Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Tryggvi Páll Tryggvason og Sylvía Hall skrifa 8. júlí 2020 10:12 Sakborningarnir voru handteknir við Hvalfjarðargöng Vísir/Vilhelm Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. Sex, þar á meðal Jaroslava voru ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Fólkið, fimm karlar og Jaroslava, voru handtekin á tveimur bílum við göngin snemma dags 29. febrúar á leið þeirra frá sumarbústaði í Borgarfirði þar sem þau höfðu unnið við framleiðslu amfetamíns. Alls hljóta fjórir fjögurra ára fangelsisdóm og einn þriggja ára fangelsisdóm, auk Jaroslövu, fyrir aðild sína að málinu. Sakborningarnir þurfa að greiða 3,6 milljónir í sakarkostnað en enginn þeirra var viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningarnir, fjórir pólskir karlar og tveir íslenskir ríkisborgarar, voru grunuð um að hafa framleitt efnið alveg frá grunni. Þá voru þrír af pólsku mönnunum sakfelldir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd þar sem þeir voru grunaðir um að hafa sturtað skaðlegum efnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum bústaðinn og valdið hættu á umhverfistjóni. Lögmaður eins sakbornings staðfesti að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. Sex, þar á meðal Jaroslava voru ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Fólkið, fimm karlar og Jaroslava, voru handtekin á tveimur bílum við göngin snemma dags 29. febrúar á leið þeirra frá sumarbústaði í Borgarfirði þar sem þau höfðu unnið við framleiðslu amfetamíns. Alls hljóta fjórir fjögurra ára fangelsisdóm og einn þriggja ára fangelsisdóm, auk Jaroslövu, fyrir aðild sína að málinu. Sakborningarnir þurfa að greiða 3,6 milljónir í sakarkostnað en enginn þeirra var viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningarnir, fjórir pólskir karlar og tveir íslenskir ríkisborgarar, voru grunuð um að hafa framleitt efnið alveg frá grunni. Þá voru þrír af pólsku mönnunum sakfelldir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd þar sem þeir voru grunaðir um að hafa sturtað skaðlegum efnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum bústaðinn og valdið hættu á umhverfistjóni. Lögmaður eins sakbornings staðfesti að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira