Íslenski boltinn

Fær ekki að spila meira með Skallagrími á þessu ári

Sindri Sverrisson skrifar
Skallagrímur

Knattspyrnudeild Skallagríms hefur tekið ákvörðun um að Atli Steinar Ingason muni ekki spila meira með liðinu í sumar eftir að hafa orðið uppvís að kynþáttaníði.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Skallagríms þar sem segir jafnframt að ákvörðunin sé tekin í samráði við þjálfara liðsins.

Atli Steinar kallaði þeldökkan leikmann Berserkja apakött og sagði honum að „fara aftur heim til Namibíu“ í leik Skallagríms og Berserkja 10. júlí. Liðin leika í 4. deild og mættust í Borgarnesi.

Aga- og úrskurðanefnd KSÍ úrskurðaði Atla Steinar í fimm leikja bann, og bann frá Skallagrímsvelli yfir þann tíma, og sektaði knattspyrnudeild Skallagríms um 100.000 krónur.

Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Skallagríms

Stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms tók fyrir úrskurð aganefndar KSÍ vegna máls Atla Steinars Ingasonar leikmanns liðsins, á fundi sínum fyrr í dag. Eftir að hafa farið yfir úrskurðinn, þar sem Atli er dæmdur í fimm leikja bann, er það niðurstaða stjórnar að Atli muni ekki spila meira með liði meistaraflokks Skallagríms á þessu keppnistímabili. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við þjálfara liðsins.

Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms harmar umrætt atvik og ítrekar að félagið mun ekki líða að leikmenn þess viðhafi framkomu sem feli í sér kynþáttafordóma, eða mismunun af nokkru tagi.


Tengdar fréttir

Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar

Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×