Dagskráin í dag: Pepsi Max, Lengjudeildin, enska B-deildin og Evrópumótaröðin í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 06:00 Íslandsmeistarar KR fá nýliða Fjölnis í heimsókn á Meistaravelli í kvöld. Vísir/Bára Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Það er sannkölluð fótbolta-veisla en alls eru fjórir leikir á dagskrá hjá okkur í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla, einn í Lengjudeild karla. Svo sýnum við einn leik úr lokaumferð ensku B-deildarinnar en hart er barist um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá sýnum við einnig beint frá Evrópumótaröðinni í golfi. Á Stöð 2 Sport eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Í fyrri leik dagsins mætir Arnar Grétarsson með sína menn í KA í Kaplakrika. Arnar tók við KA á dögunum og vann liðið sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð. Þeirra bíður nú ærið verkefni en FH skartar einnig nýjum þjálfurum. Gamla brýnið Logi Ólafsson og einn besti knattspyrnu-maður Íslandssögunnar - Eiður Smári Guðjohnsen - hafa tekið við FH-skútunni. Þeir stýrðu henni til sigurs í síðustu umferð gegn Fjölni og ættu ef allt gengur eftir að landa öðrum þremur stigum í dag. Fjölnis bíður erfiðasta verkefni dagsins en þeir heimsækja Íslandsmeistara KR sem hafa farið mikinn síðan þeir töpuðu óvænt fyrir HK í 2. umferð. Íslandsmeistararnir eru á toppnum á meðan Fjölnir situr sem fastast á botni deildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Við sýnum leik West Bromwich Albion og Queen Park Rangers í beinni útsendingu. Síðasta umferð deildarinnar fer fram í kvöld og þurfa heimamenn í West Bromwich á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brentford og Fulham geta bæði náð West Brom og því þurfa lærisveinar Slaven Bilić á öllum þremur stigunum að halda. Brentford mætir Barsnsley og Fulham heimsækir Wigan Athletic. Stöð 2 Sport 3 Við sýnum leik Leiknir Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur beint. Guðjón Þórðarson er snúinn aftur í þjálfun og mætir með sína drengi frá Ólafsvík í Breiðholtið. Golfstöðin Við sýnum beint frá Betfred British Masters á Evrópumótaröðinni 2020. Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport. Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Lengjudeildin Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Það er sannkölluð fótbolta-veisla en alls eru fjórir leikir á dagskrá hjá okkur í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla, einn í Lengjudeild karla. Svo sýnum við einn leik úr lokaumferð ensku B-deildarinnar en hart er barist um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá sýnum við einnig beint frá Evrópumótaröðinni í golfi. Á Stöð 2 Sport eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Í fyrri leik dagsins mætir Arnar Grétarsson með sína menn í KA í Kaplakrika. Arnar tók við KA á dögunum og vann liðið sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð. Þeirra bíður nú ærið verkefni en FH skartar einnig nýjum þjálfurum. Gamla brýnið Logi Ólafsson og einn besti knattspyrnu-maður Íslandssögunnar - Eiður Smári Guðjohnsen - hafa tekið við FH-skútunni. Þeir stýrðu henni til sigurs í síðustu umferð gegn Fjölni og ættu ef allt gengur eftir að landa öðrum þremur stigum í dag. Fjölnis bíður erfiðasta verkefni dagsins en þeir heimsækja Íslandsmeistara KR sem hafa farið mikinn síðan þeir töpuðu óvænt fyrir HK í 2. umferð. Íslandsmeistararnir eru á toppnum á meðan Fjölnir situr sem fastast á botni deildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Við sýnum leik West Bromwich Albion og Queen Park Rangers í beinni útsendingu. Síðasta umferð deildarinnar fer fram í kvöld og þurfa heimamenn í West Bromwich á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brentford og Fulham geta bæði náð West Brom og því þurfa lærisveinar Slaven Bilić á öllum þremur stigunum að halda. Brentford mætir Barsnsley og Fulham heimsækir Wigan Athletic. Stöð 2 Sport 3 Við sýnum leik Leiknir Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur beint. Guðjón Þórðarson er snúinn aftur í þjálfun og mætir með sína drengi frá Ólafsvík í Breiðholtið. Golfstöðin Við sýnum beint frá Betfred British Masters á Evrópumótaröðinni 2020. Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport. Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Lengjudeildin Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti