Guðlaug Edda safnar Íslandsmeistaratitlum þessa dagana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 12:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir er að safna Íslandsmeistaratitlum þessa dagana. Skjámynd/Instagram Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær Íslandsmeistari í sprettþraut og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í júlímánuði. Guðlaug Edda Hannesdóttir er í sumar að keppa í sínum fyrstu þrautum á Íslandi en hún hefur undanfarin ár keppt eingöngu erlendis. Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt miklu fyrir marga og þar á meðal fyrir Eddu sem var á fullu að safna sér stigum inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Guðlaug Edda er í frábæru formi þessa dagana þrátt fyrir skrítnar aðstæður vegna COVID-19 og sýndi það með glæsilegri sprettþraut sinni í Hafnarfirði í gær. Guðlaug Edda sagði frá þrautinni á Instagram síðu sinni sem og að hún hafi endað í þriðja sæti af öllum sem þýðir aðeins tveir karlar náðu að klára á undan Eddu. Guðlaug Edda kom líka í mark á minna en klukkutíma því sigurtími hennar var 59 mínútur og 35 sekúndur. Sprettþrautin í Hafnarfirði í gær innihélt 750 metra sund, 20 kílómetra á hjóli og svo að lokum 5 kílómetra hlaup. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd. Guðlaug Edda kláraði sundið á 9 mínútum og 22 sekúndum og var búin með hjólahlutann eftir 31 mínútu og 27 sekúndu. Guðlaug Edda var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil á einni viku því um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi. Hún kláraði þá á tímanum 34:55 mínútum sem er annar besti tími íslenskrar konu frá upphafi. View this post on Instagram Íslandsmeistari í sprettþraut á 59:35 ?? Var líka þriðja overall (af konum og körlum) ????????Elska þríþraut, elska að keppa og elska Ísland ?? A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo´ttir (@eddahannesd) on Jul 12, 2020 at 6:32am PDT Þríþraut Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær Íslandsmeistari í sprettþraut og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í júlímánuði. Guðlaug Edda Hannesdóttir er í sumar að keppa í sínum fyrstu þrautum á Íslandi en hún hefur undanfarin ár keppt eingöngu erlendis. Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt miklu fyrir marga og þar á meðal fyrir Eddu sem var á fullu að safna sér stigum inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Guðlaug Edda er í frábæru formi þessa dagana þrátt fyrir skrítnar aðstæður vegna COVID-19 og sýndi það með glæsilegri sprettþraut sinni í Hafnarfirði í gær. Guðlaug Edda sagði frá þrautinni á Instagram síðu sinni sem og að hún hafi endað í þriðja sæti af öllum sem þýðir aðeins tveir karlar náðu að klára á undan Eddu. Guðlaug Edda kom líka í mark á minna en klukkutíma því sigurtími hennar var 59 mínútur og 35 sekúndur. Sprettþrautin í Hafnarfirði í gær innihélt 750 metra sund, 20 kílómetra á hjóli og svo að lokum 5 kílómetra hlaup. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd. Guðlaug Edda kláraði sundið á 9 mínútum og 22 sekúndum og var búin með hjólahlutann eftir 31 mínútu og 27 sekúndu. Guðlaug Edda var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil á einni viku því um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi. Hún kláraði þá á tímanum 34:55 mínútum sem er annar besti tími íslenskrar konu frá upphafi. View this post on Instagram Íslandsmeistari í sprettþraut á 59:35 ?? Var líka þriðja overall (af konum og körlum) ????????Elska þríþraut, elska að keppa og elska Ísland ?? A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo´ttir (@eddahannesd) on Jul 12, 2020 at 6:32am PDT
Þríþraut Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira