Icelandair flytur strandaglópa milli Bandaríkjanna og Armeníu Andri Eysteinsson skrifar 9. júlí 2020 12:56 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. Á annað þúsund armenskra og bandarískra ríkisborgara hafa verið strandaglópar vegna Covid-19 faraldursins en hefur nú verið veitt heimild til þess að fólkið komist heim. Verkefnið er unnið í samvinnu við armensk stjórnvöld, flutningafyrirtækið Cross Line og kjörræðismann Íslands í Armeníu. Mikill fjöldi Bandaríkjamanna af armenskum uppruna búa í og við Los Angeles í Kalíforníu en farþegafjöldinn sem Icelandair mun flytja er á annað þúsund. Boeing 767 vélar Icelandair verða nýttar í verkefninu en þær taka 260 farþega. Fyrsta flug fer frá LAX flugvellinum í Los Angeles 11. júlí og fyrsta flug frá Jerevan fer 13. júlí. „Þessi flug eru kærkomin viðbót við fragtflug frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku sem Icelandair Group hefur sinnt á undanförnum vikum. Verkefni sem þessi færa félaginu auknar tekjur og skapa störf fyrir starfsfólk þar sem undirbúningur og skipulag fer fram hér á landi. Þetta er gott dæmi um þann sveigjanleika sem Icelandair Group og dótturfélög þess búa yfir til að taka að sér verkefni sem þessi með skömmum fyrirvara.“ Segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group. Á milli 9-12 manns verða í hverri áhöfn í samræmi við núverandi verklagsreglur Icelandair. 2-3 flugmenn, sex flugfreyjur og einn flugvirki. Icelandair Armenía Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. Á annað þúsund armenskra og bandarískra ríkisborgara hafa verið strandaglópar vegna Covid-19 faraldursins en hefur nú verið veitt heimild til þess að fólkið komist heim. Verkefnið er unnið í samvinnu við armensk stjórnvöld, flutningafyrirtækið Cross Line og kjörræðismann Íslands í Armeníu. Mikill fjöldi Bandaríkjamanna af armenskum uppruna búa í og við Los Angeles í Kalíforníu en farþegafjöldinn sem Icelandair mun flytja er á annað þúsund. Boeing 767 vélar Icelandair verða nýttar í verkefninu en þær taka 260 farþega. Fyrsta flug fer frá LAX flugvellinum í Los Angeles 11. júlí og fyrsta flug frá Jerevan fer 13. júlí. „Þessi flug eru kærkomin viðbót við fragtflug frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku sem Icelandair Group hefur sinnt á undanförnum vikum. Verkefni sem þessi færa félaginu auknar tekjur og skapa störf fyrir starfsfólk þar sem undirbúningur og skipulag fer fram hér á landi. Þetta er gott dæmi um þann sveigjanleika sem Icelandair Group og dótturfélög þess búa yfir til að taka að sér verkefni sem þessi með skömmum fyrirvara.“ Segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group. Á milli 9-12 manns verða í hverri áhöfn í samræmi við núverandi verklagsreglur Icelandair. 2-3 flugmenn, sex flugfreyjur og einn flugvirki.
Icelandair Armenía Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira