Megn brennisteinsfnykur við Múlakvísl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2020 14:34 Ekki er talin mikil hætta á hlaupi í Múlakvísl en þó hefur mikið magn jarðhitavatns streymt í ánna síðustu daga. Vísir/Jóhann Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við hlaupi í Múlakvísl að svo stöddu. Þó sé mikið gas á svæðinu sem fylgi uppstreymi jarðhitavatns og fólk er hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni við upptök árinnar við rætur Mýrdalsjökuls. „Við erum ekki að búast við hlaupi, það getur svo sem kannski breyst en búumst ekki við því. Rafleiðnin er komin upp yfir 250 míkrósímens, sem er mjög hátt miðað við eðlilegt ástand. Þetta þýðir að það er jarðhitavatn að leka undan Mýrdalsjökli ofan í ána. Það er gas að mælast á svæðinu,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur. Hún segist hafa rætt við konu sem hafi verið á ferð um svæðið og hafi greint frá því að megna brennisteinslykt legði yfir svæðið við upptök árinnar undan Mýrdalsjökli en konan var sjálf að koma úr Þakgili. „Fólk þarf að hafa það í huga þegar það er þarna á svæðinu að það er gas að mælast þarna og fólk ætti að halda sig frá því að fara í hella og lægðir í landinu. Hún segir að jarðhitavatnsúrrennslinu fylgi gas sem er sterkara við upptök árinnar, það er nær jöklinum. „Ef maður er farinn að finna mikla lykt þá er alltaf vísast að koma sér burt eða leita hærra upp í landslagið og vera ekki að dvelja lengi við upptöku árinnar þar sem er svona mikil lykt,“ segir Sigurdís. „Við erum búin að vera að fylgjast með þessu og rafleiðnin hefur verið að fara hægt hækkandi síðustu daga og hún er svolítið gruggug áin.“ „Fólk er að finna mikla brennisteinslykt þarna og það var ein sem ég talaði við sem sagði að hún væri mjög mikil. Það væri varla líft sagði hún í bílnum en þá viljum við að fólk sé ekki að staldra við við ána og alls ekki fara nær upptökunum þar sem gasið er ennþá meira,“ segir Sigurdís. „Það er allvanalegt að á sumrin leki talsvert magn af jarðhitavatni hægar en er í hlaupi út í ána. Þetta hefur gerst öll síðustu sumur núna í nokkur ár í Múlakvísl. Við búumst eiginlega við þessu á hverju sumri en við þurfum alltaf að vera tilbúin við að þetta aukist eða verði meira,“ segir Sigurdís. Ekki sé þó búist við hlaupi en þau séu ávallt tilbúin fyrir það. Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við hlaupi í Múlakvísl að svo stöddu. Þó sé mikið gas á svæðinu sem fylgi uppstreymi jarðhitavatns og fólk er hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni við upptök árinnar við rætur Mýrdalsjökuls. „Við erum ekki að búast við hlaupi, það getur svo sem kannski breyst en búumst ekki við því. Rafleiðnin er komin upp yfir 250 míkrósímens, sem er mjög hátt miðað við eðlilegt ástand. Þetta þýðir að það er jarðhitavatn að leka undan Mýrdalsjökli ofan í ána. Það er gas að mælast á svæðinu,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur. Hún segist hafa rætt við konu sem hafi verið á ferð um svæðið og hafi greint frá því að megna brennisteinslykt legði yfir svæðið við upptök árinnar undan Mýrdalsjökli en konan var sjálf að koma úr Þakgili. „Fólk þarf að hafa það í huga þegar það er þarna á svæðinu að það er gas að mælast þarna og fólk ætti að halda sig frá því að fara í hella og lægðir í landinu. Hún segir að jarðhitavatnsúrrennslinu fylgi gas sem er sterkara við upptök árinnar, það er nær jöklinum. „Ef maður er farinn að finna mikla lykt þá er alltaf vísast að koma sér burt eða leita hærra upp í landslagið og vera ekki að dvelja lengi við upptöku árinnar þar sem er svona mikil lykt,“ segir Sigurdís. „Við erum búin að vera að fylgjast með þessu og rafleiðnin hefur verið að fara hægt hækkandi síðustu daga og hún er svolítið gruggug áin.“ „Fólk er að finna mikla brennisteinslykt þarna og það var ein sem ég talaði við sem sagði að hún væri mjög mikil. Það væri varla líft sagði hún í bílnum en þá viljum við að fólk sé ekki að staldra við við ána og alls ekki fara nær upptökunum þar sem gasið er ennþá meira,“ segir Sigurdís. „Það er allvanalegt að á sumrin leki talsvert magn af jarðhitavatni hægar en er í hlaupi út í ána. Þetta hefur gerst öll síðustu sumur núna í nokkur ár í Múlakvísl. Við búumst eiginlega við þessu á hverju sumri en við þurfum alltaf að vera tilbúin við að þetta aukist eða verði meira,“ segir Sigurdís. Ekki sé þó búist við hlaupi en þau séu ávallt tilbúin fyrir það.
Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57