Tekur ekki undir gagnrýni yfirlæknis sem sagði skimun LSH vera „sóun á almannafé“ Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 15:42 Forstjórinn segir ummæli yfirlæknis bera vott af þröngu sjónarhorni á hlutverk háskólasjúkrahússins. Vísir/Vilhelm „Nei bara alls ekki. Það er mjög röng nálgun eða þröngt sjónarhorn á hlutverk háskólasjúkrahússins. Ég geri hins vegar alls ekki athugasemdir við það að fólk hafi mismunandi skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim. Forstjóri Landspítalans segir að ummæli yfirlæknis Covid-deildar spítalans lýsti mjög rangri nálgun eða þröngu sjónarhorni á hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Frá þessu greindi Páll Matthíasson í svari á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ragnar Freyr Ingólfsson, yfirlæknir á Covid-göngudeild, sagði fyrr í mánuðinum að það væri augljós sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum króna í skimanir fyrir kórónuveirunni. Óþarfi sé að skima erlenda ferðamenn og best væri að beita stuttri sóttkví. Þá sagði Ragnar í Facebook-færslu að það væri ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu, að sinna frísku fólki. „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spurði Ragnar í pistli sínum. Páll kvaðst ekki geta tekið undir orð Ragnars og sagði nálgun hans ranga, hann gerði þó ekki athugasemd við það að hann hefði aðra skoðun en Páll sjálfur. „Hlutverk Landspítala er mjög vítt. Hann er háskólasjúkrahús og á að vera bakhjarl í flókinni og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Hann er líka menntastofnun og vísindastofnun,“ sagði Páll á fundinum í dag spurður hvort hann vildi frekar að skimanir væru ekki á borði Landspítala og hægt yrði að einbeita sér að öðrum verkefnum. „Öll nálgun á nýrri farsótt kallar á aðkomu háskólasjúkrahússins þannig að mér finnst það alls ekki óeðlilegt [að spítalinn sinni skimun],“ sagði Páll sem bætti við að samkvæmt samningi milli Landspítala og sóttvarnalæknis væri það hlutverk spítalans að taka við verkefninu þegar skilgreint er að þess sé þörf. „Ég sé enga ástæðu til þess að gagnrýna það og ég tel það eðlilegt,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Nei bara alls ekki. Það er mjög röng nálgun eða þröngt sjónarhorn á hlutverk háskólasjúkrahússins. Ég geri hins vegar alls ekki athugasemdir við það að fólk hafi mismunandi skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim. Forstjóri Landspítalans segir að ummæli yfirlæknis Covid-deildar spítalans lýsti mjög rangri nálgun eða þröngu sjónarhorni á hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Frá þessu greindi Páll Matthíasson í svari á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ragnar Freyr Ingólfsson, yfirlæknir á Covid-göngudeild, sagði fyrr í mánuðinum að það væri augljós sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum króna í skimanir fyrir kórónuveirunni. Óþarfi sé að skima erlenda ferðamenn og best væri að beita stuttri sóttkví. Þá sagði Ragnar í Facebook-færslu að það væri ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu, að sinna frísku fólki. „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spurði Ragnar í pistli sínum. Páll kvaðst ekki geta tekið undir orð Ragnars og sagði nálgun hans ranga, hann gerði þó ekki athugasemd við það að hann hefði aðra skoðun en Páll sjálfur. „Hlutverk Landspítala er mjög vítt. Hann er háskólasjúkrahús og á að vera bakhjarl í flókinni og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Hann er líka menntastofnun og vísindastofnun,“ sagði Páll á fundinum í dag spurður hvort hann vildi frekar að skimanir væru ekki á borði Landspítala og hægt yrði að einbeita sér að öðrum verkefnum. „Öll nálgun á nýrri farsótt kallar á aðkomu háskólasjúkrahússins þannig að mér finnst það alls ekki óeðlilegt [að spítalinn sinni skimun],“ sagði Páll sem bætti við að samkvæmt samningi milli Landspítala og sóttvarnalæknis væri það hlutverk spítalans að taka við verkefninu þegar skilgreint er að þess sé þörf. „Ég sé enga ástæðu til þess að gagnrýna það og ég tel það eðlilegt,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira