Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2020 18:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Eitt helsta þrætueplið á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí var frumvarp Pírata um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Það var endingu fellt, þó svo að margir stjórnarþingmenn hafi sagst styðja markmið frumvarpsins. Ein þeirra var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem sagði í ræðu sinni á þingfundinum að hún hygðist vinna í afglæpunarátt innan síns ráðuneytis. Aðspurð hvort hún muni því leggja fram frumvarp í haust, í ljósi þess að þá hefst síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, segir dómsmálaráðherra að það myndi falla í skaut heilbrigðisráðherra því Svandís Svavarsdóttir fari með fíkniefnalög. „Það er þó auðvitað margt sem snýr að mínu ráðuneyti og ég mun henda mér í það og hef átt það samtal við heilbrigðisráðherra, að við vinnum að þessu frumvarpi saman,“ segir Áslaug. Ekki þorað að hringja á aðstoð Hún telur sig og heilbrigðisráðherra á sömu blaðsíðu í þessum efnum. „Já, ég held að það þurfi að líta til ýmissa þátta til þess að fara þessa leið. Það er mikilvægt að horfa á þetta sem heilbrigðisvandamál en það þarf líka að horfa til þess hvar vandamálið er í raun,“ segir Áslaug. Vísar hún þar t.a.m. til þess að fólk hafi veigrað sér við að hringja eftir aðstoð lögreglu þegar fíkniefni eru höfð við hönd og einhver missir meðvitund. „Það þarf að sjá til þess að fólk geti gert það með öruggum hætti," segir Áslaug. En fyrst það virðist vera samhljómur um að stefna að afglæpun neysluskammta, hvers vegna þá ekki að samþykkja frumvarpið sem Píratar lögðu fram? Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ segir dómsmálaráðherra. Heilbrigðismál Félagsmál Lögreglumál Fíkn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Eitt helsta þrætueplið á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí var frumvarp Pírata um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Það var endingu fellt, þó svo að margir stjórnarþingmenn hafi sagst styðja markmið frumvarpsins. Ein þeirra var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem sagði í ræðu sinni á þingfundinum að hún hygðist vinna í afglæpunarátt innan síns ráðuneytis. Aðspurð hvort hún muni því leggja fram frumvarp í haust, í ljósi þess að þá hefst síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, segir dómsmálaráðherra að það myndi falla í skaut heilbrigðisráðherra því Svandís Svavarsdóttir fari með fíkniefnalög. „Það er þó auðvitað margt sem snýr að mínu ráðuneyti og ég mun henda mér í það og hef átt það samtal við heilbrigðisráðherra, að við vinnum að þessu frumvarpi saman,“ segir Áslaug. Ekki þorað að hringja á aðstoð Hún telur sig og heilbrigðisráðherra á sömu blaðsíðu í þessum efnum. „Já, ég held að það þurfi að líta til ýmissa þátta til þess að fara þessa leið. Það er mikilvægt að horfa á þetta sem heilbrigðisvandamál en það þarf líka að horfa til þess hvar vandamálið er í raun,“ segir Áslaug. Vísar hún þar t.a.m. til þess að fólk hafi veigrað sér við að hringja eftir aðstoð lögreglu þegar fíkniefni eru höfð við hönd og einhver missir meðvitund. „Það þarf að sjá til þess að fólk geti gert það með öruggum hætti," segir Áslaug. En fyrst það virðist vera samhljómur um að stefna að afglæpun neysluskammta, hvers vegna þá ekki að samþykkja frumvarpið sem Píratar lögðu fram? Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ segir dómsmálaráðherra.
Heilbrigðismál Félagsmál Lögreglumál Fíkn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira