Thiago vill koma og Klopp segir já en Liverpool og Bayern ósammála um verð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 08:30 Thiago Alcantara þekkir ekkert annað en að vinna titla, bæði með Bayern og hjá Barcelona. Hér fagnar hann tvöföldum sigri Bæjara á leiktíðinni. EPA-EFE/ANNEGRET HILSE Þýskir miðlar segja frá því að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara verði leikmaður Liverpool komist félagið að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið. Thiago hefur samþykkt kaup og kjör og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur lagt sína blessun yfir kaupin. Vandamálið er hins vegar að félögin eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið og þar er talsvert á milli. Thiago spilaði 36 leiki í öllum keppnum með Bayern á leiktíðinni og var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þeim. Í 25 leikjum spilaði hann á miðri miðjunni en í 10 leikjanna var hann aftuliggjandi miðjumaður. Hann skoraði öll þrjú mörkin í leikjum þar sem hann var á miðri miðjunni. Thiago Alcantara 'agrees terms' as Jurgen Klopp 'approves Liverpool transfer' #LFChttps://t.co/KIp5EpGxEd— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2020 Samkvæmt fyrrnefndum þýskum miðlum sem Daily Mirror og Daily Mail vitna í þá eru félögin að bera saman bækur sínar um þessi mögulegu kaup. Liverpool vill borga átján milljónir punda fyrir þennan 29 ára miðjumann en Bayern München vill fá fyrir hann 36 milljónir punda eða tvöfalt meira. Thiago Alcantara hjálpaði Bayern að vinna tvennuna á þessu tímabili og hefur unnið þýska meistaratitilinn öll sjö tímabilin sín með þýska liðinu. Thiago Alcantara spilaði með Barcelona á árunum 2009 til 2013 en fór til Bayern árið 2013. Hann hefur spilað 37 leiki fyrir spænska landsliðið frá árinu 2011. Jurgen Klopp 'approves Thiago Alcantara signing as Liverpool agree terms with £36m Bayern Munich star... but they are only willing to pay £23m' https://t.co/gFtMPoDnEB— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Bild segir að Thiago Alcantara sé sáttur við þau kaup og kjör sem Liverpool vill bjóða honum og að Jürgen Klopp hafi gefið grænt ljós. Thiago hefur sett húsið sitt í Þýskalandi á sölu og vill greinilega skipta um umhverfi. Thiago þekkir ekkert annað en að vinna titla og þeir eru orðnir 27 á ferlinum með Barcelona og Bayern München. Thiago Alcantara hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum, fjóra með Barcelona á Spáni og sjö með Bayern í Þýskalandi og hefur alls fagnað meistaratitli á ellefu af síðustu tólf tímabilum sínum í boltanum. Thiago spilaði reyndar bara 1 leik á fyrstu tveimur meistaratímabilum sínum með Börsungum. Hann hefur unnið stóran titil, meistaratitil eða bikarmeistaratitil, á tólf tímabilum í röð þar af tvöfalt fjórum sinnum. Þýski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Þýskir miðlar segja frá því að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara verði leikmaður Liverpool komist félagið að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið. Thiago hefur samþykkt kaup og kjör og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur lagt sína blessun yfir kaupin. Vandamálið er hins vegar að félögin eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið og þar er talsvert á milli. Thiago spilaði 36 leiki í öllum keppnum með Bayern á leiktíðinni og var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þeim. Í 25 leikjum spilaði hann á miðri miðjunni en í 10 leikjanna var hann aftuliggjandi miðjumaður. Hann skoraði öll þrjú mörkin í leikjum þar sem hann var á miðri miðjunni. Thiago Alcantara 'agrees terms' as Jurgen Klopp 'approves Liverpool transfer' #LFChttps://t.co/KIp5EpGxEd— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2020 Samkvæmt fyrrnefndum þýskum miðlum sem Daily Mirror og Daily Mail vitna í þá eru félögin að bera saman bækur sínar um þessi mögulegu kaup. Liverpool vill borga átján milljónir punda fyrir þennan 29 ára miðjumann en Bayern München vill fá fyrir hann 36 milljónir punda eða tvöfalt meira. Thiago Alcantara hjálpaði Bayern að vinna tvennuna á þessu tímabili og hefur unnið þýska meistaratitilinn öll sjö tímabilin sín með þýska liðinu. Thiago Alcantara spilaði með Barcelona á árunum 2009 til 2013 en fór til Bayern árið 2013. Hann hefur spilað 37 leiki fyrir spænska landsliðið frá árinu 2011. Jurgen Klopp 'approves Thiago Alcantara signing as Liverpool agree terms with £36m Bayern Munich star... but they are only willing to pay £23m' https://t.co/gFtMPoDnEB— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Bild segir að Thiago Alcantara sé sáttur við þau kaup og kjör sem Liverpool vill bjóða honum og að Jürgen Klopp hafi gefið grænt ljós. Thiago hefur sett húsið sitt í Þýskalandi á sölu og vill greinilega skipta um umhverfi. Thiago þekkir ekkert annað en að vinna titla og þeir eru orðnir 27 á ferlinum með Barcelona og Bayern München. Thiago Alcantara hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum, fjóra með Barcelona á Spáni og sjö með Bayern í Þýskalandi og hefur alls fagnað meistaratitli á ellefu af síðustu tólf tímabilum sínum í boltanum. Thiago spilaði reyndar bara 1 leik á fyrstu tveimur meistaratímabilum sínum með Börsungum. Hann hefur unnið stóran titil, meistaratitil eða bikarmeistaratitil, á tólf tímabilum í röð þar af tvöfalt fjórum sinnum.
Þýski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira