Grjóthörð og með geggjaða tækni - Ætti ekki að fara aftur til Keflavíkur Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 10:00 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar með liðsfélögum sínum eftir eitt markanna gegn Val. VÍSIR/DANÍEL „Hún er ekki bara fljót. Hún er með geggjaða boltatækni og er grjóthörð,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max-mörkunum þegar sérfræðingarnir ræddu um Sveindísi Jane Jónsdóttur. Sveindís stal senunni í toppslag Breiðabliks og Vals þegar hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika síðasta þriðjudag og ljóst að erfitt verður að líta framhjá henni þegar A-landsliðið snýr aftur til keppni í september. „Þetta var bara hennar leikur. Það var hún sem skildi á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir um frammistöðu Sveindísar. Sveindís, sem er aðeins 19 ára, kom að láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur eftir að Keflavík féll niður í 1. deild. Keflvíkingar virðast á góðri leið með að komast aftur upp í efstu deild og spurning hvað Sveindís gerir þá. „Mér finnst að hún ætti að vera í Breiðabliki í nokkur ár en svo á hún bara að fara út í sterkari deild – ekki til baka til Keflavíkur þó að það sé örugglega gott að vera í Keflavík,“ sagði Kristín Ýr. Sýndi að hún hefur leikskilninginn Sérfræðingarnir eru ánægðir með að sjá hve vel Sveindís hefur spjarað sig í nýju og betra liði: „Hún er líka í allt annarri stöðu. Við vorum búnar að sjá að hún væri góð ein frammi, með Keflavík, en það sem að mann langaði mjög mikið að sjá var hvort hún myndi fúnkera vel inni í svona vel skipulögðu liði. Hvort hún væri með leikskilninginn, í stað þess að vera bara ein að gera allt. Hún sýnir það þarna,“ sagði Kristín Ýr. Með Sveindísi, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur í fremstu víglínu virðist Blikaliðið illviðráðanlegt. „Þær hafa meiri vídd í sóknarleiknum sínum en Valur. Þær eru með ólíkari leikmenn sem að hafa allar eitthvað mismunandi fram að færa. Þær geta róterað mikið betur. Þú færð hlaup á bakvið línu frá miðjumönnum, kantmenn koma inn á miðsvæðið, en hjá Val ertu að treysta á Elínu Mettu og Hlín og ef þær eru ekki „on“ þá er ekki hægt að gera neitt,“ sagði Bára. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um Sveindísi Breiðablik Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Hún er ekki bara fljót. Hún er með geggjaða boltatækni og er grjóthörð,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max-mörkunum þegar sérfræðingarnir ræddu um Sveindísi Jane Jónsdóttur. Sveindís stal senunni í toppslag Breiðabliks og Vals þegar hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika síðasta þriðjudag og ljóst að erfitt verður að líta framhjá henni þegar A-landsliðið snýr aftur til keppni í september. „Þetta var bara hennar leikur. Það var hún sem skildi á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir um frammistöðu Sveindísar. Sveindís, sem er aðeins 19 ára, kom að láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur eftir að Keflavík féll niður í 1. deild. Keflvíkingar virðast á góðri leið með að komast aftur upp í efstu deild og spurning hvað Sveindís gerir þá. „Mér finnst að hún ætti að vera í Breiðabliki í nokkur ár en svo á hún bara að fara út í sterkari deild – ekki til baka til Keflavíkur þó að það sé örugglega gott að vera í Keflavík,“ sagði Kristín Ýr. Sýndi að hún hefur leikskilninginn Sérfræðingarnir eru ánægðir með að sjá hve vel Sveindís hefur spjarað sig í nýju og betra liði: „Hún er líka í allt annarri stöðu. Við vorum búnar að sjá að hún væri góð ein frammi, með Keflavík, en það sem að mann langaði mjög mikið að sjá var hvort hún myndi fúnkera vel inni í svona vel skipulögðu liði. Hvort hún væri með leikskilninginn, í stað þess að vera bara ein að gera allt. Hún sýnir það þarna,“ sagði Kristín Ýr. Með Sveindísi, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur í fremstu víglínu virðist Blikaliðið illviðráðanlegt. „Þær hafa meiri vídd í sóknarleiknum sínum en Valur. Þær eru með ólíkari leikmenn sem að hafa allar eitthvað mismunandi fram að færa. Þær geta róterað mikið betur. Þú færð hlaup á bakvið línu frá miðjumönnum, kantmenn koma inn á miðsvæðið, en hjá Val ertu að treysta á Elínu Mettu og Hlín og ef þær eru ekki „on“ þá er ekki hægt að gera neitt,“ sagði Bára. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um Sveindísi
Breiðablik Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30
Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50