Trump biðlar til Bandaríkjamanna að bera grímur fyrir vitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 22:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur íbúa landsins að ganga um með grímur. Getty/ Chip Somodevilla Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að kórónuveirufaraldurinn muni fara stigversnandi áður en hann hægi á sér og bað hann Bandaríkjamenn jafnframt um að bera grímur fyrir vitum. Forsetinn sagði að grímurnar myndu hafa áhrif og að þeir sem bæru þær sýndu „þjóðrækni.“ Trump sjálfur var ekki með grímu á fundinum en hann hefur áður sagt árangur þess að bera grímur lítinn. Aðstoðarmenn og ráðgjafar forsetans hafa að sögn beðið hann um að breyta nálgun sinni í kórónuveiruumræðunni enda hefur tilfellum fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarnar vikur. Þetta var fyrsti blaðamannafundurinn sem haldinn var í Hvíta húsinu vegna faraldursins eftir að hlé var gert á fundarhöldunum stuttu eftir að Trump ýjaði að því í Apríl að það að sprauta klór í líkamann væri góð leið til að vinna á Covid-19 sjúkdómnum. Málflutningur forsetans virðist, samkvæmt fréttaflutningi BBC, hafa verið samkvæmt handriti og það sem hann sagði var í takt við það sem heilbrigðissérfræðingar í kórónuveiruviðbragðsteyminu hafa sagt frá upphafi. „Við biðlum til allra að þegar þið getið ekki framfylgt félagsforðun verðið þið með grímur fyrir vitum. Fáið ykkur grímu,“ sagði forsetinn. „Hvort sem ykkur líki grímurnar eður ei hafa þær áhrif. Þær skila sínu og við þurfum á allri hjálp að halda.“ Trump hefur sjálfur verið ófús til að klæðast grímu, hið minnsta í návist fjölmiðlamanna, og sást í fyrsta skipti með slíka grímu þegar hann heimsótti hersjúkrahús nýlega. „Við biðlum til Bandaríkjamanna að nota grímur, stunda félagsforðun og huga vel að persónulegum sóttvörnum – þvoið ykkur um hendurnar við hvert tækifæri til að vernda þá sem eru viðkvæmir fyrir,“ bætti forsetinn við. „Við biðlum einnig til ungra Bandaríkjamanna að forðast fjölmenna bari og annað margmenni innandyra. Verið örugg og verið klár.“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að kórónuveirufaraldurinn muni fara stigversnandi áður en hann hægi á sér og bað hann Bandaríkjamenn jafnframt um að bera grímur fyrir vitum. Forsetinn sagði að grímurnar myndu hafa áhrif og að þeir sem bæru þær sýndu „þjóðrækni.“ Trump sjálfur var ekki með grímu á fundinum en hann hefur áður sagt árangur þess að bera grímur lítinn. Aðstoðarmenn og ráðgjafar forsetans hafa að sögn beðið hann um að breyta nálgun sinni í kórónuveiruumræðunni enda hefur tilfellum fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarnar vikur. Þetta var fyrsti blaðamannafundurinn sem haldinn var í Hvíta húsinu vegna faraldursins eftir að hlé var gert á fundarhöldunum stuttu eftir að Trump ýjaði að því í Apríl að það að sprauta klór í líkamann væri góð leið til að vinna á Covid-19 sjúkdómnum. Málflutningur forsetans virðist, samkvæmt fréttaflutningi BBC, hafa verið samkvæmt handriti og það sem hann sagði var í takt við það sem heilbrigðissérfræðingar í kórónuveiruviðbragðsteyminu hafa sagt frá upphafi. „Við biðlum til allra að þegar þið getið ekki framfylgt félagsforðun verðið þið með grímur fyrir vitum. Fáið ykkur grímu,“ sagði forsetinn. „Hvort sem ykkur líki grímurnar eður ei hafa þær áhrif. Þær skila sínu og við þurfum á allri hjálp að halda.“ Trump hefur sjálfur verið ófús til að klæðast grímu, hið minnsta í návist fjölmiðlamanna, og sást í fyrsta skipti með slíka grímu þegar hann heimsótti hersjúkrahús nýlega. „Við biðlum til Bandaríkjamanna að nota grímur, stunda félagsforðun og huga vel að persónulegum sóttvörnum – þvoið ykkur um hendurnar við hvert tækifæri til að vernda þá sem eru viðkvæmir fyrir,“ bætti forsetinn við. „Við biðlum einnig til ungra Bandaríkjamanna að forðast fjölmenna bari og annað margmenni innandyra. Verið örugg og verið klár.“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26
Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35
Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54