Fjárfestir Klopp í Thiago gegn sannfæringu sinni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 13:00 Er Thiago á leið í ensku úrvalsdeildina? EPA-EFE/ANDREAS SCHAAD Það virðist sem vera Thiago Alcântara hjá þýska stórliðinu Bayern Munich sé á enda. Þessi 29 ára gamli miðjumaður vill yfirgefa herbúðir Bæjara og færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Samkvæmt Melissu Reddy hjá The Independent vill þessi magnaði miðjumaður helst ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool. Jürgen Norbert Klopp, þjálfari Liverpool, hefur verið aðdáandi Thiago síðan hann þjálfaði Borussia Dortmund. Hann telur leikmanninn búa yfir miklum gæðum og jafnvel hæfileikum sem miðjumenn hans búa ekki yfir. Það þýðir þó ekki endilega að Klopp vilji fjárfesta í leikmanninum. Thiago hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2013 en þar áður lék hann með spænska stórliðinu Barcelona. Eflaust myndi Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, ekki segja nei ef leikmaðurinn vildi koma þangað en það virðist sem miðjumaðurinn vilji leika undir stjórn Klopp í ensku úrvalsdeildinni. Thiago gæti hafa spurt Philippe Coutinho um Klopp og Liverpool.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Í raun færu kaup á Thiago – sem myndi kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda – gegn kaupstefnu Englandsmeistaranna. Félagið vill helst kaupa yngri leikmenn sem mögulega er hægt að selja aftur síðar. Það virðist taka tíma fyrir miðjumenn að átta sig á hvað Klopp vill fá frá þeim. Til að mynda byrjaði Fabinho ekki leik fyrir Liverpool fyrr en í október árið 2018 eftir að hafa gengið til liðs við félagið sama sumar. Hann er svo í dag einn af betri varnartengiliðum í heimi. Meiðslatíðni Thiago er annað sem gæti fælt Liverpool frá. Thiago hefur nær aldrei spilað heila leiktíð án þess að meiðast. Ákefðin og hraðinn í ensku úrvalsdeildinni gæti því hentað honum illa. Spánverjinn er samt langbesti miðjumaðurinn – og líklega leikmaðurinn – sem Liverpool gæti fengið á viðráðanlegu verði í sumar. Þessum mögulegu félagaskiptum hefur verið líkt við það þegar Sir Alex Ferguson keypti Robin van Persie á tombóluverði frá Arsenal. Ferguson ætlaði sér ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum það sumarið en þegar Van Persie var til sölu var svarið einfalt: Robin van Persie reyndist Manchester United mikill happafengur.EPA/PETER POWELL „Þú getur ekki sagt nei við þessum leikmanni.“ Það er spurning hvort það sama verðu upp á teningnum hjá Klopp. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Sjá meira
Það virðist sem vera Thiago Alcântara hjá þýska stórliðinu Bayern Munich sé á enda. Þessi 29 ára gamli miðjumaður vill yfirgefa herbúðir Bæjara og færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Samkvæmt Melissu Reddy hjá The Independent vill þessi magnaði miðjumaður helst ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool. Jürgen Norbert Klopp, þjálfari Liverpool, hefur verið aðdáandi Thiago síðan hann þjálfaði Borussia Dortmund. Hann telur leikmanninn búa yfir miklum gæðum og jafnvel hæfileikum sem miðjumenn hans búa ekki yfir. Það þýðir þó ekki endilega að Klopp vilji fjárfesta í leikmanninum. Thiago hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2013 en þar áður lék hann með spænska stórliðinu Barcelona. Eflaust myndi Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, ekki segja nei ef leikmaðurinn vildi koma þangað en það virðist sem miðjumaðurinn vilji leika undir stjórn Klopp í ensku úrvalsdeildinni. Thiago gæti hafa spurt Philippe Coutinho um Klopp og Liverpool.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Í raun færu kaup á Thiago – sem myndi kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda – gegn kaupstefnu Englandsmeistaranna. Félagið vill helst kaupa yngri leikmenn sem mögulega er hægt að selja aftur síðar. Það virðist taka tíma fyrir miðjumenn að átta sig á hvað Klopp vill fá frá þeim. Til að mynda byrjaði Fabinho ekki leik fyrir Liverpool fyrr en í október árið 2018 eftir að hafa gengið til liðs við félagið sama sumar. Hann er svo í dag einn af betri varnartengiliðum í heimi. Meiðslatíðni Thiago er annað sem gæti fælt Liverpool frá. Thiago hefur nær aldrei spilað heila leiktíð án þess að meiðast. Ákefðin og hraðinn í ensku úrvalsdeildinni gæti því hentað honum illa. Spánverjinn er samt langbesti miðjumaðurinn – og líklega leikmaðurinn – sem Liverpool gæti fengið á viðráðanlegu verði í sumar. Þessum mögulegu félagaskiptum hefur verið líkt við það þegar Sir Alex Ferguson keypti Robin van Persie á tombóluverði frá Arsenal. Ferguson ætlaði sér ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum það sumarið en þegar Van Persie var til sölu var svarið einfalt: Robin van Persie reyndist Manchester United mikill happafengur.EPA/PETER POWELL „Þú getur ekki sagt nei við þessum leikmanni.“ Það er spurning hvort það sama verðu upp á teningnum hjá Klopp.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Sjá meira