Fyrstur til að verða meistari með báðum Madrídarliðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2020 17:15 Thibaut Courtois hefur átt frábært tímabil með Real Madrid. getty/Diego Souto Thibaut Courtois og félagar í Real Madrid urðu Spánarmeistarar í gær. Real Madrid sigraði Villarreal, 2-1, á meðan Barcelona tapaði fyrir Osasuna, 1-2. Þetta er 34. Spánarmeistaratitill Real Madrid. Þetta er í annað sinn sem Courtois verður spænskur meistari en belgíski landsliðsmarkvörðurinn afrekaði það einnig með Atlético Madrid 2014. Courtois er fyrsti leikmaðurinn sem verður Spánarmeistari með báðum stóru Madrídarliðunum, Real og Atlético. Thibaut Courtois is the first player ever to win the La Liga title for both halves of Madrid pic.twitter.com/wFNjziHzPy— B/R Football (@brfootball) July 16, 2020 Eftir erfiða byrjun hjá Real Madrid eftir félagaskiptin frá Chelsea hefur Courtois náð fyrri styrk og verið frábær á þessu tímabili. Ljóst er að Courtois fær Zamora verðlaunin sem eru veitt þeim markverði sem fær á sig fæst mörk að meðaltali í leik í spænsku úrvalsdeildinni. Hann fékk þessi verðlaun einnig tvisvar þegar hann lék með Atlético Madrid, þ.á.m. meistaratímabilið 2013-14. Ferilskrá Courtois er ansi glæsileg en hann hefur einnig unnið landstitla í Belgíu og á Englandi. Þá var hann valinn besti markvörður HM 2018 þar sem Belgar enduðu í 3. sæti. Courtois á nóg eftir en hann er aðeins 28 ára. Thibaut Courtois has basically completed goalkeeping: Zamora trophy and league titles in Spain Golden glove and league titles in England GOTY and league title in Belgium Golden Glove at the World Cup for best keeper pic.twitter.com/PCS7QFx2hp— ESPN FC (@ESPNFC) July 17, 2020 Real Madrid mætir Leganés í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:00 á sunnudaginn. Þann 7. ágúst mæta nýkrýndir Spánarmeistarar Manchester City í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabéu, 1-2, og stendur því vel að vígi fyrir þann seinni. Spænski boltinn Tengdar fréttir Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00 Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30 Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14 Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59 Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Thibaut Courtois og félagar í Real Madrid urðu Spánarmeistarar í gær. Real Madrid sigraði Villarreal, 2-1, á meðan Barcelona tapaði fyrir Osasuna, 1-2. Þetta er 34. Spánarmeistaratitill Real Madrid. Þetta er í annað sinn sem Courtois verður spænskur meistari en belgíski landsliðsmarkvörðurinn afrekaði það einnig með Atlético Madrid 2014. Courtois er fyrsti leikmaðurinn sem verður Spánarmeistari með báðum stóru Madrídarliðunum, Real og Atlético. Thibaut Courtois is the first player ever to win the La Liga title for both halves of Madrid pic.twitter.com/wFNjziHzPy— B/R Football (@brfootball) July 16, 2020 Eftir erfiða byrjun hjá Real Madrid eftir félagaskiptin frá Chelsea hefur Courtois náð fyrri styrk og verið frábær á þessu tímabili. Ljóst er að Courtois fær Zamora verðlaunin sem eru veitt þeim markverði sem fær á sig fæst mörk að meðaltali í leik í spænsku úrvalsdeildinni. Hann fékk þessi verðlaun einnig tvisvar þegar hann lék með Atlético Madrid, þ.á.m. meistaratímabilið 2013-14. Ferilskrá Courtois er ansi glæsileg en hann hefur einnig unnið landstitla í Belgíu og á Englandi. Þá var hann valinn besti markvörður HM 2018 þar sem Belgar enduðu í 3. sæti. Courtois á nóg eftir en hann er aðeins 28 ára. Thibaut Courtois has basically completed goalkeeping: Zamora trophy and league titles in Spain Golden glove and league titles in England GOTY and league title in Belgium Golden Glove at the World Cup for best keeper pic.twitter.com/PCS7QFx2hp— ESPN FC (@ESPNFC) July 17, 2020 Real Madrid mætir Leganés í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:00 á sunnudaginn. Þann 7. ágúst mæta nýkrýndir Spánarmeistarar Manchester City í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabéu, 1-2, og stendur því vel að vígi fyrir þann seinni.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00 Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30 Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14 Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59 Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00
Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30
Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14
Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59
Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57