Boðar umfangsmiklar aðgerðir á grunni vafasamrar lögskýringar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 15:54 Trump forseti virðist undirbúa meiriháttar aðgerðir með tilskipunum í málefnum sem honum hefur ekki tekist að fá þingið til fallast á. Hvíta húsið telur að nýlegur hæstaréttarúrskurður veiti honum þann rétt. Ólíklegt er að Hæstiréttur tæki afstöðu til lögmætis þess fyrir kosningar í haust. AP/Evan Vucci Meiriháttar aðgerðir í innflytjenda- og heilbrigðismálum er á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforsetu hefur boðað á grundvelli túlkunar á hæstaréttarúrskurði frá því fyrr í sumar. Lögspekingar segja túlkunina, sem færði forseta stórauknar valdheimildir, ekki standast stjórnarskrá. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að Trump gæti ekki bundið enda á DACA-áætlunina svonefndu fyrir börn fólks sem kom ólöglega til Bandaríkjanna í júní hefur forsetinn ítrekað talað um að hann sé með tilskipanir í smíðum um stórtækar aðgerðir. Úrskurðurinn hafi gefið honum vald til þess að hrinda stefnumálum sínum, sem honum hefur ekki tekist að koma í gegnum þingið, í framkvæmd án lagaheimildar. „Ákvörðun hæstaréttar um DACA leyfir mér að gera hluti í innflytjendamálum, í heilbrigðismálum, í öðrum hlutum sem við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina um helgina og lofaði „mjög spennandi“ tveimur vikum. Sá skilningur Trump og Hvíta hússins um að forsetinn hafi auknar valdheimildir eftir úrskurðinn virðist að hluta til byggja á áliti umdeilds lögfræðings sem hélt því fram á sínum tíma George W. Bush, þáverandi forseti, mætti láta pynta erlenda vígamenn. John Yoo var höfundur umdeilds minnisblaðs sem réttlætti pyntingar bandarískra yfirvalda á grunuðum hryðjuverkamönnum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Lagaskýringar hans um að Trump forseti njóti nú nýrra og umfangsmikilla valdheimilda í kjölfar hæstaréttarúrskurðar þykja afar langsóttar og ekki í samræmi við stjórnarskrá.Vísir/Getty Megi nú taka ákvarðarnir án aðildar þingsins Hæstiréttur úrskurðaði að Trump-stjórnin hefði ekki farið rétt að því þegar hún ákvað að binda enda á DACA-áætlunina sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom á fót til þess að vernda stöðu innflytjenda sem voru börn þegar foreldrar þeirra komu með þau ólöglega til Bandaríkjanna. Taldi rétturinn að ríkisstjórnin hefði ekki uppfyllt lagaskilyrði og tekið ákvörðunina á handahófskenndan og duttlungafullan hátt. Dómararnir tóku aftur á móti ekki afstöðu til þess hvort að DACA-áætlunin stæðist lög, nokkuð sem hópur dómsmálaráðherra einstakra ríkja sem repúblikanar stýra halda fram að hún geri ekki. Trump-stjórnin hefur kosið að túlka úrskurðinn þannig að hann veiti forseta rétt til þess að hætta að framfylgja lögum sem honum líkar ekki og taka ákvarðanir sem stangast á við vilja þingsins. Eftirmenn þeirra í embætti geti ekki undið ofan af þeim ákvörðunum í fleiri ár. Þessi túlkun er samhljóða þeirri sem John Yoo, lagaprófessor við Berkeley-háskóla og fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn George W. Bush, setti fram í tveimur íhaldssömum tímaritum eftir að úrskurður hæstaréttarins lá fyrir. Axios sagði fyrst frá því að álit Yoo hefði vakið eftirtekt Trump og Hvíta hússins. Yoo segir AP-fréttastofunni að embættismenn í Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við sig eftir að greinarnar birtust. Hann hafi átt fjölda samræðna við þá um að úrskurðurinn veiti forsetanum nýjar og umfangsmiklar valdheimildir. Fyrir honum hafi ekki vakað sérstaklega að hafa áhrif á Hvíta húsið heldur aðeins að benda á það sem hann taldi að dómurum hæstaréttar hefði skjátlast um í úrskurðinum. Hvíta húsið segir að álit Yoo hafi aðeins rennt stoðum undir umræður sem hafi þegar átt sér stað þar um afleiðingar DACA-úrskurðarins. Hæstiréttur Bandaríkjanna tók ekki afstöðu til þess hvort að DACA-áætlunin hefði verið ólögleg, aðeins að ákvörðun Trump um að fella hana úr gildi hafi ekki verið nægilega rökstudd.Vísir/EPA „Ábyrgðarlaus“ túlkun Lögspekingar gefa þó lítið fyrir túlkun Yoo og Hvíta hússins og segja hana langt fyrir utan viðteknar venjur og ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Stephen Vladec, lagaprófessor við Texas-háskóla, segir AP að túlkun Yoo gangi út frá þeirri fölsku forsendu að hæstirétturinn hafi staðfest að DACA-áætlunin væri lögleg. „Að kalla þetta vandræðalega greiningu er dramatískur úrdráttur um hversu svívirðilegt þetta er,“ segir Vladec. Laurence Tribe, lagaprófessor við Harvard-háskóla, segir túlkun Hvíta hússins og Yoo „afar ábyrgðarlausa“ og að hún standist ekki stjórnarskrá. Yoo, sem var lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, varð alræmdur í kjölfar hryðjuverkanna í New York 11. september árið 2001 þegar hann skrifaði umdeilt lögfræðiálit til að réttlæta pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum. Hann hélt því þannig fram að Bandaríkjaher mætti grípa til hvaða aðgerða sem er til að handsama grunaða hryðjuverkamenn árið 2001. Ári síðar hélt hann því fram í lögfræðiáliti að meðferð á grunuðum hryðjuverkamönnum teldist aðeins pyntingar ef þeir upplifðu sársauka sem jafnaðist á við „líffærabilun, stöðvun líkamsstarfsemi eða jafnvel dauða“. Samkvæmt stjórnarskrá mætti forsetinn leyfa pyntingar á erlendum vígamönnum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæstiréttur bregður aftur fæti fyrir Trump, sem vill nýja dómara Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. 18. júní 2020 17:57 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Meiriháttar aðgerðir í innflytjenda- og heilbrigðismálum er á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforsetu hefur boðað á grundvelli túlkunar á hæstaréttarúrskurði frá því fyrr í sumar. Lögspekingar segja túlkunina, sem færði forseta stórauknar valdheimildir, ekki standast stjórnarskrá. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að Trump gæti ekki bundið enda á DACA-áætlunina svonefndu fyrir börn fólks sem kom ólöglega til Bandaríkjanna í júní hefur forsetinn ítrekað talað um að hann sé með tilskipanir í smíðum um stórtækar aðgerðir. Úrskurðurinn hafi gefið honum vald til þess að hrinda stefnumálum sínum, sem honum hefur ekki tekist að koma í gegnum þingið, í framkvæmd án lagaheimildar. „Ákvörðun hæstaréttar um DACA leyfir mér að gera hluti í innflytjendamálum, í heilbrigðismálum, í öðrum hlutum sem við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina um helgina og lofaði „mjög spennandi“ tveimur vikum. Sá skilningur Trump og Hvíta hússins um að forsetinn hafi auknar valdheimildir eftir úrskurðinn virðist að hluta til byggja á áliti umdeilds lögfræðings sem hélt því fram á sínum tíma George W. Bush, þáverandi forseti, mætti láta pynta erlenda vígamenn. John Yoo var höfundur umdeilds minnisblaðs sem réttlætti pyntingar bandarískra yfirvalda á grunuðum hryðjuverkamönnum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Lagaskýringar hans um að Trump forseti njóti nú nýrra og umfangsmikilla valdheimilda í kjölfar hæstaréttarúrskurðar þykja afar langsóttar og ekki í samræmi við stjórnarskrá.Vísir/Getty Megi nú taka ákvarðarnir án aðildar þingsins Hæstiréttur úrskurðaði að Trump-stjórnin hefði ekki farið rétt að því þegar hún ákvað að binda enda á DACA-áætlunina sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom á fót til þess að vernda stöðu innflytjenda sem voru börn þegar foreldrar þeirra komu með þau ólöglega til Bandaríkjanna. Taldi rétturinn að ríkisstjórnin hefði ekki uppfyllt lagaskilyrði og tekið ákvörðunina á handahófskenndan og duttlungafullan hátt. Dómararnir tóku aftur á móti ekki afstöðu til þess hvort að DACA-áætlunin stæðist lög, nokkuð sem hópur dómsmálaráðherra einstakra ríkja sem repúblikanar stýra halda fram að hún geri ekki. Trump-stjórnin hefur kosið að túlka úrskurðinn þannig að hann veiti forseta rétt til þess að hætta að framfylgja lögum sem honum líkar ekki og taka ákvarðanir sem stangast á við vilja þingsins. Eftirmenn þeirra í embætti geti ekki undið ofan af þeim ákvörðunum í fleiri ár. Þessi túlkun er samhljóða þeirri sem John Yoo, lagaprófessor við Berkeley-háskóla og fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn George W. Bush, setti fram í tveimur íhaldssömum tímaritum eftir að úrskurður hæstaréttarins lá fyrir. Axios sagði fyrst frá því að álit Yoo hefði vakið eftirtekt Trump og Hvíta hússins. Yoo segir AP-fréttastofunni að embættismenn í Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við sig eftir að greinarnar birtust. Hann hafi átt fjölda samræðna við þá um að úrskurðurinn veiti forsetanum nýjar og umfangsmiklar valdheimildir. Fyrir honum hafi ekki vakað sérstaklega að hafa áhrif á Hvíta húsið heldur aðeins að benda á það sem hann taldi að dómurum hæstaréttar hefði skjátlast um í úrskurðinum. Hvíta húsið segir að álit Yoo hafi aðeins rennt stoðum undir umræður sem hafi þegar átt sér stað þar um afleiðingar DACA-úrskurðarins. Hæstiréttur Bandaríkjanna tók ekki afstöðu til þess hvort að DACA-áætlunin hefði verið ólögleg, aðeins að ákvörðun Trump um að fella hana úr gildi hafi ekki verið nægilega rökstudd.Vísir/EPA „Ábyrgðarlaus“ túlkun Lögspekingar gefa þó lítið fyrir túlkun Yoo og Hvíta hússins og segja hana langt fyrir utan viðteknar venjur og ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Stephen Vladec, lagaprófessor við Texas-háskóla, segir AP að túlkun Yoo gangi út frá þeirri fölsku forsendu að hæstirétturinn hafi staðfest að DACA-áætlunin væri lögleg. „Að kalla þetta vandræðalega greiningu er dramatískur úrdráttur um hversu svívirðilegt þetta er,“ segir Vladec. Laurence Tribe, lagaprófessor við Harvard-háskóla, segir túlkun Hvíta hússins og Yoo „afar ábyrgðarlausa“ og að hún standist ekki stjórnarskrá. Yoo, sem var lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, varð alræmdur í kjölfar hryðjuverkanna í New York 11. september árið 2001 þegar hann skrifaði umdeilt lögfræðiálit til að réttlæta pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum. Hann hélt því þannig fram að Bandaríkjaher mætti grípa til hvaða aðgerða sem er til að handsama grunaða hryðjuverkamenn árið 2001. Ári síðar hélt hann því fram í lögfræðiáliti að meðferð á grunuðum hryðjuverkamönnum teldist aðeins pyntingar ef þeir upplifðu sársauka sem jafnaðist á við „líffærabilun, stöðvun líkamsstarfsemi eða jafnvel dauða“. Samkvæmt stjórnarskrá mætti forsetinn leyfa pyntingar á erlendum vígamönnum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæstiréttur bregður aftur fæti fyrir Trump, sem vill nýja dómara Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. 18. júní 2020 17:57 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Hæstiréttur bregður aftur fæti fyrir Trump, sem vill nýja dómara Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. 18. júní 2020 17:57
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26