Óli Kristjáns: Tekur tíma hjá stærðfræðingum að finna lausnina en hún er oftast góð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 07:00 Ólafur Kristjánsson hefði viljað þrjú stig úr leik FH á Kópavogsvelli í gærkvöld. Ólafur/Daniel Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var nokkuð sáttur með stig sinna manna á Kópavogsvelli í gærkvöld. Lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik en Ólafur hefði samt sem áður viljað stela stigunum þremur. Ólafur kom til Kjartans Atla Kjartanssonar og Hjörvars Hafliðasonar eftir leik og ræddi um leikinn. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik „Ég hefði viljað setja hann í restina þegar við fengum dauðafæri. Vorum að verjast prýðilega nær allan leikinn en þetta var samt sex marka leikur, mikið sótt, mikið um færi og mikið fjör. Ég er samt mjög svekktur að hafa ekki nýtt færið sem datt fyrir okkur undir lok leiks.“ Ólafur var spurður út í hvað hann hefði sagt við lið sitt í hálfleik en eftir að FH komst yfir misstu þeir smá tökin á leiknum. „Þegar maður upplifir leikinn á hliðarlínunni og er ekki búinn að sjá hann aftur þá er alltaf smá í móðu en mér fannst við ágætir fyrstu tuttugu mínútur leiksins að beina þeim í þau svæði sem þeir máttu fara í. Svo missum við pressuna inn á miðsvæðinu, þeir ná að skipta boltanum á milli kanta eins og þeir vilja gera. Við töluðum um það í hálfleik að þora að stíga upp á miðjumennina þeirra og leyfa frekar miðvörðum þeirra að bera boltann upp.“ „Hann hefur spilað mikið í vetur og staðið sig vel. Fannst við vera í brekku í Víkinni og vildi ekki setja hann inn á þá. Maður verður að velja réttu tímasetninguna til að setja unga leikmenn inn á. Hann átti ekki að vera í leikmannahópnum í dag, Pétur Viðarsson var í hóp en datt út seint í dag,“ sagði Ólafur aðspurður hvort það hefði þurft kjark til að setja hinn unga Loga Hrafn Róbertsson inn á völlinn í hálfleik. Logi Hrafn er fæddur árið 2004. „Mér finnst þetta brot,“ sagði Ólafur um fyrsta mark Blika en Oliver fór þá aðeins í bakið á Jónatani Inga, leikmanni FH. „Ég sagði við Jónatan í hálfleik að ef hann fengi aftur svona högg þá ætti hann að láta sig detta yfir boltann og taka hann með höndum.“ „Mér fannst Atli standa sig mjög vel. Bara þessi hreyfing hjá honum í aðdraganda vítaspyrnunnar sem við fáum í leiknum. Það tekur tekur stundum tíma hjá stærfræðingum að finna lausnina en þá er hún góð,“ sagði Ólafur um frammistöðu gamla brýnisins Atla Guðnasnar sem vinnur sem stærðfræðikennari á daginn. Þá hrósaði hann Þóri Jóhanni Helgasyni fyrir góða frammistöðu á miðjunni í kvöld. Ólafur spurður út í af hverju hann hefði átt jafn erfitt með að leggja Breiðablik af velli eins og raun ber vitni. „Breiðablik er með mjög gott lið. Þeir eru með frábæran framherja í Thomas Mikkelsen og frábært lið. Í fyrra og hitt í fyrra erum við sjálfir klaufar. Mögulega hef ég lært eitthvað af því. Kannski er ég eins og stærðfræðingarnir; lengi að taka við mér.“ „Þessi tími sem þú hefur venjulega fengið til að setja þau upp og drilla þau í t.d. varnarleik hefur ekki verið til staðar. Við hoppuðum inn í mótið beint eftir Covid,“ sagði Ólafur að lokum um tímabilið ár og allan þann fjölda af mörkum sem við erum að sjá í leikjum sumarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Óskar Hrafn Þorvaldsson var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn í Breiðablik fengu á heimavelli gegn FH í kvöld. 8. júlí 2020 23:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 FH tapað öllum leikjunum gegn Breiðabliki síðan Ólafur tók við Ólafi Kristjánssyni hefur ekki enn tekist að ná í stig gegn Breiðabliki í fjórum deildarleikjum síðan hann var ráðinn þjálfari FH. 8. júlí 2020 12:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var nokkuð sáttur með stig sinna manna á Kópavogsvelli í gærkvöld. Lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik en Ólafur hefði samt sem áður viljað stela stigunum þremur. Ólafur kom til Kjartans Atla Kjartanssonar og Hjörvars Hafliðasonar eftir leik og ræddi um leikinn. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik „Ég hefði viljað setja hann í restina þegar við fengum dauðafæri. Vorum að verjast prýðilega nær allan leikinn en þetta var samt sex marka leikur, mikið sótt, mikið um færi og mikið fjör. Ég er samt mjög svekktur að hafa ekki nýtt færið sem datt fyrir okkur undir lok leiks.“ Ólafur var spurður út í hvað hann hefði sagt við lið sitt í hálfleik en eftir að FH komst yfir misstu þeir smá tökin á leiknum. „Þegar maður upplifir leikinn á hliðarlínunni og er ekki búinn að sjá hann aftur þá er alltaf smá í móðu en mér fannst við ágætir fyrstu tuttugu mínútur leiksins að beina þeim í þau svæði sem þeir máttu fara í. Svo missum við pressuna inn á miðsvæðinu, þeir ná að skipta boltanum á milli kanta eins og þeir vilja gera. Við töluðum um það í hálfleik að þora að stíga upp á miðjumennina þeirra og leyfa frekar miðvörðum þeirra að bera boltann upp.“ „Hann hefur spilað mikið í vetur og staðið sig vel. Fannst við vera í brekku í Víkinni og vildi ekki setja hann inn á þá. Maður verður að velja réttu tímasetninguna til að setja unga leikmenn inn á. Hann átti ekki að vera í leikmannahópnum í dag, Pétur Viðarsson var í hóp en datt út seint í dag,“ sagði Ólafur aðspurður hvort það hefði þurft kjark til að setja hinn unga Loga Hrafn Róbertsson inn á völlinn í hálfleik. Logi Hrafn er fæddur árið 2004. „Mér finnst þetta brot,“ sagði Ólafur um fyrsta mark Blika en Oliver fór þá aðeins í bakið á Jónatani Inga, leikmanni FH. „Ég sagði við Jónatan í hálfleik að ef hann fengi aftur svona högg þá ætti hann að láta sig detta yfir boltann og taka hann með höndum.“ „Mér fannst Atli standa sig mjög vel. Bara þessi hreyfing hjá honum í aðdraganda vítaspyrnunnar sem við fáum í leiknum. Það tekur tekur stundum tíma hjá stærfræðingum að finna lausnina en þá er hún góð,“ sagði Ólafur um frammistöðu gamla brýnisins Atla Guðnasnar sem vinnur sem stærðfræðikennari á daginn. Þá hrósaði hann Þóri Jóhanni Helgasyni fyrir góða frammistöðu á miðjunni í kvöld. Ólafur spurður út í af hverju hann hefði átt jafn erfitt með að leggja Breiðablik af velli eins og raun ber vitni. „Breiðablik er með mjög gott lið. Þeir eru með frábæran framherja í Thomas Mikkelsen og frábært lið. Í fyrra og hitt í fyrra erum við sjálfir klaufar. Mögulega hef ég lært eitthvað af því. Kannski er ég eins og stærðfræðingarnir; lengi að taka við mér.“ „Þessi tími sem þú hefur venjulega fengið til að setja þau upp og drilla þau í t.d. varnarleik hefur ekki verið til staðar. Við hoppuðum inn í mótið beint eftir Covid,“ sagði Ólafur að lokum um tímabilið ár og allan þann fjölda af mörkum sem við erum að sjá í leikjum sumarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Óskar Hrafn Þorvaldsson var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn í Breiðablik fengu á heimavelli gegn FH í kvöld. 8. júlí 2020 23:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 FH tapað öllum leikjunum gegn Breiðabliki síðan Ólafur tók við Ólafi Kristjánssyni hefur ekki enn tekist að ná í stig gegn Breiðabliki í fjórum deildarleikjum síðan hann var ráðinn þjálfari FH. 8. júlí 2020 12:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Óskar Hrafn Þorvaldsson var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn í Breiðablik fengu á heimavelli gegn FH í kvöld. 8. júlí 2020 23:05
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30
FH tapað öllum leikjunum gegn Breiðabliki síðan Ólafur tók við Ólafi Kristjánssyni hefur ekki enn tekist að ná í stig gegn Breiðabliki í fjórum deildarleikjum síðan hann var ráðinn þjálfari FH. 8. júlí 2020 12:30