Kemst hjá verðhækkun á salati með nýjum tækjabúnaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júlí 2020 20:23 Hafberg Þórisson er eigandi Lambhaga. BALDUR HRAFNKELL Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda. Gróðrarstöðin í Lundi er búin sjálfvirkum tækjabúnaði en með hjálp tækninnar er sáningu, vökvun, ræktun og allri færslu salatsins stjórnað úr tölvu. Hér sést þegar sáð var fyrir salati með nýja búnaðinum í morgun. Vélin býr m.a. til potta undir moldina úr pappír en ekkert plast er notað við framleiðsluna sjálfa. „Við byrjum á þessum þrem vélum hér en síðan er reiknað með að geta sett upp 18 vélar, þannig er uppleggið hjá mér. Hvort ég geri það einhvern tímann. Það veit ég ekkert,“ sagði Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Gróðrastöð Lambhaga í Grafarholti er ekki eins tæknileg, þar starfa um 20-30 starfsmenn en í nýju stöðinni í Lundi þurfa einungis tveir starfsmenn að vera á vakt til eftirlits. „Í því á enginn garðyrkjumaður að þurfa að vera. En frammi í vélarsalnum þar sem við klippum salatið þar verða tveir til þrír menn,“ sagði Hafberg. Eigndi Lambhaga átti sjálfur hugmyndina að uppfærðri tækni og hóf hann undirbúning fyrir tólf árum síðan. Hann vildi einfalda framleiðsluna og gera ferlið hagkvæmara með aukinni sjálfvirkni. Tæknin er einstök á heimsvísu. „Það hefur enginn prófað þetta áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert á þennan hátt,“ sagði Hafberg. Hafberg vonast til að nú geti hann ræktað og sett á markað nýjar tegundir salats. Kostnaður tækjabúnaðs og húsnæðis er um 1,1 milljarður króna. Í ljósi þess að vélinni verður sjálfvirkni beitt er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og þar með kemst fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda, en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð síðan árið 2011 að sögn Hafbergs. Matvælaframleiðsla Salat Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda. Gróðrarstöðin í Lundi er búin sjálfvirkum tækjabúnaði en með hjálp tækninnar er sáningu, vökvun, ræktun og allri færslu salatsins stjórnað úr tölvu. Hér sést þegar sáð var fyrir salati með nýja búnaðinum í morgun. Vélin býr m.a. til potta undir moldina úr pappír en ekkert plast er notað við framleiðsluna sjálfa. „Við byrjum á þessum þrem vélum hér en síðan er reiknað með að geta sett upp 18 vélar, þannig er uppleggið hjá mér. Hvort ég geri það einhvern tímann. Það veit ég ekkert,“ sagði Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Gróðrastöð Lambhaga í Grafarholti er ekki eins tæknileg, þar starfa um 20-30 starfsmenn en í nýju stöðinni í Lundi þurfa einungis tveir starfsmenn að vera á vakt til eftirlits. „Í því á enginn garðyrkjumaður að þurfa að vera. En frammi í vélarsalnum þar sem við klippum salatið þar verða tveir til þrír menn,“ sagði Hafberg. Eigndi Lambhaga átti sjálfur hugmyndina að uppfærðri tækni og hóf hann undirbúning fyrir tólf árum síðan. Hann vildi einfalda framleiðsluna og gera ferlið hagkvæmara með aukinni sjálfvirkni. Tæknin er einstök á heimsvísu. „Það hefur enginn prófað þetta áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert á þennan hátt,“ sagði Hafberg. Hafberg vonast til að nú geti hann ræktað og sett á markað nýjar tegundir salats. Kostnaður tækjabúnaðs og húsnæðis er um 1,1 milljarður króna. Í ljósi þess að vélinni verður sjálfvirkni beitt er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og þar með kemst fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda, en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð síðan árið 2011 að sögn Hafbergs.
Matvælaframleiðsla Salat Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira