Jóhannes Karl: Davíð Þór vanvirðir liðin í deildinni Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2020 20:05 Jóhannes Karl var ánægður með mörkin fjögur en sendi sérfræðingi Stöðvar 2 Sport tóninn. Vísir/Bára Fyrsta leiknum í 6. umferð Pepsi Max deildar karla lauk með stórsigri ÍA á Gróttu á Seltjarnarnesi. Lokatölur 4-0 fyrir Skagamönnum en Seltirningar höfðu átt góðu gengi að fagna fyrir leik og náð í sín fyrstu stig í deildinni. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var eðlilega sáttur með frammistöðu sinna manna en hann sendi Davíði Þór Viðarssyni - sérfræðingi Pepsi Max Stúkunnar - pillur í viðtali að leik loknum. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leik dagsins af miklum krafti og komust yfir strax eftir þriggja mínútna leik og fylgdu því eftir með þremur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleik. Gerðu þeir svo gott sem út um leikinn á þeim kafla. „Við vissum alveg að þetta yrði ekkert auðvelt hérna þannig við gáfum vel í í byrjun leiks, pressuðum hátt á vellinum og þvinguðum þá í mistök. Við sköpuðum okkur færi sem endaði með góðu marki snemma leiks og við fylgdum því vel eftir. Við fengum alveg færin í að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik,” sagði Jóhannes Karl hæstánægður eftir leik og hélt áfram. „Ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig. Þá sérstaklega að þú óskaðir eftir að við myndum halda hreinu fyrir leik sem við gerðum á móti mjög vel spilandi Gróttu liði sem er með marga góða leikmenn og það gladdi mig mikið,” sagði Jóhannes Karl og glotti en undirritaður hafði óskað eftir því að Skagamenn myndu halda hreinu í viðtali fyrir leik. Gísli Laxdal og Brynjar Snær komu inn í byrjunarlið Skagans í dag. Jói Kalli var ánægður með hversu vel þeir stigu upp. ÍA á marga unga leikmenn sem vel er hægt að nota í liðinu þegar meiðsli herja á hópinn og bætti hann við að strákarnir sem komu inná í leiknum eiga líka hrós skilið fyrir sitt framlag. Það hefur verið leikið þétt í deildinni til þessa og síðari hálfleikurinn talsvert rólegri en sá fyrri. „Þetta er búið að vera ágætis álag í mótinu og áttum við ágætis möguleika á að spara okkur í seinni hálfleiknum. Það er ekkert leyndarmál að Marcus Johansson er ekki kominn í sitt besta stand og fleiri leikmenn sem eru ekki komnir í 100% form þannig við drápum leikinn. Maður hefði samt alltaf viljað ógna marki Gróttu meira í þeim seinni. Núna er vika á milli leikja og ættum við þá að hafa alla leikmenn klára í næsta leik á móti Víking Reykjavík.” ÍA er komið í 2. sæti deildarinnar - um stundarsakir - og var Jói Kalli spurður um framhaldið. „Ég er virkilega ánægður með hvað það er mikil framför í hlutunum hjá okkur þó ég hefði viljað vinna síðasta leik en við unnum leikinn í dag. Þetta blasir vel við mér og ætla ég að vona að sumarið blasi vel við fleirum þó að umræðan oft á tíðum að deildin verði tvískipt. Davíð Þór Viðarsson telur gæði oft á tíðum ekki nógu góð í hinum liðunum í landinu sem mér finnst alveg ótrúlega fáránleg ummæli frá manni sem er sérfræðingur á Stöð 2 Sport.” „Það eru fullt af góðum liðum í deildinni. Mörg góð lið sem eru að byggja upp til framtíðar og er það vanvirðing við deildina að tala um það að sumir leikir séu ekki eins merkilegir og aðrir sem er algjör vanvirðing við fótboltan í landinu,” sagði Jói Kalli um umræðuna er varðar tvískiptingu deildarinnar. Umræðan um ÍA liðið hefur verið mikið um að þeir eru ekki nægilega stöðugir í sínum leik. Jóhannes Karl er ekki sammála þeirri umræðu og segir að hans lið sé bara að spá í því hvað það geti gert betur og séu að vinna vel í sínum hlutum. Meðal annars að spila betri knattspyrnu en þeir hafi áður gert og því sé framtíðin á Skaganum mjög björt. Fótbolti Íslenski boltinn ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - ÍA 0-4 | Aftur skoraði ÍA fjögur á útivelli Annan leiknn í röð skoruðu Skagamenn fjögur mörk á útivelli og annan leikinn í röð fékk Grótta á sig fjögur mörk á heimavelli. Lokatölur á Seltjarnarnesi 4-0 ÍA í vil. 12. júlí 2020 18:55 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Fyrsta leiknum í 6. umferð Pepsi Max deildar karla lauk með stórsigri ÍA á Gróttu á Seltjarnarnesi. Lokatölur 4-0 fyrir Skagamönnum en Seltirningar höfðu átt góðu gengi að fagna fyrir leik og náð í sín fyrstu stig í deildinni. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var eðlilega sáttur með frammistöðu sinna manna en hann sendi Davíði Þór Viðarssyni - sérfræðingi Pepsi Max Stúkunnar - pillur í viðtali að leik loknum. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leik dagsins af miklum krafti og komust yfir strax eftir þriggja mínútna leik og fylgdu því eftir með þremur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleik. Gerðu þeir svo gott sem út um leikinn á þeim kafla. „Við vissum alveg að þetta yrði ekkert auðvelt hérna þannig við gáfum vel í í byrjun leiks, pressuðum hátt á vellinum og þvinguðum þá í mistök. Við sköpuðum okkur færi sem endaði með góðu marki snemma leiks og við fylgdum því vel eftir. Við fengum alveg færin í að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik,” sagði Jóhannes Karl hæstánægður eftir leik og hélt áfram. „Ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig. Þá sérstaklega að þú óskaðir eftir að við myndum halda hreinu fyrir leik sem við gerðum á móti mjög vel spilandi Gróttu liði sem er með marga góða leikmenn og það gladdi mig mikið,” sagði Jóhannes Karl og glotti en undirritaður hafði óskað eftir því að Skagamenn myndu halda hreinu í viðtali fyrir leik. Gísli Laxdal og Brynjar Snær komu inn í byrjunarlið Skagans í dag. Jói Kalli var ánægður með hversu vel þeir stigu upp. ÍA á marga unga leikmenn sem vel er hægt að nota í liðinu þegar meiðsli herja á hópinn og bætti hann við að strákarnir sem komu inná í leiknum eiga líka hrós skilið fyrir sitt framlag. Það hefur verið leikið þétt í deildinni til þessa og síðari hálfleikurinn talsvert rólegri en sá fyrri. „Þetta er búið að vera ágætis álag í mótinu og áttum við ágætis möguleika á að spara okkur í seinni hálfleiknum. Það er ekkert leyndarmál að Marcus Johansson er ekki kominn í sitt besta stand og fleiri leikmenn sem eru ekki komnir í 100% form þannig við drápum leikinn. Maður hefði samt alltaf viljað ógna marki Gróttu meira í þeim seinni. Núna er vika á milli leikja og ættum við þá að hafa alla leikmenn klára í næsta leik á móti Víking Reykjavík.” ÍA er komið í 2. sæti deildarinnar - um stundarsakir - og var Jói Kalli spurður um framhaldið. „Ég er virkilega ánægður með hvað það er mikil framför í hlutunum hjá okkur þó ég hefði viljað vinna síðasta leik en við unnum leikinn í dag. Þetta blasir vel við mér og ætla ég að vona að sumarið blasi vel við fleirum þó að umræðan oft á tíðum að deildin verði tvískipt. Davíð Þór Viðarsson telur gæði oft á tíðum ekki nógu góð í hinum liðunum í landinu sem mér finnst alveg ótrúlega fáránleg ummæli frá manni sem er sérfræðingur á Stöð 2 Sport.” „Það eru fullt af góðum liðum í deildinni. Mörg góð lið sem eru að byggja upp til framtíðar og er það vanvirðing við deildina að tala um það að sumir leikir séu ekki eins merkilegir og aðrir sem er algjör vanvirðing við fótboltan í landinu,” sagði Jói Kalli um umræðuna er varðar tvískiptingu deildarinnar. Umræðan um ÍA liðið hefur verið mikið um að þeir eru ekki nægilega stöðugir í sínum leik. Jóhannes Karl er ekki sammála þeirri umræðu og segir að hans lið sé bara að spá í því hvað það geti gert betur og séu að vinna vel í sínum hlutum. Meðal annars að spila betri knattspyrnu en þeir hafi áður gert og því sé framtíðin á Skaganum mjög björt.
Fótbolti Íslenski boltinn ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - ÍA 0-4 | Aftur skoraði ÍA fjögur á útivelli Annan leiknn í röð skoruðu Skagamenn fjögur mörk á útivelli og annan leikinn í röð fékk Grótta á sig fjögur mörk á heimavelli. Lokatölur á Seltjarnarnesi 4-0 ÍA í vil. 12. júlí 2020 18:55 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Leik lokið: Grótta - ÍA 0-4 | Aftur skoraði ÍA fjögur á útivelli Annan leiknn í röð skoruðu Skagamenn fjögur mörk á útivelli og annan leikinn í röð fékk Grótta á sig fjögur mörk á heimavelli. Lokatölur á Seltjarnarnesi 4-0 ÍA í vil. 12. júlí 2020 18:55
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti