Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 16:12 Þrjótarnir eru taldi tilheyra hóp sem gengur meðal annars undir nafninu Cozy Bear og var sakaður um að stela tölvupóstum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Vísir/Getty Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónustu Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafna ásökununum. Ekki kemur fram í sameiginlegu áliti vestrænu leyniþjónustunnar hvaða stofnanir hafi orðið fyrir barðinu á njósnurunum eða hvort að upplýsingum hafi verið stolið í tölvuinnbrotum. Rannsóknir á bóluefni hafi þó ekki verið hindraðar með njósnunum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þrjótarnir eru sagðir hafa notfært sér hugbúnaðargalla til þess að komast inn í tölvukerfi og notað spilliforrit til þess að hlaða skrám upp og niður. Þeir hafi einnig komist yfir auðkenni starfsmanna með svokölluðum vefveiðum (e. Phishing). Breska netöryggisstofnunin (NCSC) segist telja „95%“ líkur á að APT29-hópurinn sem stóð að árásunum tengist rússnesku leyniþjónustunni. Sami hópur, sem einnig er þekktur undir nafninu Cozy Bear, var sakaður um aðild að þjófnaði á tölvupóstum bandaríska Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar árið 2016. Afar líklegt er talið að þrjótarnir hafi reynt að komast yfir rannsóknargögn um bóluefni eða kórónuveiruna sjálfa. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, segir Rússa ekkert vita um hverjir hafa brotist inn í tölvukerfi lyfjafyrirtækja og rannsóknastofnana í Bretlandi. „Við getum sagt eitt: Rússland hafði ekkert með þessar tilraunir að gera,“ fullyrðir Peskov. Þrátt fyrir neitun Rússa telja sérfræðingar vel mögulegt að rússneskir njósnarar hafi komið nálægt tölvuinnbrotunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, gekk að sekt Rússa sem vísri þegar hann tjáði sig um leyniþjónustuálitið í dag. „Það er algerlega óásættanlegt að rússnesk leyniþjónustan beiti sér gegn þeim sem vinna að því að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum,“ sagði Raab. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tölvuárásir Bretland Kanada Bandaríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónustu Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafna ásökununum. Ekki kemur fram í sameiginlegu áliti vestrænu leyniþjónustunnar hvaða stofnanir hafi orðið fyrir barðinu á njósnurunum eða hvort að upplýsingum hafi verið stolið í tölvuinnbrotum. Rannsóknir á bóluefni hafi þó ekki verið hindraðar með njósnunum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þrjótarnir eru sagðir hafa notfært sér hugbúnaðargalla til þess að komast inn í tölvukerfi og notað spilliforrit til þess að hlaða skrám upp og niður. Þeir hafi einnig komist yfir auðkenni starfsmanna með svokölluðum vefveiðum (e. Phishing). Breska netöryggisstofnunin (NCSC) segist telja „95%“ líkur á að APT29-hópurinn sem stóð að árásunum tengist rússnesku leyniþjónustunni. Sami hópur, sem einnig er þekktur undir nafninu Cozy Bear, var sakaður um aðild að þjófnaði á tölvupóstum bandaríska Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar árið 2016. Afar líklegt er talið að þrjótarnir hafi reynt að komast yfir rannsóknargögn um bóluefni eða kórónuveiruna sjálfa. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, segir Rússa ekkert vita um hverjir hafa brotist inn í tölvukerfi lyfjafyrirtækja og rannsóknastofnana í Bretlandi. „Við getum sagt eitt: Rússland hafði ekkert með þessar tilraunir að gera,“ fullyrðir Peskov. Þrátt fyrir neitun Rússa telja sérfræðingar vel mögulegt að rússneskir njósnarar hafi komið nálægt tölvuinnbrotunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, gekk að sekt Rússa sem vísri þegar hann tjáði sig um leyniþjónustuálitið í dag. „Það er algerlega óásættanlegt að rússnesk leyniþjónustan beiti sér gegn þeim sem vinna að því að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum,“ sagði Raab.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tölvuárásir Bretland Kanada Bandaríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira