Ráku 10 en vilja ráða 60 Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 13:18 Úr markaðsefni greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar. borgun Nýir eigendur Borgunar ráku tíu starfsmenn í gær. Í þeirra hópi var Sæmundur Sæmundsson, forstjóri og aðrir stjórnendur. Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans, og kallaði eftir nánari upplýsingum. Samkvæmt svörum Borgunar voru, auk Sæmundar, „örfáir stjórnendur og starfsmenn til viðbótar“ látnir taka pokann sinn. Aðallega hafi verið um að ræða fólk á „þeim sviðum þar sem nýir stjórnendur taka við.“ Hluti þeirra stjórnenda sem áður mynduðu framkvæmdastjórn félagsins verði hins vegar áfram í stjórnendahópnum eftir kaupin. Samanlagt hafi tíu manns verið sagt upp störfum, að Sæmundi meðtöldum. Eftir breytingarnar starfi 130 manns hjá fyrirtækinu og segjast nýir eigendur Borgunar, Salt Pay Co Ltd., ætla að fjölga starfsfólki á næstunni. Stefnt sé að því að ráða 60 nýja starfsmenn á næstu sex mánuðum. „Stór hluti nýráðninganna verður úr hópi nýútskrifaðra háskólanema sem fara munu í gegnum sérstaka þjálfun á ýmsum sviðum,“ segir í svari Borgunar. Haft er eftir Marcos Nunes, nýjum forstjóra Borgunar, að horft verði til ungs fólks á Ísland. „Það er sá hópur sem hefur orðið hvað verst úti í kjölfarið á COVID-19 og þarf nauðsynlega að fá sitt fyrsta tækifæri á vinnumarkaðnum,“ segir Marcos. „Við vitum að ungt fólk á Íslandi vill láta til sín taka, láta gott af sér leiða og fá tækifæri til að starfa í alþjóðlegu umhverfi þar sem það getur byggt upp reynslu og öðlast hæfni sem skapar þeim farsælan starfsframa.“ Tækni Vistaskipti Markaðir Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Nýir eigendur Borgunar ráku tíu starfsmenn í gær. Í þeirra hópi var Sæmundur Sæmundsson, forstjóri og aðrir stjórnendur. Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans, og kallaði eftir nánari upplýsingum. Samkvæmt svörum Borgunar voru, auk Sæmundar, „örfáir stjórnendur og starfsmenn til viðbótar“ látnir taka pokann sinn. Aðallega hafi verið um að ræða fólk á „þeim sviðum þar sem nýir stjórnendur taka við.“ Hluti þeirra stjórnenda sem áður mynduðu framkvæmdastjórn félagsins verði hins vegar áfram í stjórnendahópnum eftir kaupin. Samanlagt hafi tíu manns verið sagt upp störfum, að Sæmundi meðtöldum. Eftir breytingarnar starfi 130 manns hjá fyrirtækinu og segjast nýir eigendur Borgunar, Salt Pay Co Ltd., ætla að fjölga starfsfólki á næstunni. Stefnt sé að því að ráða 60 nýja starfsmenn á næstu sex mánuðum. „Stór hluti nýráðninganna verður úr hópi nýútskrifaðra háskólanema sem fara munu í gegnum sérstaka þjálfun á ýmsum sviðum,“ segir í svari Borgunar. Haft er eftir Marcos Nunes, nýjum forstjóra Borgunar, að horft verði til ungs fólks á Ísland. „Það er sá hópur sem hefur orðið hvað verst úti í kjölfarið á COVID-19 og þarf nauðsynlega að fá sitt fyrsta tækifæri á vinnumarkaðnum,“ segir Marcos. „Við vitum að ungt fólk á Íslandi vill láta til sín taka, láta gott af sér leiða og fá tækifæri til að starfa í alþjóðlegu umhverfi þar sem það getur byggt upp reynslu og öðlast hæfni sem skapar þeim farsælan starfsframa.“
Tækni Vistaskipti Markaðir Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira