Veröld sem er Drífa Snædal skrifar 15. júlí 2020 10:25 Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands felldu nýgerðan kjarasamning með afgerandi hætti á dögunum. Samningurinn var þess eðlis að komið var til móts við þrönga stöðu Icelandair og dylst fáum þær erfiðu viðræður sem stóðu yfir vikum og mánuðum saman eftir að flugfreyjur og -þjónar höfðu reyndar verið kjarasamningslausar og án launahækkana í tvö ár (ólíkt öðrum flugstéttum). Af hendi Icelandair einkenndist ferlið af vanvirðingu gagnvart flugfreyjum og -þjónum og sjónarmiðum þeirra, stundum var komið með miklu offorsi og reynt að gera starfsfólk ábyrgt fyrir framtíð félagsins og svo heyrðist ekkert vikum saman. Undirliggjandi voru óljósar hótanir um „að leita annarra leiða“ sem má túlka sem hótanir um að ráða gerviverktaka eða semja við önnur félög en flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair eiga aðild að. Sem sagt að brjóta á bak aftur reglur íslenska vinnumarkaðarins, samstöðu heillar stéttar og fara í undirboð. Það er ekki síst þessi vanvirðing gagnvart eigin starfsfólki og heilli stétt sem gerir það að verkum að flugfreyjur og -þjónar voru treg til að samþykkja samninginn. Nú tekur steininn úr þegar aðstoðarframkvæmdastjóri SA ritar grein á Vísi og velur kaldhæðnislega að leita í smiðju mannvinarins Stefan Zweig eftir titli á greininni „Veröld sem var“. Tilgangurinn virðist vera að gera flugfreyjum og -þjónum grein fyrir því að kjaraskerðing sé nauðsynleg öllum til heilla. Enn kveður við yfirlætislegur tónn þar sem „útskýrt“ er hvernig hlutirnir ganga fyrir sig raunverulega. Sem svar við þessu vil ég segja: Stjórnendur Icelandair og SA myndu gera betur með því að setjast að samningaborðinu aftur, sýna viðsemjendum virðingu og meðtaka skilaboð félaga í Flugfreyjufélaginu. Það þarf að gera betur! Ég hef fylgst með viðræðunum síðustu vikur og mánuði og get fullvissað viðsemjendur um að það stendur ekki á starfsfólki að leita lausna. Alþýðusamband Íslands stendur þétt við bakið á þeim og mun gera skýlausa kröfu um að stuðningur úr ríkissjóði eða aukið hlutafé úr lífeyrissjóðum sé háð því að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það er erfitt að bera saman laun flugstétta hér á landi við önnur lönd enda er launasamsetningin, álög og starfstengdar greiðslur mjög misjafnar eftir flugfélögum og löndum. Hér á landi er dýrt að lifa og laun almennt hærri. Að krefjast umtalsverðrar kjaraskerðingar einnar stéttar í ljósi ástandsins er ógn við allar stéttir hér á landi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Tengdar fréttir Veröld sem var Icelandair rær nú lífróður. 14. júlí 2020 15:00 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands felldu nýgerðan kjarasamning með afgerandi hætti á dögunum. Samningurinn var þess eðlis að komið var til móts við þrönga stöðu Icelandair og dylst fáum þær erfiðu viðræður sem stóðu yfir vikum og mánuðum saman eftir að flugfreyjur og -þjónar höfðu reyndar verið kjarasamningslausar og án launahækkana í tvö ár (ólíkt öðrum flugstéttum). Af hendi Icelandair einkenndist ferlið af vanvirðingu gagnvart flugfreyjum og -þjónum og sjónarmiðum þeirra, stundum var komið með miklu offorsi og reynt að gera starfsfólk ábyrgt fyrir framtíð félagsins og svo heyrðist ekkert vikum saman. Undirliggjandi voru óljósar hótanir um „að leita annarra leiða“ sem má túlka sem hótanir um að ráða gerviverktaka eða semja við önnur félög en flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair eiga aðild að. Sem sagt að brjóta á bak aftur reglur íslenska vinnumarkaðarins, samstöðu heillar stéttar og fara í undirboð. Það er ekki síst þessi vanvirðing gagnvart eigin starfsfólki og heilli stétt sem gerir það að verkum að flugfreyjur og -þjónar voru treg til að samþykkja samninginn. Nú tekur steininn úr þegar aðstoðarframkvæmdastjóri SA ritar grein á Vísi og velur kaldhæðnislega að leita í smiðju mannvinarins Stefan Zweig eftir titli á greininni „Veröld sem var“. Tilgangurinn virðist vera að gera flugfreyjum og -þjónum grein fyrir því að kjaraskerðing sé nauðsynleg öllum til heilla. Enn kveður við yfirlætislegur tónn þar sem „útskýrt“ er hvernig hlutirnir ganga fyrir sig raunverulega. Sem svar við þessu vil ég segja: Stjórnendur Icelandair og SA myndu gera betur með því að setjast að samningaborðinu aftur, sýna viðsemjendum virðingu og meðtaka skilaboð félaga í Flugfreyjufélaginu. Það þarf að gera betur! Ég hef fylgst með viðræðunum síðustu vikur og mánuði og get fullvissað viðsemjendur um að það stendur ekki á starfsfólki að leita lausna. Alþýðusamband Íslands stendur þétt við bakið á þeim og mun gera skýlausa kröfu um að stuðningur úr ríkissjóði eða aukið hlutafé úr lífeyrissjóðum sé háð því að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það er erfitt að bera saman laun flugstétta hér á landi við önnur lönd enda er launasamsetningin, álög og starfstengdar greiðslur mjög misjafnar eftir flugfélögum og löndum. Hér á landi er dýrt að lifa og laun almennt hærri. Að krefjast umtalsverðrar kjaraskerðingar einnar stéttar í ljósi ástandsins er ógn við allar stéttir hér á landi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar