Höfðu loks hendur í hári „Svartaskógar-Rambo“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 12:13 Leitað var að Rausch með aðstoð leitarhunda, hitaskynjara og úr þyrlum. Getty/Philipp von Ditfurh Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. Maðurinn, hinn 31 árs gamli Yves Rauch, hafði verið á flótta undan hinum langa armi laganna frá því að morgni 12. júlí þegar hann ógnaði lögreglumönnunum fjórum og stal skotvopnum þeirra. Móðir Rausch segir að gjörðir hans megi skýra af stundarbrjálæði hans. Rausch var klæddur í orrustuútbúnað og hafði meðferðis boga og örvar þegar áhyggjufullir borgarar tilkynntu hann til lögreglu 12. júlí. Þegar lögreglu bar að garði kom hann þeim á óvart og dróg upp skotvopn. Rausch hefur í fjölmiðlum ytra verið líkt við kvikmyndapersónu Sylvesters Stallone, John Rambo, úr myndinni First Blood frá 1982. Í myndinni leita lögreglumenn einmitt að fyrrverandi hermanninum Rambo í skógum Washington fylkis. Minna mannfall var í leitinni að Svartaskógar-Rambó en í myndinni First Blood og að sama skapi urðu færri bensínstöðvar og þyrlur Yves Rauch að bráð. Eftir að hafa fengið ábendingar frá bæjarbúum í Oppenau fannst Rausch sitjandi í runna með fjögur skotvopn fyrir framan hann. Þá hafði hann eina byssu til viðbótar meðferðis auk þess að bera öxi. Jurgen Rieger sem fór fyrir leitinni að Rausch segir að hinn grunaði hafi meiðst lítillega við handtökuna og að hann hafi náð að særa einn sérsveitarmannana með því að slá til hans með öxinni. Dæmdur í fangelsi 2010 eftir að hafa skotið vin sinn með lásboga 200 manna lið lögreglu og sérsveitarmanna hafa undanfarna daga leitað að Rausch í skóginum og hafa þyrlur, leitarhundar og hitaskynjarar verið notaðir við leitina. Rausch er hvergi skráður til heimilis og telur lögregla að hann hafi búið utandyra í nokkurn tíma. „Við teljum að maðurinn þekki svæðið umhverfis Oppenau mjög vel og eigi í engum vandræðum með að ferðast um skóginn,“ sagði lögregla fyrr í vikunni. Móðir Rausch sagði í viðtali við Mittelbadische Presse í vikunni að sonur hennar hefði upplifað skelfilega hluti á meðan hann sat í fangelsi eftir að hafa skotið félaga sinn með lásboga árið 2010. Ákvörðun hans um að ógna lögreglumönnunum með skotvopni hafi orsakast af hræðslu hans við að snúa aftur á bak við lás og slá. Hann hafi undanfarið búið í skóginum þar sem hann ræktaði grænmeti og skar út trédverga sem hann hafði hug á að selja. Þýskaland Lögreglumál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. Maðurinn, hinn 31 árs gamli Yves Rauch, hafði verið á flótta undan hinum langa armi laganna frá því að morgni 12. júlí þegar hann ógnaði lögreglumönnunum fjórum og stal skotvopnum þeirra. Móðir Rausch segir að gjörðir hans megi skýra af stundarbrjálæði hans. Rausch var klæddur í orrustuútbúnað og hafði meðferðis boga og örvar þegar áhyggjufullir borgarar tilkynntu hann til lögreglu 12. júlí. Þegar lögreglu bar að garði kom hann þeim á óvart og dróg upp skotvopn. Rausch hefur í fjölmiðlum ytra verið líkt við kvikmyndapersónu Sylvesters Stallone, John Rambo, úr myndinni First Blood frá 1982. Í myndinni leita lögreglumenn einmitt að fyrrverandi hermanninum Rambo í skógum Washington fylkis. Minna mannfall var í leitinni að Svartaskógar-Rambó en í myndinni First Blood og að sama skapi urðu færri bensínstöðvar og þyrlur Yves Rauch að bráð. Eftir að hafa fengið ábendingar frá bæjarbúum í Oppenau fannst Rausch sitjandi í runna með fjögur skotvopn fyrir framan hann. Þá hafði hann eina byssu til viðbótar meðferðis auk þess að bera öxi. Jurgen Rieger sem fór fyrir leitinni að Rausch segir að hinn grunaði hafi meiðst lítillega við handtökuna og að hann hafi náð að særa einn sérsveitarmannana með því að slá til hans með öxinni. Dæmdur í fangelsi 2010 eftir að hafa skotið vin sinn með lásboga 200 manna lið lögreglu og sérsveitarmanna hafa undanfarna daga leitað að Rausch í skóginum og hafa þyrlur, leitarhundar og hitaskynjarar verið notaðir við leitina. Rausch er hvergi skráður til heimilis og telur lögregla að hann hafi búið utandyra í nokkurn tíma. „Við teljum að maðurinn þekki svæðið umhverfis Oppenau mjög vel og eigi í engum vandræðum með að ferðast um skóginn,“ sagði lögregla fyrr í vikunni. Móðir Rausch sagði í viðtali við Mittelbadische Presse í vikunni að sonur hennar hefði upplifað skelfilega hluti á meðan hann sat í fangelsi eftir að hafa skotið félaga sinn með lásboga árið 2010. Ákvörðun hans um að ógna lögreglumönnunum með skotvopni hafi orsakast af hræðslu hans við að snúa aftur á bak við lás og slá. Hann hafi undanfarið búið í skóginum þar sem hann ræktaði grænmeti og skar út trédverga sem hann hafði hug á að selja.
Þýskaland Lögreglumál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira