Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 23:00 Rúnar Páll var ekki sáttur með að ná ekki þremur stigum á heimavelli í kvöld. Vísir/Bára Rúnar Páll Sigmundsson - þjálfari Stjörnunnar - var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn í síðasta leik 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Lokatölur 1-1 en Stjarnan komst yfir með marki Hilmars Árna Halldórssonar um miðbik fyrri hálfleiks. Óttar Magnús Karlsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Eins ósáttur og Rúnar var með að taka ekki þrjú stig í kvöld þá viðurkenndi hann að jafntefli hefði eflaust verið sanngjörn niðurstaða að lokum. „Mér líður ágætlega. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vorum undir í öllum aðgerðum og Víkingarnir voru betri en við. Herjuðum svo á þá í seinni hálfleik og reyndum að fá þetta sigurmark en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson – þjálfari Stjörnunnar – aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. Stjörnumenn hafa – og munu – spilað þétt síðan þeir komu úr sóttkví. Rúnar Páll tók þó fyrir að um þreytu væri að ræða í leik sinna manna. „Mér fannst við frekar ferskir í seinni hálfleik miðað við hvernig við vorum í fyrri hálfleik. Auðvitað tekur þetta á leikmenn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Við erum í góðu standi og get ekki tekið undir það að við höfum verið þreyttir í lokin.“ „Við erum ekkei ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn spilaðist var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða. Við erum ekkert að pæla í því að fara taplausir í gegnum þessa fyrstu sex leiki, það skiptir ekki alveg máli. Við reynum að fara í þessa leiki til að vinna þá og hefðum viljað fá sigur í kvöld,“ sagði Rúnar enn fremur um leikinn og það að Stjarnan væri enn ekki búin að tapa leik í deildinni. Að lokum var Rúnar spurður út í næsta leik Stjörnunnar, sem er jú gegn Víkingum á fimmtudaginn er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. Það er gömul saga og ný að þegar lið mætast með svo skömmu millibili þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Jafnteflið í kvöld þýðir hins vegar að bæði lið geta farið áfram. „Það er stutt í næsta leik og það verður gaman. Bikarkeppnin er sérstök og við þurfum að vinna þann leik ef við ætlum áfram og við ætlum að gera okkar besta til þess,“ sagði Rúnar að endingu og hló. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson - þjálfari Stjörnunnar - var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn í síðasta leik 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Lokatölur 1-1 en Stjarnan komst yfir með marki Hilmars Árna Halldórssonar um miðbik fyrri hálfleiks. Óttar Magnús Karlsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Eins ósáttur og Rúnar var með að taka ekki þrjú stig í kvöld þá viðurkenndi hann að jafntefli hefði eflaust verið sanngjörn niðurstaða að lokum. „Mér líður ágætlega. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vorum undir í öllum aðgerðum og Víkingarnir voru betri en við. Herjuðum svo á þá í seinni hálfleik og reyndum að fá þetta sigurmark en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson – þjálfari Stjörnunnar – aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. Stjörnumenn hafa – og munu – spilað þétt síðan þeir komu úr sóttkví. Rúnar Páll tók þó fyrir að um þreytu væri að ræða í leik sinna manna. „Mér fannst við frekar ferskir í seinni hálfleik miðað við hvernig við vorum í fyrri hálfleik. Auðvitað tekur þetta á leikmenn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Við erum í góðu standi og get ekki tekið undir það að við höfum verið þreyttir í lokin.“ „Við erum ekkei ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn spilaðist var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða. Við erum ekkert að pæla í því að fara taplausir í gegnum þessa fyrstu sex leiki, það skiptir ekki alveg máli. Við reynum að fara í þessa leiki til að vinna þá og hefðum viljað fá sigur í kvöld,“ sagði Rúnar enn fremur um leikinn og það að Stjarnan væri enn ekki búin að tapa leik í deildinni. Að lokum var Rúnar spurður út í næsta leik Stjörnunnar, sem er jú gegn Víkingum á fimmtudaginn er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. Það er gömul saga og ný að þegar lið mætast með svo skömmu millibili þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Jafnteflið í kvöld þýðir hins vegar að bæði lið geta farið áfram. „Það er stutt í næsta leik og það verður gaman. Bikarkeppnin er sérstök og við þurfum að vinna þann leik ef við ætlum áfram og við ætlum að gera okkar besta til þess,“ sagði Rúnar að endingu og hló.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15