Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 18:52 Mótmælandi með kröfuspjald sem á stendur „Fylgið peningaslóðinni“ fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í dag. Rétturinn hafnaði fullyrðingum lögmanna Trump um að forseti njóti víðtækrar friðhelgi fyrir nokkurs konar rannsóknum eða saksóknum. AP/Andrew Harnik Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. Þrátt fyrir að rétturinn hafnaði lagarökum forsetans um að hann nyti algerrar friðhelgi fyrir rannsókn er ósennilegt að skattskýrslurnar verði opinberar í bráð. Saksóknarar í New York og þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem demókratar stýra hafa krafist þess að fá aðgang að skattskýrslum og fjármálaupplýsingum um Trump í tengslum við rannsóknir á þeirra vegum. Trump hefur staðfastlega neitað að afhenda skýrslurnar en hann er fyrsti bandaríski forsetinn frá Richard Nixon sem hefur neitað að opinbera fjármál sín. Lögmenn Trump hafa fullyrt fyrir dómstólum að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir rannsóknum á meðan hann er í embætti. Allir dómararnir níu höfnuðu þeim málatilbúnaði. Sú niðurstaða er talin hafa mikla þýðingu fyrir túlkun á valdheimildum bandarískra forseta. „Enginn borgari, ekki einu sinni forsetinn, er algerlega yfir þá almennu skyldu hafinn að afhenda sönnunargögn þegar þess er krafist í sakamálarannsókn,“ skrifaði John Roberts, forseti Hæstaréttar í dómsorðinu sem sjö dómarar skrifuðu undir. Tveir af fimm íhaldssömu dómurum réttarins skiluðu séráliti og vildu dæma forsetanum í vil. Dómurinn þýðir þó ekki að Trump þurfi að afhenda skattskýrslur sínar, að minnsta kosti ekki strax. Krafa saksóknara um skattskýrslurnar gætu velkst um fyrir dómstólum lengi enn, vel fram yfir kosningarnar sem fara fram í haust. Þrátt fyrir það fóru dómar hæstaréttar öfugir ofan í Trump sem lýsti gremju sinni á samfélagsmiðlinum Twitter með ásökunum um „pólitískar nornaveiðar“. Sagði hann dómana „óréttláta“ gagnvart sér og ríkisstjórninni. „Dómstólar hafa í gegnum tíðina sýnt „víðtæka virðingu“. EN EKKI MÉR!“ tísti bandaríski forsetinn og virtist þar vísa til þess að dómstólar hafi almennt talið að forseti hafi víðtækar valdheimildir. Courts in the past have given broad deference . BUT NOT ME!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2020 Deilur um stefnu gætu tekið fleiri mánuði Í tilfelli rannsóknar saksóknaranna í New York komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu rétt á að stefna forsetanum um gögnin. Trump getur aftur á móti reynt að hnekkja slíkri stefnu með öðrum lagarökum fyrir neðra dómstigi. Cyrus R. Vance yngri, svæðissaksóknari á Manhattan, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að hún væri gríðarlegur sigur fyrir réttarkerfið og þá grundvallarreglu að enginn væri yfir lög hafinn, þar á meðal forsetinn. „Rannsókn okkar, sem tafðist um næstum því ár vegna þessara málaferla, heldur áfram og stýrist eins og ávallt af alvarlegri skyldu ákærudómstóls að fylgja lögum og staðreyndum sama hvert þær leiða,“ sagði Vance yngri í yfirlýsingu. Rannsóknin í New York beinist að því hvort að fyrirtæki Trump hafi falsað fjármálagögn til að hylma yfir þagnargreiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Jay Sekulow, lögmaður Trump forseta, var einnig ánægður með niðurstöðuna þar sem hún kemur tímabundið í veg fyrir að saksóknararnir í New York og Bandaríkjaþing komist yfir skattskýrslur forsetans. „Við munum nú leggja fram frekari stjórnskipunar- og lagaleg rök fyrir lægri dómstólum,“ sagði Sekulow í yfirlýsingu. New York Times segir að málaferli um stefnu saksóknaranna gætu tekið fleiri mánuði eða jafnvel lengur. Fái saksóknararnir göngin í hendur yrðu þau lögð fyrir ákærukviðdóm sem tekur afstöðu til þess hvort tilefni sé til að gefa út ákæru. Leynd ríkir yfir málum fyrir ákærukviðdómi og yrðu fjármálaupplýsingar Trump ekki gerðar opinberar. Í kosningabaráttunni árið 2016 sagðist Trump ekki geta opinberað skattskýrslur sínar vegna þess að skattayfirvöld væru með þær til endurskoðunar þrátt fyrir að skattstofa Bandaríkjanna segði það enga fyrirstöðu. Sem forseti hefur hann barist gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjaþing og saksóknarar fái aðgang að fjármálaupplýsingum um sig.AP/Alex Brandon Þingið þarf að þrengja kröfu sína um gögnin Í máli Bandaríkjaþings staðfestu dómararnir að það hefði víðtækar rannsóknarheimildir en þó ekki takmarkalausar. Kröfur þess um persónuupplýsingar forsetans þyrftu að vera markvissari. Lögðu dómararnir til fjögur skilyrði sem slíkar kröfur þyrftu að uppfylla. Að öðrum kosti gæti þingið sóst eftir öllum mögulegum gögnum um forseta. Þrjár nefndir þingsins sem krefjast skattskýrslnanna frá Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, og fjármálaupplýsinga um forsetann og fjölskyldu hans frá Deutsche bank og Capital One segjast þurfa á þeim halda við mat á því hvort að breyta þurfi reglum um hagsmunaárekstra forseta. Trump hefur verið sakaður um fjölda hagsmunaárekstra í embætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja hans við erlend ríki. Hæstaréttardómararnir vísuðu málinu til neðra dómstigs með þeim orðum að huga þyrfti jafnvægi á milli framkvæmdavaldsins og þingsins. Hörmuðu dómararnir að áður fyrr hafi þessar ólíkur greinar ríkisvaldsins verið færar um að greiða úr ágreiningi af þessu tagi upp á eigin spýtur, að því er segir í frétt Washington Post. Utan seilingar laganna fram yfir kosningar Demókratar á Bandaríkjaþingi lýstu dómnum sem sigri sem sé dýru verði keyptur. „Þó að fullyrðing hans um að hann sé yfir lögin hafinn hafi verið sigruð er Trump nú utan seilingar laganna fram yfir nóvember. Hann getur kannski ekki hlaupist undan lögunum en hann honum er að takast að hlaupa undan klukkunni,“ sagði Lloyd Dogget, einn þingmanna demókrata í tekjuöflunarnefnd fulltrúadeildarinnar. Athygli vakti að hæstaréttardómararnir sem Trump hefur skipað í embætti, þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh, tóku báðir undir álit meirihlutans í málunum tveimur. Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. Þrátt fyrir að rétturinn hafnaði lagarökum forsetans um að hann nyti algerrar friðhelgi fyrir rannsókn er ósennilegt að skattskýrslurnar verði opinberar í bráð. Saksóknarar í New York og þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem demókratar stýra hafa krafist þess að fá aðgang að skattskýrslum og fjármálaupplýsingum um Trump í tengslum við rannsóknir á þeirra vegum. Trump hefur staðfastlega neitað að afhenda skýrslurnar en hann er fyrsti bandaríski forsetinn frá Richard Nixon sem hefur neitað að opinbera fjármál sín. Lögmenn Trump hafa fullyrt fyrir dómstólum að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir rannsóknum á meðan hann er í embætti. Allir dómararnir níu höfnuðu þeim málatilbúnaði. Sú niðurstaða er talin hafa mikla þýðingu fyrir túlkun á valdheimildum bandarískra forseta. „Enginn borgari, ekki einu sinni forsetinn, er algerlega yfir þá almennu skyldu hafinn að afhenda sönnunargögn þegar þess er krafist í sakamálarannsókn,“ skrifaði John Roberts, forseti Hæstaréttar í dómsorðinu sem sjö dómarar skrifuðu undir. Tveir af fimm íhaldssömu dómurum réttarins skiluðu séráliti og vildu dæma forsetanum í vil. Dómurinn þýðir þó ekki að Trump þurfi að afhenda skattskýrslur sínar, að minnsta kosti ekki strax. Krafa saksóknara um skattskýrslurnar gætu velkst um fyrir dómstólum lengi enn, vel fram yfir kosningarnar sem fara fram í haust. Þrátt fyrir það fóru dómar hæstaréttar öfugir ofan í Trump sem lýsti gremju sinni á samfélagsmiðlinum Twitter með ásökunum um „pólitískar nornaveiðar“. Sagði hann dómana „óréttláta“ gagnvart sér og ríkisstjórninni. „Dómstólar hafa í gegnum tíðina sýnt „víðtæka virðingu“. EN EKKI MÉR!“ tísti bandaríski forsetinn og virtist þar vísa til þess að dómstólar hafi almennt talið að forseti hafi víðtækar valdheimildir. Courts in the past have given broad deference . BUT NOT ME!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2020 Deilur um stefnu gætu tekið fleiri mánuði Í tilfelli rannsóknar saksóknaranna í New York komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu rétt á að stefna forsetanum um gögnin. Trump getur aftur á móti reynt að hnekkja slíkri stefnu með öðrum lagarökum fyrir neðra dómstigi. Cyrus R. Vance yngri, svæðissaksóknari á Manhattan, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að hún væri gríðarlegur sigur fyrir réttarkerfið og þá grundvallarreglu að enginn væri yfir lög hafinn, þar á meðal forsetinn. „Rannsókn okkar, sem tafðist um næstum því ár vegna þessara málaferla, heldur áfram og stýrist eins og ávallt af alvarlegri skyldu ákærudómstóls að fylgja lögum og staðreyndum sama hvert þær leiða,“ sagði Vance yngri í yfirlýsingu. Rannsóknin í New York beinist að því hvort að fyrirtæki Trump hafi falsað fjármálagögn til að hylma yfir þagnargreiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Jay Sekulow, lögmaður Trump forseta, var einnig ánægður með niðurstöðuna þar sem hún kemur tímabundið í veg fyrir að saksóknararnir í New York og Bandaríkjaþing komist yfir skattskýrslur forsetans. „Við munum nú leggja fram frekari stjórnskipunar- og lagaleg rök fyrir lægri dómstólum,“ sagði Sekulow í yfirlýsingu. New York Times segir að málaferli um stefnu saksóknaranna gætu tekið fleiri mánuði eða jafnvel lengur. Fái saksóknararnir göngin í hendur yrðu þau lögð fyrir ákærukviðdóm sem tekur afstöðu til þess hvort tilefni sé til að gefa út ákæru. Leynd ríkir yfir málum fyrir ákærukviðdómi og yrðu fjármálaupplýsingar Trump ekki gerðar opinberar. Í kosningabaráttunni árið 2016 sagðist Trump ekki geta opinberað skattskýrslur sínar vegna þess að skattayfirvöld væru með þær til endurskoðunar þrátt fyrir að skattstofa Bandaríkjanna segði það enga fyrirstöðu. Sem forseti hefur hann barist gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjaþing og saksóknarar fái aðgang að fjármálaupplýsingum um sig.AP/Alex Brandon Þingið þarf að þrengja kröfu sína um gögnin Í máli Bandaríkjaþings staðfestu dómararnir að það hefði víðtækar rannsóknarheimildir en þó ekki takmarkalausar. Kröfur þess um persónuupplýsingar forsetans þyrftu að vera markvissari. Lögðu dómararnir til fjögur skilyrði sem slíkar kröfur þyrftu að uppfylla. Að öðrum kosti gæti þingið sóst eftir öllum mögulegum gögnum um forseta. Þrjár nefndir þingsins sem krefjast skattskýrslnanna frá Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, og fjármálaupplýsinga um forsetann og fjölskyldu hans frá Deutsche bank og Capital One segjast þurfa á þeim halda við mat á því hvort að breyta þurfi reglum um hagsmunaárekstra forseta. Trump hefur verið sakaður um fjölda hagsmunaárekstra í embætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja hans við erlend ríki. Hæstaréttardómararnir vísuðu málinu til neðra dómstigs með þeim orðum að huga þyrfti jafnvægi á milli framkvæmdavaldsins og þingsins. Hörmuðu dómararnir að áður fyrr hafi þessar ólíkur greinar ríkisvaldsins verið færar um að greiða úr ágreiningi af þessu tagi upp á eigin spýtur, að því er segir í frétt Washington Post. Utan seilingar laganna fram yfir kosningar Demókratar á Bandaríkjaþingi lýstu dómnum sem sigri sem sé dýru verði keyptur. „Þó að fullyrðing hans um að hann sé yfir lögin hafinn hafi verið sigruð er Trump nú utan seilingar laganna fram yfir nóvember. Hann getur kannski ekki hlaupist undan lögunum en hann honum er að takast að hlaupa undan klukkunni,“ sagði Lloyd Dogget, einn þingmanna demókrata í tekjuöflunarnefnd fulltrúadeildarinnar. Athygli vakti að hæstaréttardómararnir sem Trump hefur skipað í embætti, þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh, tóku báðir undir álit meirihlutans í málunum tveimur.
Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira