Dagskráin í dag: Víkingar mæta í Garðabæinn, Fylkir og HK eigast við og umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni Ísak Hallmundarson skrifar 27. júlí 2020 06:00 Lið Stjörnunnar er eina taplausa liðið í Pepsi Max deildinni. Þeir mæta Víkingi Reykjavík í beinni á Stöð 2 Sport kl. 20 í kvöld. vísir/vilhelm Það er blásið til veislu á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við sýnum beint frá tveimur leikum í Pepsi Max deildinni og að auki er sýnt frá undanúrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Fylkir fær HK í heimsókn í Lautina í Árbænum. Bein útsending frá leiknum hefst kl. 17:50 á Stöð 2 Sport. Fylkir hefur unnið fjóra leiki og tapað fjórum og situr í 6. sætinu á meðan HK er með átta stig í 10. sæti deildarinnar eftir góðan sigur á nágrönnunum í Breiðablik í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverð viðureign. Á slaginu 20:00 hefst bein útsending frá leik Stjörnunnar og Víkings Reykjavík. Leikur tveggja liða sem stefna á toppbaráttu í sumar. Stjarnan er eina taplausa lið deildarinnar og er með 13 stig úr fimm leikjum og situr í fjórða sætinu. Víkingar eru í 5. sæti með tólf stig úr átta leikjum og þurfa sigur í kvöld til að halda í við efstu lið. Þetta verður eflaust bráðskemmtilegur leikur og mikið undir. Beint eftir leik Stjörnunnar og Víkings hefjast Pepsi Max Tilþrifin í umsjá Kjartans Atla Kjartanssonar. Þar fer Kjartan Atli yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Cardiff tekur á móti Fulham í höfuðborg Wales kl. 18:45 en þetta er fyrri undanúrslitaleikur liðanna í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 2 frá kl. 18:35. Að venju er GameTíví á dagskránni á mánudagskvöldi á Stöð 2 eSport. Þar koma þeir Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Halldór Már og spila heitustu tölvuleikina hverju sinni. Léttleiki og hlátur einkenna mánudagskvöld GameTívi. Alla dagskrá dagsins má nálgast hér. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Fylkir HK Enski boltinn Rafíþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Það er blásið til veislu á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við sýnum beint frá tveimur leikum í Pepsi Max deildinni og að auki er sýnt frá undanúrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Fylkir fær HK í heimsókn í Lautina í Árbænum. Bein útsending frá leiknum hefst kl. 17:50 á Stöð 2 Sport. Fylkir hefur unnið fjóra leiki og tapað fjórum og situr í 6. sætinu á meðan HK er með átta stig í 10. sæti deildarinnar eftir góðan sigur á nágrönnunum í Breiðablik í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverð viðureign. Á slaginu 20:00 hefst bein útsending frá leik Stjörnunnar og Víkings Reykjavík. Leikur tveggja liða sem stefna á toppbaráttu í sumar. Stjarnan er eina taplausa lið deildarinnar og er með 13 stig úr fimm leikjum og situr í fjórða sætinu. Víkingar eru í 5. sæti með tólf stig úr átta leikjum og þurfa sigur í kvöld til að halda í við efstu lið. Þetta verður eflaust bráðskemmtilegur leikur og mikið undir. Beint eftir leik Stjörnunnar og Víkings hefjast Pepsi Max Tilþrifin í umsjá Kjartans Atla Kjartanssonar. Þar fer Kjartan Atli yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Cardiff tekur á móti Fulham í höfuðborg Wales kl. 18:45 en þetta er fyrri undanúrslitaleikur liðanna í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 2 frá kl. 18:35. Að venju er GameTíví á dagskránni á mánudagskvöldi á Stöð 2 eSport. Þar koma þeir Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Halldór Már og spila heitustu tölvuleikina hverju sinni. Léttleiki og hlátur einkenna mánudagskvöld GameTívi. Alla dagskrá dagsins má nálgast hér.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Fylkir HK Enski boltinn Rafíþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira