Er lífshættulegt að búa á landsbyggðinni? Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 08:00 Nýlega birtist grein í Morgunblaðinu sem bar heitið „Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?". Þar leggjum við sjálfstæðismenn á landsbyggðinni áherslu á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs í landinu. Þar er um brýnt öryggismál að ræða því tíminn skiptir öllu máli í bráðaveikindum hvort sem um er að ræða tíminn eftir lendingu og að sérhæfðu bráðaþjónustunni eða fyrstu viðbrögð úti á landsbyggðinni við bráðaveikindum.Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eigum við öll að hafa jafnan aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma hvar sem við búum á landinu. Lang víðfeðmasta sveitarfélag landsins ekki tækjum búið til fullnaðarbráðagreiningar Nú líður senn að kosningum á Austurlandi en 19. september nk. verða fyrstu sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem verður lang víðfeðmasta sveitarfélag landssins. Að tækjakostur til bráðagreiningar sé ekki til staðar til að fullgreina bráðaástand sjúklings við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum í miðlægu nýju sveitarfélagi er óásættanlegt. Hér skiptir tíminn öllu máli. Við landsbyggðarfólk búum nógu langt frá sérhæfðri bráðaþjónustu þó ekki sé illa farið með tímann sem sker úr um líf okkar eða hvort við náum almennt fyrri heilsu. Í dag þarf að keyra 68 km leið á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað í fullnaðarbráðagreiningu og svo aftur upp í Egilsstaði í sjúkraflug. Ljóst er að við verðum að eiga öflugt Fjórðungssjúkrahús sem er vel tækjum búið, en það er einnig lífsnauðsynlegt að vera vel tækjum búin til fullnaðarbráðagreiningar við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum til að losna við langt ferðalag til bráðagreiningar sem getur lagt líf okkar og heilsu í hættu. Sameiginleg rödd SSA í að stórbæta tækjakost í bráðatilvikum Samkvæmt ályktunum haustþings SSA á Borgarfirði eystri þann 12.október 2019, lögðu öll sveitarfélög á Austurlandi fram sameiginlega bókun; Lögð verði sérstök áhersla á eflingu frumgreininga í bráðatilvikum með kaupum á nauðsynlegum greiningartækjum á heilsugæslum staðsettum í nánd við sjúkraflugvelli. Sjúkraflugvellirnir eru á Egilsstöðum og í Neskaupsstað. Austurland er mjög víðfemt. Til að komast á milli staða þarf að aka í gegnum göng, yfir heiðar og fyrir skriður í allskonar veðrum. Því skiptir það miklu máli að hægt sé að fullnaðarbráðagreina við báða sjúkraflugvellina og koma sjúklingi þannig sem fyrst í viðeigandi læknismeðferð. Hver mínúta skiptir máli. Mikið vantar upp á að greiningartæki séu til staðar á Egilsstöðum til fullnaðargreininga í bráðatilvikum. Sjálfstæðisflokkurinn í sameinuðu sveitarfélagi leggur því áherslu á að lagt verði fjármagn í kaup á sneiðmyndatæki og öðrum nauðsynlegum tækjakosti til fullnaðarbráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum. Þannig styttum við viðbragðstímann í bráðaveikindum fólks á Austurlandi, flýtum því að rétt meðferð geti hafist og aukum líkur á að fólk nái fyrri heilsu á ný. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist grein í Morgunblaðinu sem bar heitið „Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?". Þar leggjum við sjálfstæðismenn á landsbyggðinni áherslu á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs í landinu. Þar er um brýnt öryggismál að ræða því tíminn skiptir öllu máli í bráðaveikindum hvort sem um er að ræða tíminn eftir lendingu og að sérhæfðu bráðaþjónustunni eða fyrstu viðbrögð úti á landsbyggðinni við bráðaveikindum.Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eigum við öll að hafa jafnan aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma hvar sem við búum á landinu. Lang víðfeðmasta sveitarfélag landsins ekki tækjum búið til fullnaðarbráðagreiningar Nú líður senn að kosningum á Austurlandi en 19. september nk. verða fyrstu sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem verður lang víðfeðmasta sveitarfélag landssins. Að tækjakostur til bráðagreiningar sé ekki til staðar til að fullgreina bráðaástand sjúklings við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum í miðlægu nýju sveitarfélagi er óásættanlegt. Hér skiptir tíminn öllu máli. Við landsbyggðarfólk búum nógu langt frá sérhæfðri bráðaþjónustu þó ekki sé illa farið með tímann sem sker úr um líf okkar eða hvort við náum almennt fyrri heilsu. Í dag þarf að keyra 68 km leið á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað í fullnaðarbráðagreiningu og svo aftur upp í Egilsstaði í sjúkraflug. Ljóst er að við verðum að eiga öflugt Fjórðungssjúkrahús sem er vel tækjum búið, en það er einnig lífsnauðsynlegt að vera vel tækjum búin til fullnaðarbráðagreiningar við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum til að losna við langt ferðalag til bráðagreiningar sem getur lagt líf okkar og heilsu í hættu. Sameiginleg rödd SSA í að stórbæta tækjakost í bráðatilvikum Samkvæmt ályktunum haustþings SSA á Borgarfirði eystri þann 12.október 2019, lögðu öll sveitarfélög á Austurlandi fram sameiginlega bókun; Lögð verði sérstök áhersla á eflingu frumgreininga í bráðatilvikum með kaupum á nauðsynlegum greiningartækjum á heilsugæslum staðsettum í nánd við sjúkraflugvelli. Sjúkraflugvellirnir eru á Egilsstöðum og í Neskaupsstað. Austurland er mjög víðfemt. Til að komast á milli staða þarf að aka í gegnum göng, yfir heiðar og fyrir skriður í allskonar veðrum. Því skiptir það miklu máli að hægt sé að fullnaðarbráðagreina við báða sjúkraflugvellina og koma sjúklingi þannig sem fyrst í viðeigandi læknismeðferð. Hver mínúta skiptir máli. Mikið vantar upp á að greiningartæki séu til staðar á Egilsstöðum til fullnaðargreininga í bráðatilvikum. Sjálfstæðisflokkurinn í sameinuðu sveitarfélagi leggur því áherslu á að lagt verði fjármagn í kaup á sneiðmyndatæki og öðrum nauðsynlegum tækjakosti til fullnaðarbráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum. Þannig styttum við viðbragðstímann í bráðaveikindum fólks á Austurlandi, flýtum því að rétt meðferð geti hafist og aukum líkur á að fólk nái fyrri heilsu á ný. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun