De Bruyne og Sterling bættu eigin met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 19:30 Þessir hafa átt ágætis tímabil. EPA/GERRY PENNY Manchester City mætti Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Til að gera langa sögu stutta þá vann City öruggan 4-0 sigur og Watford eru enn í bullandi fallbaráttu. Sterling skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var tekin af velli áður en hann náði að fullkomna þrennu sína þó svo að hann hafi fengið tækifæri til þess. Með mörkunum er Sterling kominn upp í 19 mörk í deildinni á leiktíðinni. Hinn 25 ára gamli Sterling hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á einu og sama tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð skoraði kantmaðurinn öflugi 17 mörk í deildinni og þar áður náði hann að koma knettinum 18 sinnum í net andstæðinganna. Hann er nú kominn upp í 19 mörk og gæti vel farið yfir 20 marka múrinn þar sem Manchester City mætir nú þegar föllnu liði Norwich City í síðustu umferð deildarinnar um næstu helgi. 19 goals.Raheem Sterling's best-ever scoring season in the Premier League yet pic.twitter.com/AU97NPCB7T— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Sterling var ekki eini maðurinn sem sló persónulegt met í leiknum en Kevin De Bruyne lagði upp sitt nítjánda mark á tímabilinu þegar hann átti aukaspyrnu fyrir mark Watford á 66. mínútu. Þar mætti Aymeric Laporte og stangaði knöttinn í netið. De Bruyne lagði upp 18 mörk tímabilið 2016 til 2017 og ári síðar lagði hann upp 16 mörk. Hann var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en hefur heldur betur bætt upp fyrir það í vetur - og sumar. KDB grabs his 19th assist of the Premier League season, his own personal best pic.twitter.com/7Ken1kSOKN— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Manchester City mun enda í 2. sæti deildarinnar og þó það séu vonbrigði þá er liðið marka-hæsta lið Evrópu með 97 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þeir þurfa því þrjú mörk gegn Norwich til að ná 100 mörkum í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Manchester City mætti Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Til að gera langa sögu stutta þá vann City öruggan 4-0 sigur og Watford eru enn í bullandi fallbaráttu. Sterling skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var tekin af velli áður en hann náði að fullkomna þrennu sína þó svo að hann hafi fengið tækifæri til þess. Með mörkunum er Sterling kominn upp í 19 mörk í deildinni á leiktíðinni. Hinn 25 ára gamli Sterling hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á einu og sama tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð skoraði kantmaðurinn öflugi 17 mörk í deildinni og þar áður náði hann að koma knettinum 18 sinnum í net andstæðinganna. Hann er nú kominn upp í 19 mörk og gæti vel farið yfir 20 marka múrinn þar sem Manchester City mætir nú þegar föllnu liði Norwich City í síðustu umferð deildarinnar um næstu helgi. 19 goals.Raheem Sterling's best-ever scoring season in the Premier League yet pic.twitter.com/AU97NPCB7T— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Sterling var ekki eini maðurinn sem sló persónulegt met í leiknum en Kevin De Bruyne lagði upp sitt nítjánda mark á tímabilinu þegar hann átti aukaspyrnu fyrir mark Watford á 66. mínútu. Þar mætti Aymeric Laporte og stangaði knöttinn í netið. De Bruyne lagði upp 18 mörk tímabilið 2016 til 2017 og ári síðar lagði hann upp 16 mörk. Hann var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en hefur heldur betur bætt upp fyrir það í vetur - og sumar. KDB grabs his 19th assist of the Premier League season, his own personal best pic.twitter.com/7Ken1kSOKN— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Manchester City mun enda í 2. sæti deildarinnar og þó það séu vonbrigði þá er liðið marka-hæsta lið Evrópu með 97 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þeir þurfa því þrjú mörk gegn Norwich til að ná 100 mörkum í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50