ÍE vildi ekki skriflegan samning Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2020 18:30 Páll Þórhallsson verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu segir að vegna vinsælda landsins þurfi annað hvort að gefa fleiri þjóðum undanþágur fyrir skimun eða aflýsa flugi. Íslensk erfðagreining hafi verið mótfallinn því að skriflegur samningur yrði gerður um skimun á landamærum. Íslenskir ríkisborgarar þurfa frá og með deginum í dag að velja milli 14 daga sóttkvíar eða heimkomusmitgátar. Þá er sýni tekið við landamæri og aftur 4-6 dögum síðar. Í millitíðinni þarf fólk að huga afar vel að sóttvörnum eða þar til seinna sýni er neikvætt. Segir Íslenska erfðagreiningu ekki hafa viljað skriflegan samning Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta skimunum fyrir íslensk stjórnvöld eftir daginn í dag. Hann sagði það svo frestast í samtali við fréttastofu í morgun, þar sem verið sé að setja upp hugbúnað frá fyrirtækinu hjá Landspítalanum og það taki nokkra daga. „Íslensk erfðagreining lætur hugbúnað af hendi og það er auðvitað frábært að geta reitt sig áfram á fyrirtækið í þessu efni og ef það þarf að hlaupa undir bagga í framtíðinni,“ segir Páll Þórhallsson verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Á upplýsingafundi Almannavarna fyrir viku kom fram að stjórnvöld gerðu engan skriflegan samning við Íslenska erfðagreiningu vegna skimunar fyrirtækisins við landamærin eða frá 15. júní og þar til dagsins í dag. „Það var ekki gerður skriflegur samningur um þetta verkefni m.a. af því að Íslensk erfðagreining var mótfallinn því að slíkur samningur yrði gerður. Þá var erfitt að afmarka nákvæmlega í hverju aðstoðin fælist því Íslensk erfðagreining var ekki bara að aðstoða við greiningar heldur líka að hlaupa undir bagga við sýnatökur á Keflavíkurfluvelli og á Seyðisfirði og hefur aðstoðað með viðbrögð þegar smit hafa komið upp. Þetta hefur því verið heiðursmannasamkomulag byggt á trausti og ekkert þörf að setja það frekar niður á blað. Forstjóri erfðagreiningar gerði okkur þó ljóst að hann muni senda reikning fyrir launum starfsmanna og efniskostnaði, sem er ekkert nema eðlilegt,“ segir Páll. Hann segir enn ekki ljóst hversu hár reikningurinn verður. Gæti verið tilkynnt um fleiri undanþágur á morgun Frá því skimanir hófust hafa aldrei eins margar flugvélar komið til landsins og í dag eða 21. Páll segir komið að þolmörkum varðandi skimanir á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið miðað við að hægt sé að taka um tvö þúsund sýni á landamærunum á dag og er búist við að veirufræðideild Landspítalans geti ráðið við það. Hins vegar virðast áætlanir flugfélaga og fjöldi farþega um borð benda til þess að við séum komin yfir þau mörk á næstu dögum. Það er því farið að reyna verulega á. Isavia og samræmingarstjóri sem starfar á vegum stjórnvalda hafa beint til flugfélaga að dreifa álaginu og halda sig innan þessara marka. Þetta endurspeglar bara vinsældir landsins og áhuga á að koma hingað. Þá hefur sóttvarnarlæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru nógu örugg til að það þurfi ekki að skima fólk þaðan,“ segir Páll. Í samtali við fréttastofu í dag sagði sóttvarnarlæknir að hann muni mögulega tilkynna um undanþágur á upplýsingafundi almannavarna á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Fækkun landa á áhættulista til skoðunar Hugsanlegt er að unnt verði að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. 13. júlí 2020 13:20 Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. 13. júlí 2020 12:14 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu segir að vegna vinsælda landsins þurfi annað hvort að gefa fleiri þjóðum undanþágur fyrir skimun eða aflýsa flugi. Íslensk erfðagreining hafi verið mótfallinn því að skriflegur samningur yrði gerður um skimun á landamærum. Íslenskir ríkisborgarar þurfa frá og með deginum í dag að velja milli 14 daga sóttkvíar eða heimkomusmitgátar. Þá er sýni tekið við landamæri og aftur 4-6 dögum síðar. Í millitíðinni þarf fólk að huga afar vel að sóttvörnum eða þar til seinna sýni er neikvætt. Segir Íslenska erfðagreiningu ekki hafa viljað skriflegan samning Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta skimunum fyrir íslensk stjórnvöld eftir daginn í dag. Hann sagði það svo frestast í samtali við fréttastofu í morgun, þar sem verið sé að setja upp hugbúnað frá fyrirtækinu hjá Landspítalanum og það taki nokkra daga. „Íslensk erfðagreining lætur hugbúnað af hendi og það er auðvitað frábært að geta reitt sig áfram á fyrirtækið í þessu efni og ef það þarf að hlaupa undir bagga í framtíðinni,“ segir Páll Þórhallsson verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Á upplýsingafundi Almannavarna fyrir viku kom fram að stjórnvöld gerðu engan skriflegan samning við Íslenska erfðagreiningu vegna skimunar fyrirtækisins við landamærin eða frá 15. júní og þar til dagsins í dag. „Það var ekki gerður skriflegur samningur um þetta verkefni m.a. af því að Íslensk erfðagreining var mótfallinn því að slíkur samningur yrði gerður. Þá var erfitt að afmarka nákvæmlega í hverju aðstoðin fælist því Íslensk erfðagreining var ekki bara að aðstoða við greiningar heldur líka að hlaupa undir bagga við sýnatökur á Keflavíkurfluvelli og á Seyðisfirði og hefur aðstoðað með viðbrögð þegar smit hafa komið upp. Þetta hefur því verið heiðursmannasamkomulag byggt á trausti og ekkert þörf að setja það frekar niður á blað. Forstjóri erfðagreiningar gerði okkur þó ljóst að hann muni senda reikning fyrir launum starfsmanna og efniskostnaði, sem er ekkert nema eðlilegt,“ segir Páll. Hann segir enn ekki ljóst hversu hár reikningurinn verður. Gæti verið tilkynnt um fleiri undanþágur á morgun Frá því skimanir hófust hafa aldrei eins margar flugvélar komið til landsins og í dag eða 21. Páll segir komið að þolmörkum varðandi skimanir á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið miðað við að hægt sé að taka um tvö þúsund sýni á landamærunum á dag og er búist við að veirufræðideild Landspítalans geti ráðið við það. Hins vegar virðast áætlanir flugfélaga og fjöldi farþega um borð benda til þess að við séum komin yfir þau mörk á næstu dögum. Það er því farið að reyna verulega á. Isavia og samræmingarstjóri sem starfar á vegum stjórnvalda hafa beint til flugfélaga að dreifa álaginu og halda sig innan þessara marka. Þetta endurspeglar bara vinsældir landsins og áhuga á að koma hingað. Þá hefur sóttvarnarlæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru nógu örugg til að það þurfi ekki að skima fólk þaðan,“ segir Páll. Í samtali við fréttastofu í dag sagði sóttvarnarlæknir að hann muni mögulega tilkynna um undanþágur á upplýsingafundi almannavarna á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Fækkun landa á áhættulista til skoðunar Hugsanlegt er að unnt verði að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. 13. júlí 2020 13:20 Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. 13. júlí 2020 12:14 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Fækkun landa á áhættulista til skoðunar Hugsanlegt er að unnt verði að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. 13. júlí 2020 13:20
Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. 13. júlí 2020 12:14
Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46