Heimir: Óli Kalli gæti farið í næsta glugga Andri Már Eggertsson skrifar 23. júlí 2020 22:00 Túfa (aðstoðarþjálfari Vals) og Heimir Guðjónsson. Vísir/Sigurjón Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Valsmenn gengu á lagið þegar tæpar 15 mínútur voru komnar á klukkuna. Birkir Már lagði boltann á Kristinn Freyr sem var í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. Umdeilt annað mark Vals kom eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli sem Sebastian Hedlund stangaði í netið. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Orri Sveinn gerði sig brotlegan inn í sínum eigin vítateig á lokamínútum leiksins sem endaði með að Sigurður Egill skoraði þriðja mark Vals og gerði út um leikinn. „Það er frábært að vinna loksins á heimavelli. Allir vita að það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Origo vellinum þannig það var ljúft að snúa þessu við og vinna allavega einn leik hérna,” sagði Heimir ánægður eftir sigurinn. Eftir sigurinn á Fylki er Valur kominn í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar Heimir var ánægður með að vera kominn á toppinn en benti á það að það eru mörg lið sem stefna þangað og Valur tekur bara einn leik í einu. Fjölnir er næsti leikur Vals sem verður mjög erfitt verkefni að mati Heimis sem sá leikinn þeirra á móti KR. „Í seinni hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir, við vorum búnir að ræða um að Fylkis liðið myndi koma út og pressa okkur sem við leistum ekki nógu vel. Við fengum möguleika í bæði fyrri og seinni hálfleik til að gera út um leikinn en okkur tókst það ekki. Sigurinn er þó góður þeir hafa gert mjög góða hluti í sumar,” sagði Heimir Patrick Pedersen fór meiddur af velli þegar tæplega korter var eftir af leiknum. Heimir vissi ekki hvernig staðan væri á honum og talaði hann um að þetta væri tak í bakið sem Patrick hafði fengið og átti hann eftir að kanna málið betur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs Karls Finsen hjá Val, Ólafur Karl var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. „Það er möguleiki á því að Ólafur Karl Finsen gæti farið í næsta glugga,” sagði Heimir aðspurður hvort Ólafur Karl gæti farið. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Valsmenn gengu á lagið þegar tæpar 15 mínútur voru komnar á klukkuna. Birkir Már lagði boltann á Kristinn Freyr sem var í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. Umdeilt annað mark Vals kom eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli sem Sebastian Hedlund stangaði í netið. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Orri Sveinn gerði sig brotlegan inn í sínum eigin vítateig á lokamínútum leiksins sem endaði með að Sigurður Egill skoraði þriðja mark Vals og gerði út um leikinn. „Það er frábært að vinna loksins á heimavelli. Allir vita að það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Origo vellinum þannig það var ljúft að snúa þessu við og vinna allavega einn leik hérna,” sagði Heimir ánægður eftir sigurinn. Eftir sigurinn á Fylki er Valur kominn í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar Heimir var ánægður með að vera kominn á toppinn en benti á það að það eru mörg lið sem stefna þangað og Valur tekur bara einn leik í einu. Fjölnir er næsti leikur Vals sem verður mjög erfitt verkefni að mati Heimis sem sá leikinn þeirra á móti KR. „Í seinni hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir, við vorum búnir að ræða um að Fylkis liðið myndi koma út og pressa okkur sem við leistum ekki nógu vel. Við fengum möguleika í bæði fyrri og seinni hálfleik til að gera út um leikinn en okkur tókst það ekki. Sigurinn er þó góður þeir hafa gert mjög góða hluti í sumar,” sagði Heimir Patrick Pedersen fór meiddur af velli þegar tæplega korter var eftir af leiknum. Heimir vissi ekki hvernig staðan væri á honum og talaði hann um að þetta væri tak í bakið sem Patrick hafði fengið og átti hann eftir að kanna málið betur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs Karls Finsen hjá Val, Ólafur Karl var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. „Það er möguleiki á því að Ólafur Karl Finsen gæti farið í næsta glugga,” sagði Heimir aðspurður hvort Ólafur Karl gæti farið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05