Leiknir R. á toppinn eftir sigur á lærisveinum Gaua Þórðar | Samantekt kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 21:30 Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði fyrir Leikni í kvöld. mynd/leiknir Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld og einn í Lengjudeild kvenna. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar máttu þola stórt tap í Breiðholti og Keflavík bjargaði stigi undir lokin gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Kvennamegin gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli. Guðjón Þórðarson fékk martraðarbyrjun er Víkingur Ólafsvík heimsótti Leikni Reykjavík í Breiðholtið. Lokatölur 5-0 fyrir Leikni þar sem þeir Vuk Oskar Dimitrijevic, Sævar Atli Magnússon, Gyrðir Guðbrandsson, Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson deildu mörkunum bróðurlega á milli sín. Með sigrinum fara Leiknismenn á topp deildarinnar með 16 stig þegar sjö umferðum er lokið. Víkingar frá Ólafsvík eru nú dottnir niður í 10. sæti deildarinnar. Vestri gerði 3-3 jafntefli við topplið ÍBV á Ísafirði eftir að lenda 2-0 undir. Nacho Gil skoraði þrennu fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum. Jose Enrique Seoane Vergara, Víðir Þorvarðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu mörk ÍBV. Vestri er því í 6. sætinu á meðan Eyjamenn falla úr toppsætinu niður í annað sæti deildarinnar. Sæþór Viðarsson hélt hann hefði tryggt Leikni Fáskrúðsfirði sigur gegn Keflavík en Frans Elvarsson bjargaði stigi fyrir gestina með marki á 93. mínútu. Fáskrúðsfirðingar fara upp í 9. sæti eftir jafntefli dagsins en Keflavík er í 3. sæti með jafn mörg stig og Fram en betri markatölu. Þór Akureyri lagði svo Magna Grenivík með þremur mörkum gegn Jónas Björgvin Sigur-bergsson, Alvaro Montejo Calleja og Izaro Abella Sanchez skoruðu mörk Þórsara. Þórsarar fara upp í 5. sæti á meðan Magnamenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Þá gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna. Dröfn Einarsdóttir kom gestunum yfir strax á 4. mínútu en Alda Ólafsdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Keflavík er í 2. sæti með 14 stig á meðan Afturelding er í 4. sæti með átta stig. Markaskorarar fengnir af Úrslit.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld og einn í Lengjudeild kvenna. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar máttu þola stórt tap í Breiðholti og Keflavík bjargaði stigi undir lokin gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Kvennamegin gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli. Guðjón Þórðarson fékk martraðarbyrjun er Víkingur Ólafsvík heimsótti Leikni Reykjavík í Breiðholtið. Lokatölur 5-0 fyrir Leikni þar sem þeir Vuk Oskar Dimitrijevic, Sævar Atli Magnússon, Gyrðir Guðbrandsson, Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson deildu mörkunum bróðurlega á milli sín. Með sigrinum fara Leiknismenn á topp deildarinnar með 16 stig þegar sjö umferðum er lokið. Víkingar frá Ólafsvík eru nú dottnir niður í 10. sæti deildarinnar. Vestri gerði 3-3 jafntefli við topplið ÍBV á Ísafirði eftir að lenda 2-0 undir. Nacho Gil skoraði þrennu fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum. Jose Enrique Seoane Vergara, Víðir Þorvarðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu mörk ÍBV. Vestri er því í 6. sætinu á meðan Eyjamenn falla úr toppsætinu niður í annað sæti deildarinnar. Sæþór Viðarsson hélt hann hefði tryggt Leikni Fáskrúðsfirði sigur gegn Keflavík en Frans Elvarsson bjargaði stigi fyrir gestina með marki á 93. mínútu. Fáskrúðsfirðingar fara upp í 9. sæti eftir jafntefli dagsins en Keflavík er í 3. sæti með jafn mörg stig og Fram en betri markatölu. Þór Akureyri lagði svo Magna Grenivík með þremur mörkum gegn Jónas Björgvin Sigur-bergsson, Alvaro Montejo Calleja og Izaro Abella Sanchez skoruðu mörk Þórsara. Þórsarar fara upp í 5. sæti á meðan Magnamenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Þá gerðu Afturelding og Keflavík 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna. Dröfn Einarsdóttir kom gestunum yfir strax á 4. mínútu en Alda Ólafsdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Keflavík er í 2. sæti með 14 stig á meðan Afturelding er í 4. sæti með átta stig. Markaskorarar fengnir af Úrslit.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira