Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 23:05 Óskar Hrafn var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn fengu á heimavelli gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. Lokatölur 3-3 á Kópavogsvelli í leik þar sem varnarmistök og umdeildir dómar reyndust dýrkeyptir. „Ég er bara hundfúll. Við horfum á þetta sem tvö stig töpuð, þetta er leikur sem við áttum að vera löngu búnir að klára og ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði súr Óskar Hrafn beint eftir leik. Óskar Hrafn segir þreytu ekki hafa spilað neinn þátt í mistökum sinna manna í kvöld. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði.“ „Þetta var bara lélegt. Einstaklingsmistök í vörn, tókum ekki færin okkar. Fengum fullt af stöðum þar sem við áttum að gera miklu betur og ég er bara hundfúll.“ „Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður vilja að það myndi duga en það dugar ekki þegar við verjumst eins og raun ber vitni. Þegar FH nær að komast í dauðafæri í hvert skipti sem þeir komast að vítateignum okkar og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Óskar varðandi hvort þrjú mörk á heimavelli eigi ekki að duga til sigurs. Óskar Hrafn var spurður út í vítið sem Blikar fengu á sig en annan leikinn í röð fær liðið á sig vítaspyrnu. „Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna það sem af er móti en mér sýndist þetta bara vera víti. Þetta var heimskulegt hjá Damir, ekkert við því að segja. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig. Hvort hann hljóp á hann eða hvað – ég er ekki búinn að sjá þetta – þá geri ég ekki athugasemd við það.“ „Auðvitað í hinum fullkomna heimi værum við með 15 stig en fyrst við gerum tvö jafntefli eigum við það ekki skilið. Ég er svo sem alveg sáttur með jafntefli á Akureyri úr því sem komið var fyrst við kláruðum ekki þann leik á fyrstu 60 mínútunum. Mér fannst við eiga meira skilið í dag.“ „Við þurfum að verjast betur. Ef við verjumst svona á móti KR munu þeir refsa okkur grimmilega, þeir eru þekktir fyrir það. Á móti KR máttu ekki gefa færi á þér en það er ljóst að við mætum í þann leik ferskir, erum að fá fimm daga hlé. Stefnan er að keyra yfir þá,“ sagði Óskar um hvað Blikar þurfa að laga til að landa sigri gegn Íslandsmeisturum KR í næstu umferð. Að lokum var Óskar spurður út í sigur Gróttu í kvöld en liðið sem Óskar stýrði úr 2. deild upp í þá efstu á aðeins tveimur árum vann fyrsta leikinn sinn í efstu deild – frá upphafi – í kvöld. „Ég ætla ekkert að draga úr því, það auðvitað gleður mig. Frábært hjá mínum gömlu lærisveinum að ná í sinn fyrsta sigur – sem var glæsilegur eftir því sem ég heyrði – og ég óska þeim innilega til hamingju. Það hjálpar mér ekkert rosalega mikið í pirringnum að hafa ekki farið með sigur af hólmi hér en ég óska þeim samt til hamingju,“ sagði Óskar að loum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn fengu á heimavelli gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. Lokatölur 3-3 á Kópavogsvelli í leik þar sem varnarmistök og umdeildir dómar reyndust dýrkeyptir. „Ég er bara hundfúll. Við horfum á þetta sem tvö stig töpuð, þetta er leikur sem við áttum að vera löngu búnir að klára og ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði súr Óskar Hrafn beint eftir leik. Óskar Hrafn segir þreytu ekki hafa spilað neinn þátt í mistökum sinna manna í kvöld. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði.“ „Þetta var bara lélegt. Einstaklingsmistök í vörn, tókum ekki færin okkar. Fengum fullt af stöðum þar sem við áttum að gera miklu betur og ég er bara hundfúll.“ „Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður vilja að það myndi duga en það dugar ekki þegar við verjumst eins og raun ber vitni. Þegar FH nær að komast í dauðafæri í hvert skipti sem þeir komast að vítateignum okkar og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Óskar varðandi hvort þrjú mörk á heimavelli eigi ekki að duga til sigurs. Óskar Hrafn var spurður út í vítið sem Blikar fengu á sig en annan leikinn í röð fær liðið á sig vítaspyrnu. „Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna það sem af er móti en mér sýndist þetta bara vera víti. Þetta var heimskulegt hjá Damir, ekkert við því að segja. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig. Hvort hann hljóp á hann eða hvað – ég er ekki búinn að sjá þetta – þá geri ég ekki athugasemd við það.“ „Auðvitað í hinum fullkomna heimi værum við með 15 stig en fyrst við gerum tvö jafntefli eigum við það ekki skilið. Ég er svo sem alveg sáttur með jafntefli á Akureyri úr því sem komið var fyrst við kláruðum ekki þann leik á fyrstu 60 mínútunum. Mér fannst við eiga meira skilið í dag.“ „Við þurfum að verjast betur. Ef við verjumst svona á móti KR munu þeir refsa okkur grimmilega, þeir eru þekktir fyrir það. Á móti KR máttu ekki gefa færi á þér en það er ljóst að við mætum í þann leik ferskir, erum að fá fimm daga hlé. Stefnan er að keyra yfir þá,“ sagði Óskar um hvað Blikar þurfa að laga til að landa sigri gegn Íslandsmeisturum KR í næstu umferð. Að lokum var Óskar spurður út í sigur Gróttu í kvöld en liðið sem Óskar stýrði úr 2. deild upp í þá efstu á aðeins tveimur árum vann fyrsta leikinn sinn í efstu deild – frá upphafi – í kvöld. „Ég ætla ekkert að draga úr því, það auðvitað gleður mig. Frábært hjá mínum gömlu lærisveinum að ná í sinn fyrsta sigur – sem var glæsilegur eftir því sem ég heyrði – og ég óska þeim innilega til hamingju. Það hjálpar mér ekkert rosalega mikið í pirringnum að hafa ekki farið með sigur af hólmi hér en ég óska þeim samt til hamingju,“ sagði Óskar að loum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30