Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2020 19:20 Guðlaug Edda segir þetta nýjan veruleika fyrir afreksíþróttafólk hér á landi. Mynd/Stöð 2 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautakona, ræddi nýjan raunveruleika afreksíþrótta-fólks sem þarf nú að vera virkt á samfélagsmiðlum til að fá styrki og fjárhagslega aðstoð frá fyrirtækjum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Guðlaugu Eddu fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Innslagið í heild sinni má sjá hér neðan. Klippa: Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Fyrr í þessum mánuði birti móðir hennar færslu á Facebook-síðu sinni sem ætluð vinum og ættingjum Guðlaugar þar sem hún biðlar til þeirra að fylgja dóttur sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Færslan vakti mikla athygli en hún snýr að því að fyrirtæki hafi neitað Guðlaugu um styrki þar sem hún er ekki nægilega „vinsæl“ á Instagram. „Ég var sem sagt búin að fá skilaboð frá sumum fyrirtækjum að það væri ekki hægt að styrkja mig eða veita mér aðstoð því ég væri ekki með nægilega marga fylgjendur á Instagram,“ sagði Guðlaug Edda við Júlíönu Þóru er þær ræddu saman í dag. „Okkur brá ekkert smá mikið yfir viðbrögðunum sem þessi póstur fékk. Þessu var deilt út um allt og fór mun lengra en við ætluðum,“ sagði Guðlaug sem er kominn með þrjú þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Guðlaug Edda er einu sæti frá Ólympíusæti eins og staðan er í dag en engar fleiri keppnir verða fyrir Ólympíuleikana. Hún segir það tímafrekt að þurfa að sinna samfélagsmiðlum. „Bara vegna þess að við erum að einbeita okkur svo mikið að æfingum. Það skiptir svo miklu máli að allt sé fullkomið fyrir æfingar og keppnir svo maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera taka myndir og deila. Maður reynir að gera eins mikið og maður getur en það er aðallega í kringum keppnir og undirbúning.“ „Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna og við afreksíþróttafólk þurfum að reyna að aðlagast því á einhvern hátt. Þurfum að reyna átta okkur á hvernig við getum gefið til baka til fólks þrátt fyrir að það sé ekki endilega sem Instagram-stjörnur heldur meira sem fyrirmyndir,“ sagði Guðlaug Edda að lokum. Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautakona, ræddi nýjan raunveruleika afreksíþrótta-fólks sem þarf nú að vera virkt á samfélagsmiðlum til að fá styrki og fjárhagslega aðstoð frá fyrirtækjum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Guðlaugu Eddu fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Innslagið í heild sinni má sjá hér neðan. Klippa: Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Fyrr í þessum mánuði birti móðir hennar færslu á Facebook-síðu sinni sem ætluð vinum og ættingjum Guðlaugar þar sem hún biðlar til þeirra að fylgja dóttur sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Færslan vakti mikla athygli en hún snýr að því að fyrirtæki hafi neitað Guðlaugu um styrki þar sem hún er ekki nægilega „vinsæl“ á Instagram. „Ég var sem sagt búin að fá skilaboð frá sumum fyrirtækjum að það væri ekki hægt að styrkja mig eða veita mér aðstoð því ég væri ekki með nægilega marga fylgjendur á Instagram,“ sagði Guðlaug Edda við Júlíönu Þóru er þær ræddu saman í dag. „Okkur brá ekkert smá mikið yfir viðbrögðunum sem þessi póstur fékk. Þessu var deilt út um allt og fór mun lengra en við ætluðum,“ sagði Guðlaug sem er kominn með þrjú þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Guðlaug Edda er einu sæti frá Ólympíusæti eins og staðan er í dag en engar fleiri keppnir verða fyrir Ólympíuleikana. Hún segir það tímafrekt að þurfa að sinna samfélagsmiðlum. „Bara vegna þess að við erum að einbeita okkur svo mikið að æfingum. Það skiptir svo miklu máli að allt sé fullkomið fyrir æfingar og keppnir svo maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera taka myndir og deila. Maður reynir að gera eins mikið og maður getur en það er aðallega í kringum keppnir og undirbúning.“ „Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna og við afreksíþróttafólk þurfum að reyna að aðlagast því á einhvern hátt. Þurfum að reyna átta okkur á hvernig við getum gefið til baka til fólks þrátt fyrir að það sé ekki endilega sem Instagram-stjörnur heldur meira sem fyrirmyndir,“ sagði Guðlaug Edda að lokum.
Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira