Vegurinn hrundi undan hesti og knapa Sylvía Hall skrifar 24. júlí 2020 10:07 Atvikið varð á miðvikudagsmorgun. Skjáskot Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís. Atvikið, sem varð við Hítará á Mýrunum á miðvikudagsmorgun, náðist á myndband. „Við vorum að leggja af stað í tveggja daga hestaferð og þetta var upphafið af ævintýri. Rétt áður en við lögðum af stað voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn með knapann. Það er mesta mildi að það hafi ekki orðið alvarlegt slys,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson sem var með í ferðinni, en hann ræddi um málið í Bítinu í morgun. Hann segir mikla umferð vera um veginn á hverjum degi. Til að mynda keyri þarna flutningabílar og mjólkurbílar daglega og því ætti hann að þola nokkuð álag. Burðarlagið sé þó ekki betra en þetta. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. Það grefur undan veginum og burðarlagið á veginum er svo lélegt og lítið sem ekki neitt, þá gefur þetta sig undan hestinum og hesturinn missir fæturna. Bæði hestur og knapi fóru í kollhnís.“ Klippa: Vegur hrynur undan hesti „Óþolandi“ að ástand vega sé ekki betra Gestur segir það ekki nýtt að ástand vegarins megi vera betra. Margoft hafi verið kvartað en ekkert hafi verið gert til þess að gera við veginn. „Það er óþolandi þegar svona er. Það er margbúið að kvarta undan þessum vegi og þessum vegum á mýrunum. Svo heyrir maður í fréttum alls staðar af landinu að það er eitthvað að, alvarleg slys sem eru að gerast út af einhverri handvömm og þeir sem eru að sjá um þetta eru ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Gestur. Hann segir bæði knapa og hest vera í þokkalegu ástandi miðað við allt. Knapinn sé nokkuð sprækur en þó stirður og með ljótt mar á baki. Hesturinn lenti verr og er skorin á framfótum. „Við erum að tala um miðaldra hest sem er gamalreyndur, mjög fótviss og knapinn er fæddur og uppalinn í kringum hross og hestamennsku,“ sagði Gestur. Því væri ekki hægt að kenna reynsluleysi um, enda kunni knapinn að detta af baki og stóð strax upp. Ástand veganna væri þó áhyggjuefni. „Það eru fleiri dæmi um svona slys. Þarna fara daglega hestahópar yfir sumarið og þegar rignir og svoleiðis eru vegirnir eins og drullusvað.“ Viðtalið við Gest má heyra hér að neðan. Bítið Hestar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís. Atvikið, sem varð við Hítará á Mýrunum á miðvikudagsmorgun, náðist á myndband. „Við vorum að leggja af stað í tveggja daga hestaferð og þetta var upphafið af ævintýri. Rétt áður en við lögðum af stað voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn með knapann. Það er mesta mildi að það hafi ekki orðið alvarlegt slys,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson sem var með í ferðinni, en hann ræddi um málið í Bítinu í morgun. Hann segir mikla umferð vera um veginn á hverjum degi. Til að mynda keyri þarna flutningabílar og mjólkurbílar daglega og því ætti hann að þola nokkuð álag. Burðarlagið sé þó ekki betra en þetta. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. Það grefur undan veginum og burðarlagið á veginum er svo lélegt og lítið sem ekki neitt, þá gefur þetta sig undan hestinum og hesturinn missir fæturna. Bæði hestur og knapi fóru í kollhnís.“ Klippa: Vegur hrynur undan hesti „Óþolandi“ að ástand vega sé ekki betra Gestur segir það ekki nýtt að ástand vegarins megi vera betra. Margoft hafi verið kvartað en ekkert hafi verið gert til þess að gera við veginn. „Það er óþolandi þegar svona er. Það er margbúið að kvarta undan þessum vegi og þessum vegum á mýrunum. Svo heyrir maður í fréttum alls staðar af landinu að það er eitthvað að, alvarleg slys sem eru að gerast út af einhverri handvömm og þeir sem eru að sjá um þetta eru ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Gestur. Hann segir bæði knapa og hest vera í þokkalegu ástandi miðað við allt. Knapinn sé nokkuð sprækur en þó stirður og með ljótt mar á baki. Hesturinn lenti verr og er skorin á framfótum. „Við erum að tala um miðaldra hest sem er gamalreyndur, mjög fótviss og knapinn er fæddur og uppalinn í kringum hross og hestamennsku,“ sagði Gestur. Því væri ekki hægt að kenna reynsluleysi um, enda kunni knapinn að detta af baki og stóð strax upp. Ástand veganna væri þó áhyggjuefni. „Það eru fleiri dæmi um svona slys. Þarna fara daglega hestahópar yfir sumarið og þegar rignir og svoleiðis eru vegirnir eins og drullusvað.“ Viðtalið við Gest má heyra hér að neðan.
Bítið Hestar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira