Íslenski boltinn

Fær ekki að æfa með Skalla­grími á meðan málið er á borði aga­nefndar KSÍ

Anton Ingi Leifsson skrifar
104082351_2299683033660009_2937528419275719852_n

Knattspyrnudeild Skallagríms hefur meinað Atla Steinari Ingasyni, sem beitti leikmann Berserkja kynþáttaníði í leik liðanna í 4. deild á föstudaginn, að æfa með liðinu á meðan málið er á borði aganefndar KSÍ.

Þetta kom fram í yfirlýsingu Skallagríms nú síðdegis en þar segir að Atli fái ekki að æfa með liðinu á meðan málið er til umræðu innan veggja KSÍ. Það gæti tekið fleiri en einn agafund að dæma í málum sem þessum, samkvæmt heimildum Vísis.

Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar Gunnari Jökli Johns, leikmanni Berserkja, að „drullast heim til Namibíu.“ Þá kallaði hann Gunnar einnig apakött.

Yfirlýsingu Skallagríms í heild sinni má sjá hér að neðan.

Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms lítur ummæli Atla Steinars Ingasonar leikmanns meistaraflokks félagsins, sem féllu í leik á móti Berserkjum, mjög alvarlegum augum. Á fundi leikmanna félagsins í gær kom skýrt fram að þeir, sem og þjálfarar og stjórn Skallagríms líða ekki þessa hegðun. Því mun Atli hvorki leika né æfa með félaginu á meðan agabrot hans er til umfjöllunar hjá aganefnd KSÍ.

Knattspyrnudeild Skallagríms lítur svo á, að málið sé í formlegu ferli hjá aganefnd KSÍ sem ber að virða. Frekari ákvörðun um viðbrögð Knattspyrnudeildar Skallagríms verður tekin í kjölfar niðurstöðu aganefndar.


Tengdar fréttir

Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar

Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum.

Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns

Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×