Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. júlí 2020 13:30 Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru í settinu ásamt stjórnandanum Helenu Ólafsdóttur í gær. vísir/s2s Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. Í fyrri hálfleik vildi FH fá víti er Birta Georgsdóttir féll í teignum eftir baráttu við markvörð Þróttar, Friðriku Arnardóttur, um boltann. Mist fannst í fyrstu að um víti væri að ræða en skipti fljótt um skoðun eftir að hafa séð atvikið aftur. „Þetta leit þannig út á vellinum og ég bar þetta undir fróðari menn því mér fannst erfitt að meta þetta. Ég er á því að þetta hafi verið rétt hjá dómaranum að dæma ekki víti en það er ofboðslega erfitt að sjá það. Ég hefði ekki verið hissa ef það hefði verið dæmt víti,“ sagði Mist. Klippa: FH vill víti en fær rautt Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var allt annað en sáttur og fékk að líta gula spjaldið. Hann lét ekki segjast og fékk annað gult spjald stuttu síðar og þar með rautt. „Ég er mest hissa á viðbrögðum Guðna. Hann eðlilega verður reiður og fær aðvörun. Í staðinn fyrir að bakka og róa sig, hann er búinn að fá að pústa, þá heldur hann áfram og fær rautt. Þú ert höfuð liðsins og eftir höfðinu dansa limirnir sagði einhver. Mér finnst þú þurfir að sýna betra fordæmi.“ Markahrókurinn fyrrverandi, Kristín Ýr, er á því að þetta hafi verið víti. „Mér finnst þetta vera víti,“ sagði Kristín Ýr. „Hún snertir boltann en að blaka honum í burtu er full vel í lagt. Mér finnst reglan asnaleg. Ég talaði líka við mér vitrandi menn. Ég veit að reglan er þannig að hún er með hönd á boltanum en mér finnst það galið, því hún er augljóslega að ræna hana marktækifæri.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Víti? Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Tengdar fréttir Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00 Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. Í fyrri hálfleik vildi FH fá víti er Birta Georgsdóttir féll í teignum eftir baráttu við markvörð Þróttar, Friðriku Arnardóttur, um boltann. Mist fannst í fyrstu að um víti væri að ræða en skipti fljótt um skoðun eftir að hafa séð atvikið aftur. „Þetta leit þannig út á vellinum og ég bar þetta undir fróðari menn því mér fannst erfitt að meta þetta. Ég er á því að þetta hafi verið rétt hjá dómaranum að dæma ekki víti en það er ofboðslega erfitt að sjá það. Ég hefði ekki verið hissa ef það hefði verið dæmt víti,“ sagði Mist. Klippa: FH vill víti en fær rautt Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var allt annað en sáttur og fékk að líta gula spjaldið. Hann lét ekki segjast og fékk annað gult spjald stuttu síðar og þar með rautt. „Ég er mest hissa á viðbrögðum Guðna. Hann eðlilega verður reiður og fær aðvörun. Í staðinn fyrir að bakka og róa sig, hann er búinn að fá að pústa, þá heldur hann áfram og fær rautt. Þú ert höfuð liðsins og eftir höfðinu dansa limirnir sagði einhver. Mér finnst þú þurfir að sýna betra fordæmi.“ Markahrókurinn fyrrverandi, Kristín Ýr, er á því að þetta hafi verið víti. „Mér finnst þetta vera víti,“ sagði Kristín Ýr. „Hún snertir boltann en að blaka honum í burtu er full vel í lagt. Mér finnst reglan asnaleg. Ég talaði líka við mér vitrandi menn. Ég veit að reglan er þannig að hún er með hönd á boltanum en mér finnst það galið, því hún er augljóslega að ræna hana marktækifæri.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Víti?
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Tengdar fréttir Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00 Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00
Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50