Fótbolti

Hagur Juventus vænkast eftir jafntefli Atalanta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Duvan Zapata í þann mund að skora í dag.
Duvan Zapata í þann mund að skora í dag. vísir/Getty

Atalanta heimsótti Verona í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og eygði þess von að minnka forystu toppliðs Juventus niður í fjögur stig en Juventus á krefjandi verkefni fyrir höndum í 34.umferð deildarinnar þar sem þeir fá Lazio í heimsókn á mánudag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Duvan Zapata Atalanta yfir snemma í síðari hálfleik en Matteo Pessina var fljótur að svara fyrir heimamenn.

Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli því niðurstaðan sem þýðir að Atalanta er í 3.sæti, sex stigum á eftir Juventus en Atalanta á fjóra leiki eftir í deildinni á meðan Juventus á fimm leiki eftir. Inter Milan er með jafnmörg stig og Atalanta í 2.sæti deildarinnar en á fimm leiki eftir líkt og Juventus. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×