Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2020 21:29 Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, árið 2018. Hann er sakaður um ýmis konar fjármálalega spillingu. AP/Esteban Felix Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn standi nú yfir í Sviss á hvort að fjármunir sem Jóhann Karl, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, þáði frá Abdullah, þáverandi konungi Sádi-Arabíu sem nú er látinn, hafi verið mútur í tengslum við járnbrautarframkvæmdir spænsks fyrirtækis. Áður hafði Hæstiréttur Spánar hafið rannsókn á ásökununum. Jóhann Karl er sagður hafa flutt stóran hluta um 100 milljóna evra til félaga síns og telja rannsakendur það mögulega hafa verið tilraun til að fela það fyrir yfirvöldum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði ásakanirnar áhyggjuefni þegar þær voru bornar undir hann í dag. Lofaði hann lýðræðislegar stofnanir fyrir viðbrögð sín við ásökununum á hendur fyrrum konungi landsins, þar á meðal fjölmiðla, réttarkerfið og konungshöllin. Jóhann Karl hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar. Talsmaður konungshallarinnar segir að Filippus fjórði konungur, sonur Jóhanns Karls, hafi ekkert vitað um meint fjármálamisferli föður síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Hneyksli var ástæða þess að Jóhann Karl ákvað að afsala sér krúnunni fyrir sex árum. Hann naut töluverðra vinsælda eftir að hann átti þátt í að Spánn varð lýðræðisríki aftur eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975. Vinsældir konungs dvínuðu í seinni tíð, ekki síst eftir uppákomur eins og þegar myndir birtust af honum við fílaveiðar í Afríku í miðri efnahagskreppu. Dóttir hans Kristín og eiginmaður hennar voru síðar sökuð um spillingu sem setti einnig svartan blett á orðstír konungs. Spænskir konungar njóta friðhelgi fyrir saksókn en mögulegt er að Jóhann Karl, sem er 82 ára gamall, í ljósi þess að hann afsalaði sér embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Filippus konungur svipti föður sinn lífeyri frá konungsfjölskyldunni og afsalaði sér arfi eftir hann í mars vegna ásakana um að Jóhann Karl hafi átt leynilega aflandsreikninga. Spánn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn standi nú yfir í Sviss á hvort að fjármunir sem Jóhann Karl, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, þáði frá Abdullah, þáverandi konungi Sádi-Arabíu sem nú er látinn, hafi verið mútur í tengslum við járnbrautarframkvæmdir spænsks fyrirtækis. Áður hafði Hæstiréttur Spánar hafið rannsókn á ásökununum. Jóhann Karl er sagður hafa flutt stóran hluta um 100 milljóna evra til félaga síns og telja rannsakendur það mögulega hafa verið tilraun til að fela það fyrir yfirvöldum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði ásakanirnar áhyggjuefni þegar þær voru bornar undir hann í dag. Lofaði hann lýðræðislegar stofnanir fyrir viðbrögð sín við ásökununum á hendur fyrrum konungi landsins, þar á meðal fjölmiðla, réttarkerfið og konungshöllin. Jóhann Karl hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar. Talsmaður konungshallarinnar segir að Filippus fjórði konungur, sonur Jóhanns Karls, hafi ekkert vitað um meint fjármálamisferli föður síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Hneyksli var ástæða þess að Jóhann Karl ákvað að afsala sér krúnunni fyrir sex árum. Hann naut töluverðra vinsælda eftir að hann átti þátt í að Spánn varð lýðræðisríki aftur eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975. Vinsældir konungs dvínuðu í seinni tíð, ekki síst eftir uppákomur eins og þegar myndir birtust af honum við fílaveiðar í Afríku í miðri efnahagskreppu. Dóttir hans Kristín og eiginmaður hennar voru síðar sökuð um spillingu sem setti einnig svartan blett á orðstír konungs. Spænskir konungar njóta friðhelgi fyrir saksókn en mögulegt er að Jóhann Karl, sem er 82 ára gamall, í ljósi þess að hann afsalaði sér embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Filippus konungur svipti föður sinn lífeyri frá konungsfjölskyldunni og afsalaði sér arfi eftir hann í mars vegna ásakana um að Jóhann Karl hafi átt leynilega aflandsreikninga.
Spánn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira