Guðjón: Erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekkert breyst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2020 08:00 Guðjón Baldvins (t.v.) var frábær í liði Stjörnunnar í gærkvöld. Vísir/HAG Framherjinn Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis er Stjarnan lagði HK af velli með fjórum mörkum gegn einu í gærkvöld í Garðabænum. Leikurinn var fyrsti leikur 7. umferðar Pepsi Max deildar karla en þó aðeins fjórði leikur Stjörnunnar þar sem liðið fór í tveggja vikna sóttví og var aðeins að leika sinn annan leik eftir fríið - ef frí skyldi kalla. Guðjón var frábær í leiknum og maður leiksins að mati blaðamanns. Ásamt því að skora tvívegis þá lagði hann upp eitt og ógnaði vörn HK nær allan leikinn. „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón var nálægt því að skora þrennu í leiknum en allt kom fyrir ekki. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax [Daníel Laxdal] og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Framherjinn Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis er Stjarnan lagði HK af velli með fjórum mörkum gegn einu í gærkvöld í Garðabænum. Leikurinn var fyrsti leikur 7. umferðar Pepsi Max deildar karla en þó aðeins fjórði leikur Stjörnunnar þar sem liðið fór í tveggja vikna sóttví og var aðeins að leika sinn annan leik eftir fríið - ef frí skyldi kalla. Guðjón var frábær í leiknum og maður leiksins að mati blaðamanns. Ásamt því að skora tvívegis þá lagði hann upp eitt og ógnaði vörn HK nær allan leikinn. „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón var nálægt því að skora þrennu í leiknum en allt kom fyrir ekki. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax [Daníel Laxdal] og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15