Lýsir undrun og furðu eftir að hafa sótt um lækkun en fengið hækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 11:47 Frá Breiðamerkursandi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. Hann sótti nýverið um lækkun á tryggingarupphæð vegna kórónuveirufaraldursins, en fékk þess í stað um 25 prósent hækkun. Jón Gunnar vakti sjálfur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar sem vakið hefur töluverða athygli. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi sótt um lækkun á tryggingarupphæð til Ferðamálastofu en sem fyrr segið fengið umrædda hækkun. Hann lýsti upplifun sinni í viðtali í Bítinu í morgun. Þar vísaði hann í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. „Þeir opna á þennan möguleika að við getum sótt um lækkun á þessu. Ég stekk á það og sæki um en löng saga stutt, í staðinn fyrir að fá hækkun þá fæ ég um það bil 25 prósent hækkun sem kom mér mjög á óvart. Ég var reyndar búinn að heyra að einhverjir hafi lent í þessu en ég hugsaði með mér að þeirra rekstur væri mögulega ekki sambærilegum mínum eða þeir hefðu einhverjar aðrar forsendur en við erum að reikna okkar út frá,“ sagði Jón Gunnar. Hann hafi skilað inn áætlun fyrir tekjur ársins 2021 og reiknað með að tryggingarupphæðin yrði stillt af miðað við það. Þess í stað voru tekjuupplýsingar frá árið 2019 notaðar. „Það eru ferðir sem er búið að afgreiða öllu leyti,“ sagði Jón Gunnar. „Ég á að fara borga tryggingu miðað við það plús það sem ferðamenn eiga inni hjá mér núna sem að eru fyrirframgreiddar ferðir fyrir 2020, ferðir sem við erum búin að færa til 2021.“ Umrædd færsla.Mynd/Skjáskot Hann segist hafa skilning á því að tekið sé viðmið af því sem ferðamenn séu búnir að greiða til hans en hann telur að miðað við þunga stöðu ferðaþjónustufyrirtæki eftir algjört hrun í komu ferðamanna hingað til lands sé það undarlegt að miða við árið 2019, þegar ferðamenn komu hingað í stórum stíl. „Að það sé miðað við rekstrarárið í fyrra, í svona ástandi, það er forkastanlegt og það er fáránlegt. Það er gríðarleg íþyngjandi fyrir ferðaskrifstofur,“ sagði Jón Gunnar. Niðurstaðan er sú að tryggingarupphæðin hækkar um 25 prósent en Jón Gunnar benti á í Facebook-færslunni að Ferðamálastofa væri nú þegar með 33 prósent hærri upphæð frá fyrirtæki Jóns Gunnars en þær upphæðir sem ferðamenn eigi inni hjá honum fyrir næsta ár. „Mér finnst eins og ég hafi verið narraður til að sækja um þetta og síðan þegar umsóknin er afgreidd þá fæ ég bara þveröfuga niðurstöðu. Það er eins og þeir hafi ætlað að tryggja sig og neytendur með belti og axlaböndum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. Hann sótti nýverið um lækkun á tryggingarupphæð vegna kórónuveirufaraldursins, en fékk þess í stað um 25 prósent hækkun. Jón Gunnar vakti sjálfur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar sem vakið hefur töluverða athygli. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi sótt um lækkun á tryggingarupphæð til Ferðamálastofu en sem fyrr segið fengið umrædda hækkun. Hann lýsti upplifun sinni í viðtali í Bítinu í morgun. Þar vísaði hann í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. „Þeir opna á þennan möguleika að við getum sótt um lækkun á þessu. Ég stekk á það og sæki um en löng saga stutt, í staðinn fyrir að fá hækkun þá fæ ég um það bil 25 prósent hækkun sem kom mér mjög á óvart. Ég var reyndar búinn að heyra að einhverjir hafi lent í þessu en ég hugsaði með mér að þeirra rekstur væri mögulega ekki sambærilegum mínum eða þeir hefðu einhverjar aðrar forsendur en við erum að reikna okkar út frá,“ sagði Jón Gunnar. Hann hafi skilað inn áætlun fyrir tekjur ársins 2021 og reiknað með að tryggingarupphæðin yrði stillt af miðað við það. Þess í stað voru tekjuupplýsingar frá árið 2019 notaðar. „Það eru ferðir sem er búið að afgreiða öllu leyti,“ sagði Jón Gunnar. „Ég á að fara borga tryggingu miðað við það plús það sem ferðamenn eiga inni hjá mér núna sem að eru fyrirframgreiddar ferðir fyrir 2020, ferðir sem við erum búin að færa til 2021.“ Umrædd færsla.Mynd/Skjáskot Hann segist hafa skilning á því að tekið sé viðmið af því sem ferðamenn séu búnir að greiða til hans en hann telur að miðað við þunga stöðu ferðaþjónustufyrirtæki eftir algjört hrun í komu ferðamanna hingað til lands sé það undarlegt að miða við árið 2019, þegar ferðamenn komu hingað í stórum stíl. „Að það sé miðað við rekstrarárið í fyrra, í svona ástandi, það er forkastanlegt og það er fáránlegt. Það er gríðarleg íþyngjandi fyrir ferðaskrifstofur,“ sagði Jón Gunnar. Niðurstaðan er sú að tryggingarupphæðin hækkar um 25 prósent en Jón Gunnar benti á í Facebook-færslunni að Ferðamálastofa væri nú þegar með 33 prósent hærri upphæð frá fyrirtæki Jóns Gunnars en þær upphæðir sem ferðamenn eigi inni hjá honum fyrir næsta ár. „Mér finnst eins og ég hafi verið narraður til að sækja um þetta og síðan þegar umsóknin er afgreidd þá fæ ég bara þveröfuga niðurstöðu. Það er eins og þeir hafi ætlað að tryggja sig og neytendur með belti og axlaböndum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira