NBA-stjarna minnist fyrrverandi leikmanns Keflavíkur: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 16:39 DeMarcus Cousins lék með Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar á síðasta tímabili. Cousins og félagar töpuðu þá, 4-2, fyrir Toronto Raptors. getty/Steve Russell Körfuboltastjarnan DeMarcus Cousins minnist Stanley Robinson, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, á Instagram-síðu sinni. Robinson lést á heimili sínu í Birmingham í Alabama á þriðjudaginn. Hann var nýorðinn 32 ára. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Líkt og Robinson er Cousins frá Alabama og hann segist vera í áfalli eftir að hafa frétt af dauða hetjunnar sinnar. „Þessar fréttir eru mér þungbærar og ég vil ekki trúa því að þetta sé satt,“ skrifaði Cousins á Instagram. „Goðsögnin Sticks [gælunafn Robinsons] var átrúnaðargoðið mitt. Ég vildi vera eins og þú, allt frá því hversu vel þú fórst með boltann þrátt fyrir stærð og hvernig þú skaust. Komandi frá austurhluta Birmingham átti maður ekki margar hetjur en þú varst klárlega ein slík fyrir mér. Þú hjálpaðir mér að trúa að ég gæti náð langt.“ View this post on Instagram This news is heavy on my heart. Still don t want to believe it s true. I can remember my first varsity game as a freshmen like yesterday. I was scared shitless Knowing I had to step on the same court as you ! The Legend Sticks my idol! I wanted to be just like you from the way you handled the ball at 6 10 to shooting the jimmy. Even the way you rocked your throwbacks! Coming from the east side of Bham it wasn t many heroes but you were definitely one for me! You helped me believe I can go places with ball . You re legend will forever live through me as I ll continue to tell your story. Rest in heaven big bro #ripSticks A post shared by DeMarcus Cousins (@boogiecousins) on Jul 22, 2020 at 10:44am PDT Robinson lék með Connecticut í háskólaboltanum og Cousins með Kentucky. Lið þeirra mættust tímabilið 2009-10. Villikettirnir frá Kentucky unnu þá þriggja stiga sigur, 64-61. Robinson og Cousins skoruðu báðir tíu stig í leiknum. Sá fyrrnefndi tók níu fráköst og sá síðarnefndi tíu. Sacramento Kings valdi Cousins með fimmta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar 2010. Hann lék með Sacramento í sjö ár, fór svo til New Orleans Pelicans og þaðan til Golden State Warriors. Hann lék með síðastnefnda liðinu úrslitum NBA í fyrra. Cousins samdi við Los Angeles Lakers síðasta sumar en sleit hásin fljótlega eftir það og samningi hans við félagið var svo rift í febrúar. Cousins hefur fjórum sinnum spilað í Stjörnuleik NBA og tvisvar sinnum verið í öðru úrvalsliði deildarinnar. Þá varð hann heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2014 og Ólympíumeistari tveimur árum síðar. Orlando Magic valdi Robinson í nýliðavalinu 2010 en hann lék aldrei með liðinu. Robinson kom víða við á ferlinum, m.a. á Íslandi. Hann lék nokkra leiki með Keflavík tímabilið 2017-18. NBA Keflavík ÍF Dominos-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Körfuboltastjarnan DeMarcus Cousins minnist Stanley Robinson, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, á Instagram-síðu sinni. Robinson lést á heimili sínu í Birmingham í Alabama á þriðjudaginn. Hann var nýorðinn 32 ára. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Líkt og Robinson er Cousins frá Alabama og hann segist vera í áfalli eftir að hafa frétt af dauða hetjunnar sinnar. „Þessar fréttir eru mér þungbærar og ég vil ekki trúa því að þetta sé satt,“ skrifaði Cousins á Instagram. „Goðsögnin Sticks [gælunafn Robinsons] var átrúnaðargoðið mitt. Ég vildi vera eins og þú, allt frá því hversu vel þú fórst með boltann þrátt fyrir stærð og hvernig þú skaust. Komandi frá austurhluta Birmingham átti maður ekki margar hetjur en þú varst klárlega ein slík fyrir mér. Þú hjálpaðir mér að trúa að ég gæti náð langt.“ View this post on Instagram This news is heavy on my heart. Still don t want to believe it s true. I can remember my first varsity game as a freshmen like yesterday. I was scared shitless Knowing I had to step on the same court as you ! The Legend Sticks my idol! I wanted to be just like you from the way you handled the ball at 6 10 to shooting the jimmy. Even the way you rocked your throwbacks! Coming from the east side of Bham it wasn t many heroes but you were definitely one for me! You helped me believe I can go places with ball . You re legend will forever live through me as I ll continue to tell your story. Rest in heaven big bro #ripSticks A post shared by DeMarcus Cousins (@boogiecousins) on Jul 22, 2020 at 10:44am PDT Robinson lék með Connecticut í háskólaboltanum og Cousins með Kentucky. Lið þeirra mættust tímabilið 2009-10. Villikettirnir frá Kentucky unnu þá þriggja stiga sigur, 64-61. Robinson og Cousins skoruðu báðir tíu stig í leiknum. Sá fyrrnefndi tók níu fráköst og sá síðarnefndi tíu. Sacramento Kings valdi Cousins með fimmta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar 2010. Hann lék með Sacramento í sjö ár, fór svo til New Orleans Pelicans og þaðan til Golden State Warriors. Hann lék með síðastnefnda liðinu úrslitum NBA í fyrra. Cousins samdi við Los Angeles Lakers síðasta sumar en sleit hásin fljótlega eftir það og samningi hans við félagið var svo rift í febrúar. Cousins hefur fjórum sinnum spilað í Stjörnuleik NBA og tvisvar sinnum verið í öðru úrvalsliði deildarinnar. Þá varð hann heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2014 og Ólympíumeistari tveimur árum síðar. Orlando Magic valdi Robinson í nýliðavalinu 2010 en hann lék aldrei með liðinu. Robinson kom víða við á ferlinum, m.a. á Íslandi. Hann lék nokkra leiki með Keflavík tímabilið 2017-18.
NBA Keflavík ÍF Dominos-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira