„Erum að berjast eins og konur voru að berjast á atvinnumarkaðnum fyrir 40 árum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júlí 2020 19:30 Sif Atladóttir, landsliðskona. vísir/baldur Sif Atladóttir, landsliðskona og leikmaður Kristianstads í Svíþjóð, líkir baráttu óléttra knattspyrnukvenna við baráttu kvenna í atvinnulífinu fyrir um fjörutíu árum. Sif er hér á landi þessa daganna en hún er samningsbundinn Kristinastads í Svíþjóð. Hún ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í kvöld m.a. um að Stöð 2 Sport sé byrjað að sýna sænsku deildina. „Fyrir mér er þessi deild miklu jafnari en aðrar deildir úti í heimi og það er það sem gerir hana svo áhugaverða að horfa á,“ sagði Sif. „Mér finnst frábært að það sé farið að sýna deildina okkar hérna heima og sýna fyrirmyndirnar, sem hafa verið erlendis svo lengi. Nú fáum við loksins að sjá þær á skjánum.“ Sif er ólétt af sínu öðru barni og hún er komin inn í leikmannasamtökin í Svíþjóð þar sem hún er m.a. að berjast fyrir réttindum knattspyrnukvenna er þær bera barn undir belti. „Við erum dálítið að berjast eins og konur voru að berjast á atvinnumarkaðnum fyrir 40 árum. Við finnum fyrir því að við erum réttindalausar þegar við komum með skilaboðin að maður sé ólétt eða stefnir á að verða ólétt. Við erum settar til hliðar.“ „Þetta er ákveðin barátta sem við þurfum að fara í gegnum. Ég fór inn í leikmannaráðið í Svíþjóð og ein spurningin sem við erum að vinna að núna er að koma óléttu-pólisíu inn, bæði fyrir öryggi leikmanna og líka fyrir félögin.“ „Félögin vilja líka gera sitt besta fyrir leikmenn svo þeir komi til baka eins tilbúnir og hægt er. Þetta á ekkert að verða dauðadómur fyrir ferilinn þó að þú viljir stækka fjölskylduna.“ Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Sif Atladóttir, landsliðskona og leikmaður Kristianstads í Svíþjóð, líkir baráttu óléttra knattspyrnukvenna við baráttu kvenna í atvinnulífinu fyrir um fjörutíu árum. Sif er hér á landi þessa daganna en hún er samningsbundinn Kristinastads í Svíþjóð. Hún ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í kvöld m.a. um að Stöð 2 Sport sé byrjað að sýna sænsku deildina. „Fyrir mér er þessi deild miklu jafnari en aðrar deildir úti í heimi og það er það sem gerir hana svo áhugaverða að horfa á,“ sagði Sif. „Mér finnst frábært að það sé farið að sýna deildina okkar hérna heima og sýna fyrirmyndirnar, sem hafa verið erlendis svo lengi. Nú fáum við loksins að sjá þær á skjánum.“ Sif er ólétt af sínu öðru barni og hún er komin inn í leikmannasamtökin í Svíþjóð þar sem hún er m.a. að berjast fyrir réttindum knattspyrnukvenna er þær bera barn undir belti. „Við erum dálítið að berjast eins og konur voru að berjast á atvinnumarkaðnum fyrir 40 árum. Við finnum fyrir því að við erum réttindalausar þegar við komum með skilaboðin að maður sé ólétt eða stefnir á að verða ólétt. Við erum settar til hliðar.“ „Þetta er ákveðin barátta sem við þurfum að fara í gegnum. Ég fór inn í leikmannaráðið í Svíþjóð og ein spurningin sem við erum að vinna að núna er að koma óléttu-pólisíu inn, bæði fyrir öryggi leikmanna og líka fyrir félögin.“ „Félögin vilja líka gera sitt besta fyrir leikmenn svo þeir komi til baka eins tilbúnir og hægt er. Þetta á ekkert að verða dauðadómur fyrir ferilinn þó að þú viljir stækka fjölskylduna.“
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira