðan féll á gönguleiðina sem er hægra megin, eða austar í Esjunni, austan við Þverfellshornið, frekar ofarlega ofan við Mógilsá. „Ég var að labba hana og er að byrja að fara upp hlíðina þar þegar maður heyrir drunur og sér bara klett. Upplifun mín er að þetta sé 1,50 sinnum 1,50 og þú hugsar bara guð minn góður,“ sagði Margrét Rósa. Það sem flækti stöðuna var að kletturinn kastaðist til hægri og vinstri og því erfitt að átta sig á því hvernig best væri að forðast klettinn. Margrét var því ekki viss um í hvaða átt hún ætti að fara, á meðan kletturinn stefndi í átt að henni. Þannig að hann stefnir beint á þig? „Já og ég hugsa alltaf „ég er dauð, ég er dauð“ og hvernig er að deyja við að fá svona stóran klett á sig.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var árið 2018 þegar stjórum björgum var rúllað niður af Esjunni. Svo hljóp hún af stað í von um að komast undan klettinum. „Svo hleyp ég og hleyp og svo dett ég og þá hugsa ég bara „Já, nú dey ég“. Og svo bara rétt á eftir fer kletturinn sirka tveimur metrum frá mér, framhjá mér. Mér finnst ég liggja niðri í nokkrar mínútur áður en ég reisti mig við,“ sagði Margrét. Margrét slapp þokkalega frá þessu öllu saman, nokkuð marin og krambúleruð. Hún segir að það hafi verið erfitt að labba til baka eftir þessa lífsreynslu horfandi á aðra göngugarpa vera á leiðinni upp. Þannig hafi hún stoppað alla sem komi á móti henni á niðurleiðinni til þess að vara þá við hættunni á grjóthruni. Margrét segist margsinnis hafa gengið á Esjuna en aldrei velt fyrir sér möguleikanum á grjóthruni og þeirri hættu sem getur fylgt. Biðlar hún til göngugarpa að vera með alla athygli á göngunni, þegar farið er upp á Esjuna. „Það sem ég myndi vilja er að fólk myndi velta fyrir sér að vera ekki með í eyrunum. Það eru svo margir sem eru einir á ferð með svona „headphona“. Umhverfishljóðin fara bara og ef þú þarft að vera með, vertu þá bara með í öðru eyrunu.“ Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir umhverfishljóðum enda hafi drunurnar undan klettinum varað hana við að eitthvað væri á seyði. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu og meiðslin virðist Margrét bera sig vel. „Það er náttúrulega eitthvað að minna mann á að vera þakklátur fyrir lífið.“ Reykjavík Fjallamennska Esjan Bítið Tengdar fréttir Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Göngugarpurinn Margrét Rósa Kristjánsdóttir hrósar happi að vera á lífi eftir að kletturinn sem féll úr Esjunni um helgina þeyttist naumlega framhjá henni. Hún segist hafa haldið að hún væri að upplifa sín síðustu augnablik og biðlar til þeirra sem ganga á Esjuna að vera vakandi fyrir möguleikanum á því að grjót getur hrunið úr hlíðum fjallsins, yfir gönguleiðir, án mikils fyrirvara. Um helgina var greint frá því að tvær konur sem voru á göngu í Esjunni hafi forðað sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. Sú kona er Margrét sem ræddi lífsreynsluna í viðtali í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Bítið - Hélt hún myndi deyja þegar kletturinn stefndi á hana Skriðan féll á gönguleiðina sem er hægra megin, eða austar í Esjunni, austan við Þverfellshornið, frekar ofarlega ofan við Mógilsá. „Ég var að labba hana og er að byrja að fara upp hlíðina þar þegar maður heyrir drunur og sér bara klett. Upplifun mín er að þetta sé 1,50 sinnum 1,50 og þú hugsar bara guð minn góður,“ sagði Margrét Rósa. Það sem flækti stöðuna var að kletturinn kastaðist til hægri og vinstri og því erfitt að átta sig á því hvernig best væri að forðast klettinn. Margrét var því ekki viss um í hvaða átt hún ætti að fara, á meðan kletturinn stefndi í átt að henni. Þannig að hann stefnir beint á þig? „Já og ég hugsa alltaf „ég er dauð, ég er dauð“ og hvernig er að deyja við að fá svona stóran klett á sig.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var árið 2018 þegar stjórum björgum var rúllað niður af Esjunni. Svo hljóp hún af stað í von um að komast undan klettinum. „Svo hleyp ég og hleyp og svo dett ég og þá hugsa ég bara „Já, nú dey ég“. Og svo bara rétt á eftir fer kletturinn sirka tveimur metrum frá mér, framhjá mér. Mér finnst ég liggja niðri í nokkrar mínútur áður en ég reisti mig við,“ sagði Margrét. Margrét slapp þokkalega frá þessu öllu saman, nokkuð marin og krambúleruð. Hún segir að það hafi verið erfitt að labba til baka eftir þessa lífsreynslu horfandi á aðra göngugarpa vera á leiðinni upp. Þannig hafi hún stoppað alla sem komi á móti henni á niðurleiðinni til þess að vara þá við hættunni á grjóthruni. Margrét segist margsinnis hafa gengið á Esjuna en aldrei velt fyrir sér möguleikanum á grjóthruni og þeirri hættu sem getur fylgt. Biðlar hún til göngugarpa að vera með alla athygli á göngunni, þegar farið er upp á Esjuna. „Það sem ég myndi vilja er að fólk myndi velta fyrir sér að vera ekki með í eyrunum. Það eru svo margir sem eru einir á ferð með svona „headphona“. Umhverfishljóðin fara bara og ef þú þarft að vera með, vertu þá bara með í öðru eyrunu.“ Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir umhverfishljóðum enda hafi drunurnar undan klettinum varað hana við að eitthvað væri á seyði. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu og meiðslin virðist Margrét bera sig vel. „Það er náttúrulega eitthvað að minna mann á að vera þakklátur fyrir lífið.“
Reykjavík Fjallamennska Esjan Bítið Tengdar fréttir Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28