Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2020 08:30 Heimir var sáttur með sigurinn í gær og taldi ummæli Óskars Hrafns um rán ekki alveg eiga rétt á sér. Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. Sigurinn þýðir að Valur er komið upp í 2. sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. „Frábær stemning á leiknum og stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra – sem þeir hafa gert frá því mótið byrjaði – og það hefði verið ömurlegt að fara heim með tap,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er hann ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Tómas Inga Tómasson í Pepsi Max tilþrifunum eftir leikinn í gærkvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson – þjálfari Blika – talaði um að sigur Vals hefði verið þjófnaður eftir leik. Heimir var spurður út í þau ummæli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson, markvörður liðsins] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur.“ Hannes Þór var frábær í marki Vals í gær.Vísir/HAG „Hann hefur gott hugarfar og er góður á ákveðnum stöðum á vellinum – betri en flestir,“ sagði Heimir um Kristinn Frey Sigurðsson. „Auðvitað viltu gera betur á heimavelli. Segir sig sjálft að við höfum aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum. Höfum verið klaufar eins og á móti Stjörnunni þar sem við fengum tækifæri til að gera út um leikinn en gerðum það ekki. Útivallarárangurinn hefur verið fínn en við þurfum að bæta heimavallarárangurinn því maður vill gera heimavöllinn að gryfju,“ sagði Heimir um leiki Vals til þessa í sumar. „Ég held að það sé alveg á hreinu. Við höfum séð það í leikjunum – sem er reyndar jákvætt þar sem leikirnir hafa verið opnari en gengur og gerist í fyrstu umferðinum. Meira um varnarmistö og verið að gefa auðveld mörk. Liðin eiga eftir að bæta sig þegar líður á,“ var svarið þegar Heimir var spurður út í muninn á sumrinu í ár og áður eftir allt sem hefur gengið á. Hversu sáttur er Heimir með 13 stig úr sjö leikjum spurði Tómas Ingi. „Fimmtán eða sextán hefði ég verið sáttur við en við tökum þrettán og höldum áfram. Einn leikur í einu,“ sagði Heimir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. Sigurinn þýðir að Valur er komið upp í 2. sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. „Frábær stemning á leiknum og stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra – sem þeir hafa gert frá því mótið byrjaði – og það hefði verið ömurlegt að fara heim með tap,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er hann ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Tómas Inga Tómasson í Pepsi Max tilþrifunum eftir leikinn í gærkvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson – þjálfari Blika – talaði um að sigur Vals hefði verið þjófnaður eftir leik. Heimir var spurður út í þau ummæli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson, markvörður liðsins] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur.“ Hannes Þór var frábær í marki Vals í gær.Vísir/HAG „Hann hefur gott hugarfar og er góður á ákveðnum stöðum á vellinum – betri en flestir,“ sagði Heimir um Kristinn Frey Sigurðsson. „Auðvitað viltu gera betur á heimavelli. Segir sig sjálft að við höfum aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum. Höfum verið klaufar eins og á móti Stjörnunni þar sem við fengum tækifæri til að gera út um leikinn en gerðum það ekki. Útivallarárangurinn hefur verið fínn en við þurfum að bæta heimavallarárangurinn því maður vill gera heimavöllinn að gryfju,“ sagði Heimir um leiki Vals til þessa í sumar. „Ég held að það sé alveg á hreinu. Við höfum séð það í leikjunum – sem er reyndar jákvætt þar sem leikirnir hafa verið opnari en gengur og gerist í fyrstu umferðinum. Meira um varnarmistö og verið að gefa auðveld mörk. Liðin eiga eftir að bæta sig þegar líður á,“ var svarið þegar Heimir var spurður út í muninn á sumrinu í ár og áður eftir allt sem hefur gengið á. Hversu sáttur er Heimir með 13 stig úr sjö leikjum spurði Tómas Ingi. „Fimmtán eða sextán hefði ég verið sáttur við en við tökum þrettán og höldum áfram. Einn leikur í einu,“ sagði Heimir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15