Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2020 19:00 vísir/sunna Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. Parið gerði tímabundinn leigusamning á herbergi á Dalvegi 26 í Kópavogi til nokkurra mánaða í byrjun maí, sem er skráð sem atvinnuhúsnæði í eigu Fasteignafélagsins HD verk. Í leigusamningi segir hins vegar að herbergið sé á Bræðraborgarstíg 3 í eigu sömu aðila. Þar eru 134 skráðir með lögheimili. Parið greiðir 130 þúsund krónur á mánuði fyrir 10 til 16 fermetra herbergi. Eftir að hús í eigu HD verks í næsta nágrenni, við Bræðraborgarstíg 1 brann í síðasta mánuði og fjallað var um að brunavörnum hefði verið ábótavant vildi unga parið komast í annað húsnæði. Móðir konunnar segist ítrekað hafa reynt að ná í eiganda HD verks í meira en viku til að fá samningnum rift en það hafi ekki tekist. Hún hefur meðal annars áhyggjur af því að engir opnanlegir gluggar séu á herberginu við Dalveg. Ekkert símanúmer eða netfang er að finna í leigusamningnum. Efling hefur haft HD verk til skoðunar um tíma og hefur áhyggjur af félagsmönnum sem búa í húsum HD verks sem flest eru atvinnuhúsnæði. Margir þeirra hafi komið til landsins í gegn um starfsmannaleigur. „Það eru fimm húsnæði sem HD verk á. Það við Dalveg 24-26, Bræðraborgarstígur 1 og 3 , Hjallabrekka 1 og svo Kársnesbraut 96a og í öllum þessum húsum höfum við vitneskjum um að fólk hafi búið þegar það er á Íslandi og við höfum líka þurft að hafa afskiptum af málum í þessum húsum,“ segir Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar. Efling hafi átt erfitt með að ná tali af félagsmönnum sem búa í húsunum. Félagið eigi að geta rætt við félagsmenn á vinnustöðum en vinnustaðaskráning starfsmannaleiga sé ábótavant. „Vinnumálastofnun hefur ekki haft burðina í það að afla gagnanna sem við þurfum til að leita að fólki á vinnustöðum og þess vegna grípum við í tómt þegar við reynum að hafa eftirlit með þeim áður en eitthvað vandamál kemur upp,“ segir Benjamín og bætir við að þúsundir manna búi í óleyfilegu húsnæði hér á landi. Borgaryfirvöld hafi haft vitneskju um þetta í hálfan áratug. „Þá veltir maður fyrir eru líf verkafólks á Íslandi minna virði en líf annara,“ segir Benjamin. Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Fresta framkvæmdum vegna veðurs Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Finna mikla nálykt frá rústunum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Sjá meira
Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. Parið gerði tímabundinn leigusamning á herbergi á Dalvegi 26 í Kópavogi til nokkurra mánaða í byrjun maí, sem er skráð sem atvinnuhúsnæði í eigu Fasteignafélagsins HD verk. Í leigusamningi segir hins vegar að herbergið sé á Bræðraborgarstíg 3 í eigu sömu aðila. Þar eru 134 skráðir með lögheimili. Parið greiðir 130 þúsund krónur á mánuði fyrir 10 til 16 fermetra herbergi. Eftir að hús í eigu HD verks í næsta nágrenni, við Bræðraborgarstíg 1 brann í síðasta mánuði og fjallað var um að brunavörnum hefði verið ábótavant vildi unga parið komast í annað húsnæði. Móðir konunnar segist ítrekað hafa reynt að ná í eiganda HD verks í meira en viku til að fá samningnum rift en það hafi ekki tekist. Hún hefur meðal annars áhyggjur af því að engir opnanlegir gluggar séu á herberginu við Dalveg. Ekkert símanúmer eða netfang er að finna í leigusamningnum. Efling hefur haft HD verk til skoðunar um tíma og hefur áhyggjur af félagsmönnum sem búa í húsum HD verks sem flest eru atvinnuhúsnæði. Margir þeirra hafi komið til landsins í gegn um starfsmannaleigur. „Það eru fimm húsnæði sem HD verk á. Það við Dalveg 24-26, Bræðraborgarstígur 1 og 3 , Hjallabrekka 1 og svo Kársnesbraut 96a og í öllum þessum húsum höfum við vitneskjum um að fólk hafi búið þegar það er á Íslandi og við höfum líka þurft að hafa afskiptum af málum í þessum húsum,“ segir Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar. Efling hafi átt erfitt með að ná tali af félagsmönnum sem búa í húsunum. Félagið eigi að geta rætt við félagsmenn á vinnustöðum en vinnustaðaskráning starfsmannaleiga sé ábótavant. „Vinnumálastofnun hefur ekki haft burðina í það að afla gagnanna sem við þurfum til að leita að fólki á vinnustöðum og þess vegna grípum við í tómt þegar við reynum að hafa eftirlit með þeim áður en eitthvað vandamál kemur upp,“ segir Benjamín og bætir við að þúsundir manna búi í óleyfilegu húsnæði hér á landi. Borgaryfirvöld hafi haft vitneskju um þetta í hálfan áratug. „Þá veltir maður fyrir eru líf verkafólks á Íslandi minna virði en líf annara,“ segir Benjamin.
Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Fresta framkvæmdum vegna veðurs Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Finna mikla nálykt frá rústunum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40