Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 23:00 Rúnar Páll var ekki sáttur með að ná ekki þremur stigum á heimavelli í kvöld. Vísir/Bára Rúnar Páll Sigmundsson - þjálfari Stjörnunnar - var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn í síðasta leik 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Lokatölur 1-1 en Stjarnan komst yfir með marki Hilmars Árna Halldórssonar um miðbik fyrri hálfleiks. Óttar Magnús Karlsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Eins ósáttur og Rúnar var með að taka ekki þrjú stig í kvöld þá viðurkenndi hann að jafntefli hefði eflaust verið sanngjörn niðurstaða að lokum. „Mér líður ágætlega. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vorum undir í öllum aðgerðum og Víkingarnir voru betri en við. Herjuðum svo á þá í seinni hálfleik og reyndum að fá þetta sigurmark en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson – þjálfari Stjörnunnar – aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. Stjörnumenn hafa – og munu – spilað þétt síðan þeir komu úr sóttkví. Rúnar Páll tók þó fyrir að um þreytu væri að ræða í leik sinna manna. „Mér fannst við frekar ferskir í seinni hálfleik miðað við hvernig við vorum í fyrri hálfleik. Auðvitað tekur þetta á leikmenn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Við erum í góðu standi og get ekki tekið undir það að við höfum verið þreyttir í lokin.“ „Við erum ekkei ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn spilaðist var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða. Við erum ekkert að pæla í því að fara taplausir í gegnum þessa fyrstu sex leiki, það skiptir ekki alveg máli. Við reynum að fara í þessa leiki til að vinna þá og hefðum viljað fá sigur í kvöld,“ sagði Rúnar enn fremur um leikinn og það að Stjarnan væri enn ekki búin að tapa leik í deildinni. Að lokum var Rúnar spurður út í næsta leik Stjörnunnar, sem er jú gegn Víkingum á fimmtudaginn er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. Það er gömul saga og ný að þegar lið mætast með svo skömmu millibili þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Jafnteflið í kvöld þýðir hins vegar að bæði lið geta farið áfram. „Það er stutt í næsta leik og það verður gaman. Bikarkeppnin er sérstök og við þurfum að vinna þann leik ef við ætlum áfram og við ætlum að gera okkar besta til þess,“ sagði Rúnar að endingu og hló. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson - þjálfari Stjörnunnar - var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn í síðasta leik 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Lokatölur 1-1 en Stjarnan komst yfir með marki Hilmars Árna Halldórssonar um miðbik fyrri hálfleiks. Óttar Magnús Karlsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Eins ósáttur og Rúnar var með að taka ekki þrjú stig í kvöld þá viðurkenndi hann að jafntefli hefði eflaust verið sanngjörn niðurstaða að lokum. „Mér líður ágætlega. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vorum undir í öllum aðgerðum og Víkingarnir voru betri en við. Herjuðum svo á þá í seinni hálfleik og reyndum að fá þetta sigurmark en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson – þjálfari Stjörnunnar – aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. Stjörnumenn hafa – og munu – spilað þétt síðan þeir komu úr sóttkví. Rúnar Páll tók þó fyrir að um þreytu væri að ræða í leik sinna manna. „Mér fannst við frekar ferskir í seinni hálfleik miðað við hvernig við vorum í fyrri hálfleik. Auðvitað tekur þetta á leikmenn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Við erum í góðu standi og get ekki tekið undir það að við höfum verið þreyttir í lokin.“ „Við erum ekkei ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn spilaðist var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða. Við erum ekkert að pæla í því að fara taplausir í gegnum þessa fyrstu sex leiki, það skiptir ekki alveg máli. Við reynum að fara í þessa leiki til að vinna þá og hefðum viljað fá sigur í kvöld,“ sagði Rúnar enn fremur um leikinn og það að Stjarnan væri enn ekki búin að tapa leik í deildinni. Að lokum var Rúnar spurður út í næsta leik Stjörnunnar, sem er jú gegn Víkingum á fimmtudaginn er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. Það er gömul saga og ný að þegar lið mætast með svo skömmu millibili þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Jafnteflið í kvöld þýðir hins vegar að bæði lið geta farið áfram. „Það er stutt í næsta leik og það verður gaman. Bikarkeppnin er sérstök og við þurfum að vinna þann leik ef við ætlum áfram og við ætlum að gera okkar besta til þess,“ sagði Rúnar að endingu og hló.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15