Krabbamein fer ekki í frí Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 22. júlí 2020 15:15 Mér hefur verið hugsað til þess síðustu mánuði hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ég hef sjaldan upplifað mig eins örugga og á tímum Covid þar sem heilbrigðiskerfið brást við aðstæðum af skipulagi og aga. Allir lögðust á eitt til þess að láta hlutina ganga upp. Sá tími endurspeglaði hvers við erum megnug og hversu rík við erum af öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar og góðir stjórnendur þar innanborðs sem eru útsjónarsamir til að leysa erfið verkefni. Nú stöndum við frammi fyrir einu öðru sumrinu þar sem deildum Landspítalans er lokað, bið er eftir aðgerðum og fólk bíður enn lengur eftir svörum en ella. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Ég geri mér grein fyrir því að verkefnið er ærið og flókið þar sem vöntun er á starfsfólki á spítalanum almennt, hvað þá yfir sumartímann þegar starfsfólk spítalans fer í sumarfrí. Engu að síður ætti það að vera forgangsmál hjá stjórnendum spítalans að hann sé vel mannaður allan ársins hring, vetur sem sumar, og þannig um hnútana búið að heilbrigðisþjónusta sem fólk þarf að sækja sé alltaf tryggð. Reyndin er ekki sú og er til dæmis sárt að hugsa til þess að konur sem finna fyrir einkennum í brjóstum í júlímánuði geti ekki leitað til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans vegna sumarleyfa. Brjóstamiðstöðin sér um sérskoðun brjósta þegar grunur leikur á að konur séu með brjóstakrabbamein en þar er sumarfrí í þrjár vikur og engar ráðstafanir gerðar vegna sumarleyfa. Sú bið getur reynst konum ansi löng en Krabbameinsfélagið vakti athygli á vordögum á grafalvarlegri stöðu mála þ.e. að konur þyrftu að bíða allt að 35 daga til að komast í sérskoðun sem ættu að vera fimm dagar samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Bið sem þessi getur verið óbærileg. Margar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein segja að bið á greiningartímabili sé eitt það erfiðasta við allt ferlið. Það á ekki að líðast að láta fólk bíða eftir greiningu að óþörfu. Miklu máli skiptir að fólk sé vel upplýst og viti hvert það getur leitað yfir sumartímann þegar opnunartímar breytast vegna sumarleyfa. Það var þess vegna sem við í Krafti tókum saman opnunartíma þjónustuaðila sem sinna greiningum, krabbameinsgreindum og aðstandendum yfir sumartímann til að fólk viti hvert hægt sé að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Við erum að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er. Það er ljóst að stjórnendur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru á heimsmælikvarða og geta leyst þau verkefni sem þau ætla sér. Því skorum við á heilbrigðisyfirvöld og útsjónarsama stjórnendur Landspítalans til að leysa mönnunarvanda spítalans hið fyrsta, svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum og deildir séu undirmannaðar yfir sumartímann. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur verið hugsað til þess síðustu mánuði hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ég hef sjaldan upplifað mig eins örugga og á tímum Covid þar sem heilbrigðiskerfið brást við aðstæðum af skipulagi og aga. Allir lögðust á eitt til þess að láta hlutina ganga upp. Sá tími endurspeglaði hvers við erum megnug og hversu rík við erum af öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar og góðir stjórnendur þar innanborðs sem eru útsjónarsamir til að leysa erfið verkefni. Nú stöndum við frammi fyrir einu öðru sumrinu þar sem deildum Landspítalans er lokað, bið er eftir aðgerðum og fólk bíður enn lengur eftir svörum en ella. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Ég geri mér grein fyrir því að verkefnið er ærið og flókið þar sem vöntun er á starfsfólki á spítalanum almennt, hvað þá yfir sumartímann þegar starfsfólk spítalans fer í sumarfrí. Engu að síður ætti það að vera forgangsmál hjá stjórnendum spítalans að hann sé vel mannaður allan ársins hring, vetur sem sumar, og þannig um hnútana búið að heilbrigðisþjónusta sem fólk þarf að sækja sé alltaf tryggð. Reyndin er ekki sú og er til dæmis sárt að hugsa til þess að konur sem finna fyrir einkennum í brjóstum í júlímánuði geti ekki leitað til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans vegna sumarleyfa. Brjóstamiðstöðin sér um sérskoðun brjósta þegar grunur leikur á að konur séu með brjóstakrabbamein en þar er sumarfrí í þrjár vikur og engar ráðstafanir gerðar vegna sumarleyfa. Sú bið getur reynst konum ansi löng en Krabbameinsfélagið vakti athygli á vordögum á grafalvarlegri stöðu mála þ.e. að konur þyrftu að bíða allt að 35 daga til að komast í sérskoðun sem ættu að vera fimm dagar samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Bið sem þessi getur verið óbærileg. Margar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein segja að bið á greiningartímabili sé eitt það erfiðasta við allt ferlið. Það á ekki að líðast að láta fólk bíða eftir greiningu að óþörfu. Miklu máli skiptir að fólk sé vel upplýst og viti hvert það getur leitað yfir sumartímann þegar opnunartímar breytast vegna sumarleyfa. Það var þess vegna sem við í Krafti tókum saman opnunartíma þjónustuaðila sem sinna greiningum, krabbameinsgreindum og aðstandendum yfir sumartímann til að fólk viti hvert hægt sé að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Við erum að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er. Það er ljóst að stjórnendur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru á heimsmælikvarða og geta leyst þau verkefni sem þau ætla sér. Því skorum við á heilbrigðisyfirvöld og útsjónarsama stjórnendur Landspítalans til að leysa mönnunarvanda spítalans hið fyrsta, svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum og deildir séu undirmannaðar yfir sumartímann. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun